Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 21
sendir okkur styrk þegar við þörfnumst hans mest, og ég á- lasaði Maríu ekki einu orði. Ég spurði aðeins: „Hvar er þessi Bandaríkjamaður núna?“ „í landi sínu“, svaraði hún. „Hann fór heim í fyrrasumar. En strax og hann getur kemur hann aftur til að sækja mig. Þá giftum við okkur og svo fer ég með honum til Ameríku“. Ég varð að fá vinnu. Mér tókst að útvega mér smálán til að borga inn á bátinn sem ég ætlaði að kaupa frá Napoli. Síðan vann ég við hitt og þetta, muldi grjót og hreinsaði glugga, seldi bursta og gerði hreint i sláturhúsum. í þrjú ár, signore, var ég að vinna fyrir bátnum mínum. Ég horfði á meðan verið var að smíða hann, og mig dreymdi um fagra framtíð þegar ég sigldi honum kringum Capri og kæmi heim á kvöldin til stúlkunnar minnar yndislegu. Ég gaf ekki upp vonina um að vinna ást hennar aftur. Oft fór ég til hennar og taldi í hana kjark Bréfin voru hætt að koma frá Ameríkanum hennar, hún gekk um fölleit og dap- ureyg og hafði ekki gaman af neinu. Mig langaði mest að segja henni, að hún skyldi reyna að gleyma þessum manni sem hafði aðeins verið að leika sér að tilfinningum hennar og myndi ekki koma aftur. En ég gerði það ekki. Ég sagði við sjálfan mig: Pazienza. Vertu þolinmóður. Hún elskar hann og er hon- um trú, en ástin getur ekki lifað á voninni einni. Þegar vonin deyr mun ástin slokkna. Og þá færð þú tækifærið. Faðir minn dó, Gaspare bróðir minn var giftur Peppínu sinni, og María Alta giftist verkfræðingi sem bjó niðri við höfnina. Ég vann sem næturvörður á hóteli í Napoli og var nú búinn að borga mestallt bátsverðið, en ég átti eftir að vinna fyrir netum og öðrum veiðarfærum. Daginn fyrir La festa dell’uva, vínuppskeruhátíðina, fór ég til Capri og talaði alvarlega við Maríu. „Mia picco!a“, sagði ég, þú verður nú að fara að horfast í augu við staðreyndirnar. Það er greinilegt að Ameríkaninn þinn kemur ekki aftur. Annað hvort er hann dáinn eða ber ekki lengur sömu tilfinningar í brjósti til þín. Ég veit, að ég er ljótur og ómenntaður, en ég er að minnsta kosti maður sem ekki svíkur aðra. Ég elskaði þig þegar ég var ungur piltur, og ég mun elska þig til dauðadags. Eftir sex mánuði fæ ég bátinn minn, og þannig get ég hæglega unnið fyrir okkur báð- um. Ég bið ekki um ást þína, því að slíkt verður að koma af sjálfu sér. En ég bið þig auðmjúklega að veita mér þá gleði að mega verma þig og elska“. Hún horfði á mig, litla dúfan mín sorgmædda, og augu henn- ar fylltust tárum. „Ég er þér ekki samboðin, Nino“, sagði hún. „Ég er þér ekki samboðin“. „Leyfðu mér að dæma um það“, sagði ég. „Er þetta þá um- samið?“ „Já, það er umsamið“, svaraði hún. „Eftir sex mánuði bíð ég ekki lengur. Þá giftist ég þér, og ég skal vera þér eins góð og ég get. Það sver ég Nino“. Þegar ég fór frá henni fann ég ekkert til í slæma fótleggn- um. Það var eins og ég svifi á skýi í paradís. Veturinn leið, og brátt kom að því, að ég hætti að vinna á hótelinu og sækti nýja bátinn minn til að sigla honum yfir flóann til Capri. María Alta hafði fundið lítið hús handa okkur niðri við sjóinn, og María Piccola var búin að sauma gardínur fyrir alla gluggana. Hún var orðin miklu kátari og ljómaði hvert sinn sem hún sá mig. Þegar ég sigldi bátnum til Capri í fyrsta skipti fór gufu- báturinn framhjá mér fullur af ferðamönnum. Capitano Man- fredi stóð við handriðið, og við hlið hans var Don Angelo, presturinn sem ætlaði að gefa okkur Maríu saman. „Complimenti! hrópaði kafteinninn. „Una bellissima barca — stórfallegur bátur. Hvað á hann að heita? María?“ Auðvitað vissu þeir hvað til stóð hjá mér. Það er ómögulegt að eiga leyndarmál á Capri. „Naturalmente!“ kallaði ég á móti. „Er ég boðinn í brúðkaupið?“ spurði hann. „Allir á Capri eru boðnir. Eftir viku“. „Bene! Ciao, Nino“. Við veifuðum brosandi hvor til annars. Litlu síðar lagði ég bátnum að bryggjunni og ætlaði að fara að mála MARÍA á Framh. á bls. 34. LEIKUR AFTUR TTUN var ómáluð, og kastaníubrúnt hárið var greitt frá andlitinu og vafið í hnút 1 hnakkanum. En Jean Simmons ekki glatað yndisleika sínum með aldrinum. Unga stúlkan sem fór frá London árið 1950 til að setjast að í Hollywood er nú orðin þroskuð kona, og reynsla undanfarinna ára hefur gætt yfirbragð hennar nýrri fegurð. „Hvers sakna ég mest frá Englandi?" Hún hló. „Þoku og rigningar, árstíðanna fjögurra, ljúfa sveitalandslags- ins, já, jafnvel matarins." Jean nýtur lífsins núna. Hún er hamingjusöm með seinna eiginmanni sínum, kvikmyndastjóranum Richard Brooks (sjá mynd) og dæturnar tvær, Tracy (dóttir fyrra manns hennar, leikarans Stewarts Granger) og Kate fullkomna gleði hennar. „Richard heimtaði að ég færi aftur að leika. Sjálf var ég hin ánægðasta að sitja heima og sjá um húsverk og matartilbúning, en Richard sagði, að ég væri löt og eftirlát við sjálfa mig. Og hann vildi ekki, að ég sóaði tíma og kröftum sem húsmóðir í staðinn fyrir að leika í góðum kvikmyndum." Framh. á bls. 35. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.