Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 12
Jj»INMANALEGU kvöldi var þar með afstýrt, raunar á ■* kostnað áhyggna og óþæginda. Hr. Dunning leið vel eftir ástæðum hjá lækninum, sem var nýseztur að í hverfinu og fór til síns einmanalega heima um hálftólf leytið. Nóttin, sem nú fór í hönd, er ekki ein af þeim, sem hr. Dunning hugsar til með ánægju. Hann var kominn í rúmið og búinn að slökkva ljósin. Hann var að velta því fyrir sér hvort hús- hjálpin kæmi nógu snemma til að hita handa honum vatn í tæka tíð morguninn eftir, þegar hann heyrði greinilega að dyrnar að vinnuherbergi hans opnuðust. Ekkert fótatak heyrð- ist í ganginum, en hann vissi að þetta gat ekki verið eðlilegt, því að hann mundi greinilega að hann hafði lokað dyrunum á eftir sér, þegar hann var búinn að ganga frá skjölum sínum á skrifborðinu. Það var fremur skömmusta, en hugrekki sem kom honum til að fara fram úr rúminu og fram á stiga- pallinn, þar sem hann beygði sig fram yfir stigahandriðið á náttfötunum einum saman og hlustaði. Ekkert ljós var sýni- legt, ekkert hljóð heyrðist aftur. Hann fann aðeins straum af vörmu, eða jafnvel heitu lofti leika sem allra snöggvast um vanga sína. Hann sneri við og ákvað að læsa að sér herberginu. En hann varð samt fyrir fleiri óþægindum. Annað hvort hafði úthverfisrafstöðin komist að þeirri niðurstöðu að ljósa væri ekki þörf á þessum tíma sólarhringsins og lokað fyrir strauminn í sparnaðarskyni, eða þá að mælirinn í húsinu var bilaður. Hvort heldur var. var afleiðingin sú sama. Það var rafmagnslaust. Það var augljóst að hann varð að finna eldspýtu og einnig varð hann að gá á úrið sitt. Það var eins gott að vita hvað hann ætti margar óþægindastundir í vænd- um og hann ætlaði að stinga hendinni í hornið undir koddan- um. En hún komst aldrei svo langt. Það sem hann snerti var, eftir því sem hann komst næst, var munnur með tönn- um og hári í kring. Hann fullyrðir að það hafi ekki verið mennskur munnur. Ég geri ekki ráð fyrir að það sé til neins að reyna að geta sér til um hvað hann sagði eða gerði, en hann var kominn inn í næsta herbergi, búinn að læsa dyrun- 12 ÉÁLKINN um og með eyrun við hurðina, þegar hann komst til fullkom- innar meðvitundar á ný. Og þarna var hann þar sem eftir lifði þessarar eymdarnætur og bjóst við að fitlað yrði við dyrnar á hverju andartaki, en ekkert gerðist. Að komast aftur til herbergis síns um morguninn, kostaði margar hleranir og mikinn hroll. Til allrar hamingju stóðu dyrnar opnar og gluggatjöldin voru dregin frá. því að þjón- ustukonur hans höfðu yfirgefið húsið áður en tími var kominn til að draga þær fyrir. Það voru, í stuttu máli sagt, engin merki um gestakomu. Úrið var einnig á sínum venjulega stað og það hafði ekki verið hróflað við neinu, nema hvað hurðin v á klæðaskápnum hafði opnast, eins og hún var vön að gera. Nú gaf hringing við bakdyrnar til kynna að húshjálpin sem beðið hafði verið um kvöldið áður, væri komin og eftir komu hennar herti Dunning sig upp í að rannsaka gaumgæfilega , alla íbúðina, en sú rannsókn leiddi ekki til frekari vitneskju. Dagurinn, sem hófst á þennan hátt, dragnaðist þunglama- lega áfram. Hann þorði ekki að fara á safnið, þrátt fyrir að aðstoðarmaðurinn hefði sagt að ólíklegt væri að Karswell léti sjá sig þar og Dunning hafði á tilfinningunni að hann væri ekki fær um að standa uppi í hárinu á ókunnum mabni, sem væri honum ef til vill óvinveittur. Hann þoldi ekki við heima hjá sér og vildi ekki gera lækninum átroðning. Hann heimsótti hjúkrunarheimilið og fékk þar uppörvandi fréttir af líðan ráðskonu sinnar og þjónustu. Um hádegisverðarlevtið fór hann í klúbbinn og það varð honum nokkur huggun að hitta þar fyrir ritara Samtakanna. Undir borðum sagði Dunn- ing vini sínum undan og ofan af um vandræði sín, en gat ekki fengið sig til að létta af sér, sem þyngst hvíldi á honum. — Vesalings vinur minn, sagði ritarinn. > — Hvílík uppákoma! Sjáðu nú til. Við erum algerlega ein heima. Þú verður að flytja til okkar. Svona, engar afsakanir. Láttu senda það nauðsynlegasta yfir til okkar í kvöld. Dunning gat ekki hafnað þessu boði Eftir því sem á dag- inn leið varð hann í sannleika sagt æ áhyggjufyllri yfir þvi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.