Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 35
hamingjuvonir af ómri vesælli eigingirni? Nei, það skyldi aldrei verða! Ég elskaði Maríu, og hamingja hennar var mér dýrmætari en allt annað í ver- öldinni. Og þannig varð úr, að ég hleypti engu skoti úr byssunni þegar dyrnar opnuðust og Am- eríkaninn kom út. Ég.sparkaði henni burt með viðbjóði og var í þann veginn að fela mig milli trjánna, en það var of seint. Hann var jafnglæsilegur í hvít- um jakkafötum og hann hafði verið í einkennisbúningi sínum á myndinni. Hann hikaði örlítið, síðan rétti hann mér höndina. Ég hik- aði líka, en tók svo í hana, og þarna stóðum við og héldumst í hendur, erkióvinurinn og ég. Hann sagði á bjagaðri ítölsku: „Þér eruð Fortunino. Ég þekki yður af lýsingu Maríu. Má ég óska yður til hamingju? Þér eruð gæfusamur maður, og ég vona, að þér gerið hana jafn- hamingjusama og hún yður“. Hann fór, og ég stóð eftir magnþrota og ringlaður. Það liðu nokkur augnablik áður en ég skildi innihald orða hans. Og . . . caro signore, hvernig á ég að lýsa þeirri kennd sem þá greip mig? Það var eins og dökku tjaldi væri svipt til hlið- ar og sólin skini aftur í allri sinni dýrð. Ég kiknaði í hnjá- liðunum og hneig niður í hlýja moldina. Og meðan ég lá þar varð ég fyrir einkennilegri reynslu. Að eyrum mínum barst vængjaþytur úr öllum áttum, og það var eins og sál mín lyftist upp og svifi á þessu vængjablaki upp í bláa hvelf- ingu himinsins og drykki í sig hina undursamlegu morgunfeg- urð. Ég var sem nýr maður, lífið var dýrlegt, og gleðin fyllti hjarta mitt þangað til mér fannst það myndi bresta. Strax og kraftar mínir leyfðu reis ég upp og slagaði eins og drukkinn maður inn til Maríu. Ég sá, að myndin var horfin af hillunni, og ég sagði: „Mia pic- cina, ég skil þetta ekki. Hvers vegna léztu hann fara?“ Hún svaraði: „Það skal ég segja þér. Ástæðan var sú, að þegar ég sá hann aftur eftir all- an þennan tíma gerði ég mér ljóst, að ég elskaði hann ekki. Ég var ástfangin af honum en það var aðeins augnablikshrifn- ing, ekki raunveruleg ást. Hann sagði mér, að hann hefði ekki getað komið fyrr til Evrópu, vegna þess að hann hefði verið svo önnum kafinn. Það getur verið, að hann hafi ekki skilið hversu löng þessi ór voru fyrir mig meðan ég beið hans. Hann er ekki vondur maður, en hann skilur ekki hjarta konunnar, og mig langar ekki að eignast eig- inmann eins og hann. Ég hef heldur engan áhuga á að flytj- ast til Bandaríkjanna“. „Það var stolt þitt, piccola mia, sem þú lézt ráða. En stolt- ið er ekki góður leiðsögumað- ur“. „Nei, það var ekki af stolti“, sagði hún, „heldur hugarfars- breytingu". Hún horfði á mig með dökku einlægu augunum sínum og sagði blíðlega: „Það er þú, Nino, sem ég elska. Það tók mig langan tíma að gera mér grein fyrir því, en nú veit ég það með vissu. Komdu, ást- in mín, tesoro mio, ti amo tanto tanto“. Hún breiddi út faðminn, og ég hljóp til hennar, og við föðm- uðumst og hlógum og grétum í sömu andrá. Skiljið þér nú, signore, hvers vegna báturinn minn heitir Vængir morgunsins? ® Jean Simmons Framh. af bls. 21. Hún lék í ELMER GANTRY árið 1960 undir hans stjórn. „Ég var dauðhrædd við hann,“ játaði hún. „Hann var svo kröfuharður. En sá fljótt, að það var kímniglampi í aug- unum bak við alla alvöruna, og þá réði hræðslan.“ Þau giftu sig rétt eftir að töku myndarinnar var lokið. „Ég er kvíðin að byrja að leika, en Richard hughreysti mig. Hann ségir, að máður eigi ekki að óttast erfiðleika og ósigra, heldur taka á sig áhættu og kærir sig kollóttan þótt ekki gangi allt að óskum. „Einu sinni hugsaði ég mest um að fá hlutverk sem gerðu mig að meiri stjörnu. Nú finnst mér aðalatriðið, að hlutverkin séu góð. Það skiptir ekki máli hvort þau eru stór eða lítil. Ég vil heldur vera góð leikkona en fræg stjarna ef það tvennt getur ekki farið saman." • Dauðeits dal Framh. af bls. 24. Margir hafa orðið til að segja mér að ég megi ekki saka sjálfan mig um dauða Bea'zley. Ég varð að fram- KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR kvæma þá skyldu, sem mér var lögð á herðar og hefði ég neitað, myndi mér hafa verið sparkað og einhver annar hefði hengt hann hann. Það er enginn hægðarleikur að hlaupa frá minningunum. Það er erfitt að skýra frá því, hvernig mér leið. Ég var rúm- lega 25 ára þegar þetta gerðist og fremur viðkvæmur. í ofaná- lag átti ég föður, sem var trú- boði. Ég hafði enga eirð í mér og þegar ég frétti í janúar 1939 af negra, sem beið hegningar i Lagos, fann ég hjá mér hvöt til að heimsækja hann, tala við hann, reyna að veita honum hjálp síðustu klukkustundirn- ar. Ég veit ekki hvers vegna ég hugsaði þannig. Ef til vill hef ég haldið, að hjálp við þennan mann myndi verða mér sjálfum til hjálpar um leið. Ég fór til Lagos og fann þar mann gjörsneyddan öllum mannlegum tilfinningum. Hann hafði drepið heila fimm manna fjölskyldu með köldu blóði og þegar hann var dæmdur til dauða, glotti hann við dómar- anum og sagði: — Þér getið ekki kennt mér neitt, gamli minn. Það getur enginn kennt mér neitt. Ég hitti hann í klefa hans og talaði við hann í hálftíma til einskis. Þegar ég var í þann veginn að fara, sagði hann: — Hvíti maður, þú ert sá, sem hengdir hvíta manninn, sem ekki hafði gert neitt af sér. Mér líkar vel við þig. Þú ert eins og ég. Kaldur eins og fisk- ur. Ég gekk aftur inn í klefann og reyndi að tala við hann um lífið og dauðann. Ég sá hann ekki aftur fyrr en fimm dög- um seinna. Þá kom bréf t:l skrifstofu minnar. Fangelsis- stjórinn vildi fá að finna mig strax. — Fanginn Kabala vill hafa tal af yður Beaumont, sagði fangelsisstjórinn. — Hann ætl- ar að spyrja yður um eitthvað. Ég fór inn í klefa hans og þá voru aðeins tíu mínútur FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.