Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 34
— Ef þú lifir af lifrarsjúk- dóminn, berklana og lungna- krabbann þá dugar að minnsta kosti hjartað í þér í hálfa öld. Jafnvel þau fáu augnablik, sem enn voru eftir voru þrung- in óbærilegri spennu, vegna þess að þeir vissu ekki hvað ótímabær fundur miðans gæti haft í för með sér. Þeir tóku báðir eftir því að það dimmdi í klefanum og hitnaði og Kars- well var orðinn órólegur og spenntur, og hann dró fata- hrúguna nær sér í sætinu en ýtti henni síðan frá sér aftur, eins og hún færi í taugarnar á honum og að hann sat stjarf- ur í sætinu og virti þá fyrir sér með athygli. Þeir þóttust vera uppteknir við að taka saman farangur sinn, en þeim fannst báðum eins og Karswell væri í þann veginn að ávarpa þá, þegar lestin nam staðar á brautarstöðinni í Dover. Og það var ekki nema eðlilegt að þeir héldu sig frammi á gang- inum þennan stutta spotta frá stöðinni niður að ferjubryggj- unni. Þeir fóru út við bryggjuna og svo fátt var með lestinni, að þeim var nauðugur einn kostur að bíða á pallinum þangað til Karswell var farinn framhjá þeim með burðar- manni sínum niður að bátnum. Þá fyrst var þeim óhætt að takast í hendur og óska hvor öðrum til hamingju. Þetta hafði þau áhrif á Dunning, að það var næstum liðið yfir hann. flarrington lét hann halla sér upp að vegg, en gekk sjálfur nokkur skref áfram í áttina að bátnum, en þangað var Karswell nú kominn. Vörð- urinn við landganginn skoðaði farmiðann hans og hann fór niður í bátinn, hlaðinn fötum. Skyndilega kallaði vörðurinn á eftir honum: — Þér þarna herra minn! Sýndi hinn herramaðurinn einnig sinn farmiða? Vonzkuleg rödd Karswells hljómaði neðan frá þilfarinu: — Hvern fjandann eigið þér við með hinum herramannin- um? Maðurinn beygði sig fram og leit niður. — Fjandinn? Ja, það er ég svei mér ekki viss um, heyrði Harrington að hann muldraði við sjálfan sig og síðan kall- aði hann upphátt: — Mér hafa orðið á mistök herra. Það hljóta að hafa verið fötin yðar. Ég biðst afsökunar. Síðan sneri hann sér að undirmanni sínum, sem stóð rétt hjá og sagði: — Var hann með hund með sér, eða hvað? Þetta er skrýtið. Ég gæti svarið að hann var ekki einn. Nú jæja, hvað um það. Þeir verða að sjá um það um borð, þeir eru komnir frá. Eftir viku fara helgargestirnir að koma. Þegar fimm mínútur voru liðnar var ekkert nema ferju- Ijósin sem fjarlægðust, ljósin á hafnargarðinum í Dover, næt- urkulið og tunglið. Þeir sátu langa lengi í Lord Warden gistihúsinu og þó að þyngstu byrðinni væri af þeim létt, voru þeir þrúgaðir af efa. Hafði það verið rétt af þeim að senda manninn út í opinn dauðann, eins og þeir álitu að þeir hefðu gert? Ættu þeir að minnsta kosti ekki að vara hann við? — Nei, sagði Harrington. — Ef hann er sá kaldrifjað- aði morðingi, sem ég held að hann sé, höfum við ekki gert annað en það, sem rétt er. Og þó, þegar maður hugsar sig betur um... En hvernig og hvar ætlarðu að ná samband við hann til að vara hann við. — Hann var ekki bókaður nema til Abbeyville, sagði Dunning. — Ég sá það og ef ég sendi símskeyti til gistihúsanna þar svohljóðandi: „Rannsakið far- miðaveskið yðar. Dunning“ myndi mér líða betur. í dag er sá 21. Hann á einn dag til stefnu, en ég er hræddur um að við séum búnir að missa sjónir af honum. Þeir skildu símskeytin eftir á skrifstofu hótelsins. Ekki er ljóst hvort þau náðu ákvörðunarstað, eða ef svo var, hvort þau skildust. Allt sem vitað er er það, að eftir há- degi þann 23. var enskur ferða- maður að skoða forhliðina á