Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 18
SAMVIZKAN ER RÖDD GUDS INNRA MEÐ OKKUR Giftingar presta og takmörkun barneigna „Var ekki líka talað um á þinginu að færa messugjörð í nútímalegri búning?“ „Jú, kirkjan þarf að komast í nánara samband við sína trúuðu og fólkið að taka meiri þátt í guðsþjónustunni. Það verða töluvert miklar breytingar á messuforminu, og biskup- arnir fá meira frjálsræði til að haga því eftir eigin vild í hverju landi. Ennfremur munu leikmönnum fengin meiri völd innan kirkjunnar, og leyft verður að vígja djákna sem eru giftir menn.“ „Hvað um giftingar presta? Er fyrirsjáanlegt, að þeim verði leyft að ganga í hjónaband?" „Það vandamál var tekið út af dagskrá, en ég held, að ég sjái í hvaða átt þetta stefnir, og þar er djáknavígslan fyrsta sporið. Eldri menn sem þegar eru giftir geta orðið djáknar og lifað eftir sem áður í hjónabandi, en ungir menn eru enn bundnir sama einlífisheiti og prestar ef þeir óska eftir að verða djáknar. Páfinn hefur vald til að breyta þessu upp á sitt eindæmi, en erfiðleikarnir eru í því fólgnir að finna leið til að leysa hnútinn hægt og hægt, án þess að skriðu verði hleypt af stað. Sumir vilja fara of fljótt í sakirnar og aðrir ríghalda í það gamla — vandinn er að finna meðalveginn.“ „Hefur nokkuð verið ákvarðað um takmörkun barneigna til að koma í veg fyrir offjölgun mannkynsins?" „Það mál var einnig tekið út af dagskrá, en páfinn hefur það til athugunar og mun sennilega taka ákvörðun sína í samráði við sérfræðinga víða að úr heiminum. Andstaða kirkj- unnar gegn frjóvgunarvörnum er ekki byggð á ritningunni sem slíkri, heldur náttúrulögmálunum, og eins og sakir standa eru læknar og sálfræðingar engan veginn sammála um verk- anir og hugsanlegar afleiðingár þeirra ráðstafana sem nú eru helzt gerðar. En bæði þessi mál býst ég við, að kirkju- lögin taki til meðferðar þegar þar að kemur.“ Hver maður skal þjóna guði eins og samvizkan býður honum „Álítið þér, að hið nýja ákvæði kirkjunnar um trúfrelsi muni veikja áhrif hennar í heiminum?“ „Nei, ég tel ekki rétt að neyða nokkurn mann til að vera í kirkju sem hann trúir ekki á, og það er engin ný kenning. Það þýðir heldur ekki að reyna að þröngva fólki til að trúa einu eða öðru — slíkt leiðir ekki af sér nema yfirborðsjátn- ingu. Kirkjuþingið staðfesti, að hver maður skyldi hafa leyfi til að þjóna guði á þann hátt sem samvizkan býður honum. Samvizkan er rödd guðs innra með okkur og síðasti dómari hvers einstaklings og ef maðurinn rækir skyldur sínar eftir beztu vitund og brýtur hvorki gegn lögum lands síns né siðferðisboðorðum hefur enginn rétt til að skerða viljafrelsi hans, hvorki kirkjan né veraldlegir valdhafar.“ „Hvað verður um trúboðsstarfsemi kirkjunnar, fyrst hver og einn á að þjóna guði samkvæmt boðum sinnar eigin sam- vizku?“ „Orðið ’trúboð1 hefur oft verið misskilið, en hin raunveru- lega merking orðsins ’mission* er ’sending'. Trúboð er að- eins kynning á trúnni, fræðsla um grundvallaratriði hennar. Með því að senda trúboða út um heiminn er kirkjan að hlýðn- ast fyrirmælum Krists er hann sagði lærisveinum sínum að boða fagnaðarerindið um alla heimsbyggðina.“ Kirkjuþingið skildi kjarnann frá hisminu „Eruð þér þeirrar skoðunar. að kaþólska kirkjan geti að- lagað sig breyttum tíðaranda og gefið nútímafólki það sem það leitar eftir á þessari vísindaöld?“ „Já, kirkjan lagar sig alltaf eftir aðstæðunum, svo framar- lega sem ekki er neitt í þeim gagnstætt trúnni, og í því er Framh. á bls. 34. wmíth 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.