Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 33
hreyfði Karswell sig ekki frá Lufford. Loks, tæpri viku áður en sá dagur rynni upp, sem hann var nú farinn að líta á sem sitt skapdægur, kom símskeyti: „FER FRÁ VIKTORIA MEÐ JÁRNBRAUTARFERJU FIMMTUDAG. VERTU VIÐ- BÚINN ÉG KEM TIL ÞÍN í KVÖLD HARRINGTON.“ Harrington kom á tilsettum tíma og þeir lögðu á ráðin. Lestin fór frá Victoriastöðinni klukkan níu og síðasti við- komustaðurinn áður en komið var til Dover var Croydon West. Harrington ætlaði að hafa auga með Karswell á stöðinni og fylgjast með Dunn- ing á Croydon West, kalla til hans ef nauðsyn krefði, en nota þá dulnefni, sem þeir kæmu sér saman um. Dunning átti að vera eins vel dulbúinn og kost- ur var á og án þess að hafa nokkuð það með sér, sem hægt væri að þekkja hann á og um fram allt mátti hann ekki gleyma pappírsmiðanum. Ég þarf ekki að reyna að lýsa eftirvæntingu Dunnings, þar sem hann beið á stöðinni í Croydon. Tilfinning hans fyr- ir hættunni hafði aðeins aukist við það undanfarna daga, að það var eins og þokunni um- hverfis hann hefði verið að létta. Léttirinn var ekki annað en hættumerki og ef Karswell kæmist undan honum núna, var öll von úti. Og til þess voru vissulega margar leiðir. Orðrómurinn um ferðalagið gat eins verið gildra og þessar tuttugu mínútur, sem hann eyddi í að ganga um gólf á brautarpallinum og láta spurn- ingunum rigna yfir hvern ein- asta burðarmann um ferjulest- ina, voru ekki hinar léttbær- ustu í lífi hans. Samt kom lest- in og Harrington var úti í glugga. Auðvitað var mikil- vægt að þeir þekktust ekki, svo að Dunning fór inn í fjarsta enda gangsins og þokaði sér smám saman í áttina að klefan- um þar sem Harrington og Karswell voru fyrir. Hann gladdist þegar hann komst að raun um að lestin var langt frá því að vera full. Karswell var var um sig, en sýndi þess engin merki að hann þekkti Dunning aftur. Dunning settist ekki beint á móti honum og reyndi, hikandi í fyrstu, en siðan með meiri festu að ráða við sig, á hvern hátt hinum bráðu skiptum yrði haganlegast komið í kring. Beint á móti Karswell og við hliðina á Dunning, lágu yfir- hafnir hins fyrrnefnda í hrúgu á sætinu. Það myndi ekki vera til neins að læða miðanum í einhverja þeirra, hélt hann. Hann myndi ekki vera örugg- ur, eða finnast hann vera það, nema hann byði hinum miðann á einhvern hátt og hinn þæði hann. Þarna var opin hand- taska með skjölum í. Gæti hann kannski falið hana, þann- ig að Karswell yfirgæfi lestina án hennar og síðan „fundið" hana og látið hann hafa? Þetta var augljósasta leiðin. Ef hann gæti nú aðeins látið Harring- ton vita, en það var ómögu- legt. Mínúturnar drögnuðust áfram. Oftar en einu sinni stóð Karswell upp og fór fram á ganginn. í annað skiptið var Dunning kominn á fremsta hlunn með að reyna að láta töskuna detta á gólfið, en mætti þá augnaráði Harringtons og las í því viðvörun. Karswell fylgdist með þeim framan af ganginum, kannski til að sjá hvort þeir þekktust. Hann kom aftur, en var greinilega óróleg- ur, en þegar hann reis upp í þriðja skiptið, vaknaði veik von, því að eitthvað rann ofan af bekknum og á gólfið án þess að nokkurt hljóð heyrðist. Karswell fór enn einu sinni út og fram eftir ganginum, þann- ig að hann var ekki í sjónmáli við gluggann á klefanum. Dunning tók upp það sem hafði fallið á gólfið og sá að það var farmiðaveski með mið- um í. Þessi veski eru með hólf- um utan á og innan fárra sek- úndna var pappírsmiðinn, sem við höfum heyrt svo mikið um, kominn í hólfið. Til þess að ekkert færi í handaskol tók Harrington sér stöðu við glugg- ann og fitlaði við tjaldið. Það var búið og gert í tæka tíð, því nú fór lestin að hægja á sér. Hún var að koma til Dover. Augnabliki síðar var Kars- well kominn inn í klefann aftur. Dunning veit ekki hvern- ig honum tókst að hafa hemil á skjálftanum í rödd sinni, er hann rétti fram farmiðaveskið og sagði: — Leyfið mér að fá yður þetta. Ég held að það sé yðar eign. Eftir að hafa aðeins litið á miðann innan í, muldraði Karswell það sem þeir báðir höfðu vonað: — Já, það er það. Ég er yður mjög þakklátur herra minn. Siðan stakk hann veskinu í brjóstvasa sinn. SEDRUS mi. etutjltjsir; Einsmannssvefnsófi. stœrð 145 cm lengist upp í 185 cm með púðunum, sœngurfata- geymsla undir. stólai fást 5 stíl viS sófann. SEDRIJS sf. húsgagnaverzlun Hverfisgötu 50 — Simi 18830 Winther þrílijól - fást í Þrem stærðum □ RNINN SPÍTALASTÍG B SÍMI 14661 PDS 1 HÚLF 671.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.