St. Wulframs dómkirkjunni, sem verið var að endurbæta. Hann fékk múrstein í höfuðið og lézt þegar í stað. Steinninn féll af vinnupalli, sem var komið fyrir umhverfis norð- vestur turninn og það sannað- ist svo ekki varð um villst, að þar hafði enginn maður verið við vinnu. Skjöl, sem fundust á ferðamanninum leiddu í ljós að hann hét hr. Karswell. Einu atriði enn mætti bæta hér við. Á uppboði, sem haldið var á eigum Karswells, keypti Harrington útgáfu af Bewick. Síðuna með ferðamanninum og demóninum vantaði í bókina, eins og hann hafði búist við og einnig, eftir að nokkur tími var liðinn, sagði Harrington Dunning nokkuð af því sem hann hafði heyrt bróður sinn segja upp úr svefninum, en það leið ekki á löngu áður en Dunning bað hann að hætta. ENDIR. • Samvizkan Framh. af bls. 18. styrkur hennar meðal annars fólginn. Kirkjuþingið var ein- mitt til þess haldið að skilja kjarnann frá hisminu og losna við óþarfa umbúðir frá liðnum öldum. Ég er sannfærður um, að kirkjan heldur velli eins og hún hefur ætíð haldið velli, og ég held, að áhrif hennar muni fara vaxandi en ekki þverrandi í heimi framtíðarinnar. Nú hafa skapazt ýmis ný viðhorf, en víðtækasta og virkasta grundvallaratriðið á leið til sameiningar er og verður. bróð- urkærleiki sem útilokar hroka og fals og styðst við trú á góðan guð og hjálp hans til að skapa sannan kristilegan frið hér á jörðu.“ ★ ★ • Vængir Framh. af bls. 21. kinnunginn þegar María Alta kom hlaupandi. „E tornato l’americano!“ sagði hún andstutt. „Amerík- aninn er kominn aftur“. AÐ var eins og sólin hyrfi skyndilega bak við ský og heimurinn yrði dimmur og kald- ur. Ég skildi það ekki strax. Ég starði á Maríu Öltu eins og ég væri orðinn mállaus. Ég á erfitt með að muna hvað gerðist næst. Ég var kominn inn í litla húsið sem við höfð- um tekið á leigu, en ég man ekki hvernig ég komst þangað. Ég man heldur ekki hvenær ég náði í skammbyssuna. Það var ensk byssa með þremur kúlum í, og ég hafði fundið hana í vopnabúri sem loftárás hafði að mestu eyðilagt. Ég horfði á krepptan hnefa minn og þarna var hún — ekki bara dauður hlutur úr málmi, heldur lifandl vera sem talaði við mig og sagði: „Ég er vinur þinn, sá eini sem getur hjálpað þér. Án minnar aðstoðar verður ekkert brúðkaup hjá þér, engin veizla, engin María Piccola, ekkert hamingjulíf saman. Coraggio! Treystu mér! Þú þarft ekkert að gera nema miða vel ogþrýsta á gikkinn, og þá er þér borgið". Áfallið sem ég hafði orðið fyrir, örvilnun mín og hin svarta, beiska afbrýðisemigerði mig þvínær óðan. Ég faldi vopn- ið undir treyjunniminnioggekk yfir vínakrana að húsi Maríu Piccolu, læddist bak við sítrónu- tréð nokkur skref frá hurðinni og beið þess, að maðurinn kæmi út. Ég heyrði kliðinn af röddum þeirra fyrir innan, en öðru hverju urðu stuttar þagn- ir. Þá hugsaði ég: Nú er hún í faðmi hans. Hann kyssir hana á hárið og mjúku indælu var- irnar. Brátt tekur hann hana frá mér, burt frá Capri, og hún kemur aldrei aftur. Hann veit ekki, heimskinginn sá arna, að ekkert af þessu mun hann geta gert, því að eftir nokkur augnablik liggur hann dauður. Lengi beið ég, og smám sam- an fór æðið að renna af mér. Ég fór aftur að geta hugsað skýrt, og nú fylltist ég skelf- ingu við tilhugsunina um áform mitt. Jæja, var þá ekki ást mín til Maríu heitari en svo, að ég ætlaði að ræna hana mannin- um sem hún elskaði? Ætlaði ég að eyðileggja allar hennar — Þekkirðu ekki þá undar- legu tilfinningu að finnast þú hafa gleymt einhverju. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.