Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 30
PARKET GÓLFFLÍSAR PARKET GÓLFDÚKUR -Glæsilegir litir- DÖNSKU IMAK GÚMÍHANSKARNIR RYÐJA SÉR BRAUT. ÞEIR. SEM HAFA NDTAÐ IMAK VILJA EKKI ANNAÐ. - IMAK ÁVALLT MJÚKIR DG LIPRIR. LÉTTA STDRFIN. ÞAD BDRGAR SIG AÐ KAUPA IMAK FÆST í 6 MI5MUNANDI GERÐUM. Heilverzlun AINIDRÉSAR GUÐIMASOIMAR HVERFISGÖTU 72 SÍMAR ZD54D. 1623D. • Mahalia Jackson Framh. af bls. 7. Arið 1954 námu nettótekjui hennar 50.000 dölum. Hún hafði sinn eigin útvarpsþátt á hverjum sunnudegi og sjón varpsþátt í einni Chicagostöð. Árið eftir fór hún til Newport til að syngja útdrátt úr söng- verki Duke Ellington „Black, Brown and Beige,“ með hljóm- sveit Duke Ellingtons en aðeins vegna þess að útdrátturinn var trúarlegs eðlis. 1959 söng hún fyrir Eisen- hower í Washington á afmselis- degi hans. Árið 1961 ferðaðist hún til Evrópu og Landsins Helga. Kaflar úr dagbókinni, sem hún hélt á leiðinni sýna hve miklum vinsældum hún átti að fagna á því ferðalagi. í Tel-Aviv skrifaði hún: „Þeir viðurkenna ef til vill ekki frelsara minn, en þeir viðurkenna þó að minnsta kosti söngva mína um hann.‘ Eftir hljómleika hennar í Berliner Sportspalats kom. framkvæmdastjóri hljómleik- anna með eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Síðasta skiptið sem ég varð vitni að slíkum fagnaðar- látum, var árið 1938 þegar Hitler stóð nákvæmlega á þess- um sama stað og hvatti til hernaðaraðgerða." í dag getur hún virt fyrir sér frægðarferil, sem komizt hefur í snertingu við flestar listgrein- ar innan skemmtanalífsins. Hún lék í Hollywood kvik- myndinni „St. Louis Blues““ og hefur komið fram í ótal sjónvarpsþáttum. Fimm mín- útna þættir hennar — þar sem hún syngur aðeins eftir minni — er endurvarpað um mörg s j ónvarpssvæði. Mahalia er óþreytandi. Þegar bún er ekki að syngja fyrir greiðslu, taka á móti heiðurs- skjölum, syngja í fangelsum, á sjúkrahúsum eða fyrir stjórnar- meðlimL leitar hún uppi litlar, afskekiahr kirkjur. — í þessar litlu kirkjur sæki ég endur- nýjaðan styrk og þrótt, segir hún. — Ef ég fengi ekki að koma inn í þær öðru hvoru, myndi ég gefast upp. Hún hefur gefið fé til ótal góðgerðahreyfinga. Hún hefur stofnað Mahalia Jackson sjóð til styrktar guðfræðistúdent- um við Roosevelt háskólann i Chicago. Hún er með ráðagerð- ir um að byggja evangeliskt musteri í Chicago. Hún segir: — Guð tók mig að sér og ég var ekki neitt, en hann byggði mig upp. Ef Guð getur komið mér svona langt — tekið mig burt frá þvottabölunum og skúringaföt- unum — þá getur hann gert nákvæmlega það sama fyrir aðra. Hún telur þetta vera skyldu sína. — Ég held að ég eigi köllun — að syngja fyrir fólk. Þegar ég geri eitthvað fyrir aðra, þá líður mér vel. Ekkert — hvort sem um er að ræða skort á umburðarlyndi í suðri eða óþægilega atburði í norðri — getur aftrað henni frá að syngja Negro spirituals söngva sína. Þegar hún flutti inn í húsið, sem hún á nú í hverfi, sem eingöngu var byggt hvítum mönnum, varð uppi fótur og fit. Það rigndi yfir hana grjóti og ókvæðisorðum og það endaði með því, að hvíta fólkið flutti burt. — Sömu fuglarnir búa enn í trjánum. Þeim datt ekki í hug að flytja þótt við kæmum hingað, var það eina, sem Mahalia sagði við þessu öllu. Þegar hún ræddi þetta mál fyrir skömmu, sagði hún: — Mér finnst það stórbokkaskap- ur, að hvítir menn og negrar skuli ekki geta búið saman. Það er ákaflega særandi. Einu sinni, þegar ég vann hjá hvítri konu, eftirlét hún mér barn sitt og þetta barn varð eins og hluti af mér. Það verður aS fara að stinga á þessari mein- semd. Hvíta fólkið mun brátt átta sig svo mikið að það segir sem svo: „Við verðum að binda endi á þetta. Heimurinn gef- ur okkur gætur.“ Og það eru ekki allir negrar sem óska eftir samneyti við hina hvítu. Negr- inn vill fá að ganga í skóla; hann vill gjarnan finna, að hann sé maður — sú tilfinning hefur komizt inn hjá honum, að hann sé strákhvolpur með niðurlútt höfuð og þessa tilfinn- ingu hefur hann haft svo lengi, að það getur tekið hann fimm- tíu eða hundrað ár að rétta við aftur. Á síðustu árum hefur Mah- alia helgað dr. Martin Luther King starfskrafta sína í æ ríkara mæli. Hún syngur enn á hljómleikum og í kirkjum en upp á síðkastið hefur hún eytt meiri og meiri tíma í stuðning við prédikara þá, sem eru leið- togar „Freedom Now“ hreyf- ingarinnar. Hún söng i kröfu- göngu negranna í ágúst 1963. Hún hefur boðist til að syngja fyrir samtök negranna. í Con- necticut og Californíu. f Pitts- burgh hlýddu 19000 af áhang- 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.