Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 15
TEXTI; STEIIMUIXIIM S. BRIEM MVMPIR: RIJMAR SAMVIZKAN ER RÖDD GUDSINNRA MED OKKUR - segir Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup Jóhannes biskup er nýkominn heim af hinu mikla kirkjuþingi í Róma- borg, og hér segir hann lesendum Fálkans frá ýmsum málum sem þar voru tekin til meðferðar og lýsir hinum nýja anda er nú ríkir innan ka- þólsku kirkjunnar. „Kirkjan stefnir í átt til aukins frjálsrœðis og sameiningar, og kirkjuþingið markaði mikilvœg tímamót í sögu hennar — já, ég segi hiklaust, að það hafi valdið alda- hvörfum. Páll páfi líkti anda þess við vorið og sagði, að nú fœri í hönd tími endurnýjunar og andlegrar vakningar bœði innan kirkjunnar og í samskiptum hennar við fólk úr öðrum kirkjudeildum og af öðr- um trúarbrögðum". Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup er nýkomiíjn heim af hinu margumrædda kirkjuþingi í Róma- borg sem vakið hefur athygli um víða veröld og beint sjónum manna af öllum trúflokkum að því sem nú hefur verið að gerast í páfagarði. Á þriðja þúsund biskupar af hundrað og fjörutíu þjóðern- um sátu daglega fundi, tóku þátt í umræðum um hin ýmislegu vandamál sem til meðferðar voru og létu í ljós álit sitt munnlega. skriflega og með atkvæðagreiðslu. Oft var kapprætt af talsverðum hita í byrjun, en smám saman færðist meiri ró vfir þingfulltrúana. og að lokum fór svo, að öll mál nema eitt voru samþykkt með 95% atkvæða ,,Og hvað var þetta eina?“ „Mér er enn ekki fullljóst hvaða skjal hefur fengið minna en 95% atkvæða “ svarar biskupinn, „en mig grunar, að það kunni að vera ályktunin um ’austurlenzku kirkjurnar' eða þá ’fjölmiðlunar- tækin'. Hinu síðarnefnda skjali þótti mörsum kirkjufeðrum ekki nógu ýtarlega frá gengið þótt svo til allir væru sammála innihaldinu. Lokatölur um atkvæðagreiðslurnar hef ég enn ekki fengið, en þekkt kaþólskt vikurit ber Bea kardínála fyir þeirri staðhæfingu. að einungis eitt mál hafi hlotið færri atkvæði en 95%.“ FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.