Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 23
. . - V' HOVARD BEALfVIOIMT i. ■■ - s að á nn mska leyfir ínar rðast: ANN var einkennilegur, lítill maður, varla meir en 1,60 m á hæð og vóg um 50 kíló. Hann var 33 ára, hárið farið að þynnast, hann hafði djúpstæð, blá augu, og leit sífellt út eins og hann hefði grátið. Á efrivör hans óx hýjungur, sem hann kallaði yfirskegg. Ég sá hann í fyrsta skipti í fangelsinu í Vestur-Nígeríu, þar sem ég var yngsti liðsforingi. Það var í október _____________ 1938. Hálfur kviðdómur hafði nýverið dæmt hann til dauða og hann átti nú að bíða lífláts síns í þrjár vikur. Þegar mér var falið að halda vörð um hann, vissi ég ekki, að það myndi koma í minn hlut. að leiða hann í dauðann. Hann var enskur. Sögur hermdu að hann væri af góðum ættum en hefði verið sparkað út af heimilinu, og sendur til Gullstrandarinnar með fyrirmæli um, að halda sig þar. Hann hafði orðið yfir sig ástfanginn af nígerískri konu og vildi kvænast henni. Einhver kunnugur hafði gert fjöl- skyldunni í Englandi aðvart og litla manninum hættu að berast mánaðarpeningarnir að heiman. Ef hann vildi fá pen- inga, yrði hann tafarlaust að rjúfa sambandið við þessa óverð- ugu konu. Svo var það í ágústmánuði 1938, að konan hvarf sporlaust. Það var lýst eftir henni og leitað í tvær vikur og að lokum fannst hún. Hún varð ekki þekkt af öðru en armböndunum, sem hún hafði borið. Hún hafði verið skotin í höfuðið og af því var nóg eftir til þess að .38 hlaupvíddar kúlan yrði fundin. Og litli maður- inn', nafn hans var Beazley, átti marghleypu með .38 hlaup- vídd. Ég fylgdist ekki með réttarhöldunum, dagblöð og út- varp eru ekki á hverju strái í nýlendunum. Ég frétti af honum í fyrsta skipti, þegar ég fékk stuttorða skírslu frá aðalstöðvunum. Fram að þeim tíma hafði ég verið varðstjóri í fangelsi, sem enn hafði ekki hýst hættulegra fólk en negra, sem ákærðir voru fyrir drykkjulæti. Beazley var tekinn fastur sama daginn og konan fannst. Hann mótmælti og kvaðst vera saklaus, en gat ekki borið á móti því, að hann hefði verið hjá henni að morgni þess dags, sem hún sást síðast á lífi. Hann gat heldur ekki neitað því að hann ætti marghleypu með hlaupvídd .38. Úti í frumskóginum kæra menn sig kollótta um kúlupróf. í þessu heimshorni þóttu sannanirnar gegn honum fullnægj- andi. Tvö vitni höfðu séð hann með konunni, daginn sem hún hvarf og eftir fjögurra tíma réttarhöld var hann sekur fund- inn og dæmdur til lífláts. Þrem dögum síðar var áfrýjun hans synjað í skyndi af nýjum rétti og Beazley gat nú aðeins von- ast eftir náðun frá London, náðun, sem aldrei kom. Böðullinn í Lagos var á þeim tíma kolsvartur vesturafríku negri og þegar fresturinn var senn útrunninn, bað Beazley mig að koma til klefa síns. — Herra Beaumont. sagði hann hásum rómi, sem þó bar ekki minnsta vott um hræðslu, — ég drap ekki Söru. Það sver ég við Guðs nafn, að ég gerði það ekki, en þeir segjast verða að hengja mig. Mér er sama þótt ég deyi — lífið hér er hreinasta víti hvort eð er. En ég vil ekki láta bölvaðan negra hengja mig. Ég ætla að senda sérstaka beiðni til land- stjórans um, að ég megi verða hengdur af hvítum manni. Það var tekið til greina Yfirvöldin hugsuðu málið og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að það myndi verða þeim stórfelldur álitshnekkir að leyfa að negri hengdi hvítan mann. Þá stundina mundi ég ekki eftir því, að ég var eini hvíti liðsforineinn f öllu umdæminu. Hann átti að hengjast á föstudagsmorgun klukkan sjö, pegar sól væri þegar komin hátt á loft og aftakan átti að fara fram opinberlega. Nígeríumenn áttu að fá að sannfærast um, að lög hins mikla hvíta manns næðu jafnt til allra. Á miðviku- dagsmorgun kom yfirboðari minn. — Beaumont, þér hafið verið útnefndur til að stjórna af- tökunni á Beazley, sagði hann. — Ég> veit það, sagði ég. — Ég hafði gert ráð fyrir að svo myndi verða. Ég get ekki sagt að ég hlakki til þess. — Þér eigið ekki aðeins að stjórna henni, sagði yfirforing- inn. — Þér eigið að hengja hann. Það er skipun frá land- stjóranum. Hann rétti mér samanbrotið skjal og þegar ég fletti því í sundur, sá ég það þarna svart á hvítu. Áður en ég fengi nokkrum andmælum við komið, var hann farinn og ég sat einn eftir í skrifstofunni, aðeins tuttugu metra frá klefa Beazley, aleinn með hugsanir mínar. Gat ég neitað? Persónulega efaðist ég um sök Beazleys. Hefði ég verið dómari, myndi ég hafa krafist rannsóknar vopnasérfræðinga, ég hefði ekki dæmt mann til dauða eftir svo veigalitlum lík- um sem þeim, er fyrir hendi voru. En ég var enginn dómari, aðeins verkfæri laganna. Ég sendi hraðboð til Lagos í von um að komast undan þessu. en á fimmtudag kom boðberinn aftur með nýtt skjal. ,,í nafni hans hátignar konungsins er yður skipað að fram- fylgja dóminum yfir fanganum Arthur Grimwood Beazley, eins og lögin mæla fyrir.“ — Ég er feginn að það verðið þér sagði Beazley, þegar ég sat í klefa hans. Hann yar-sá rólegasti maður, sem ég hafði nokkru sinni fyrir hitt, algjörlega óhræddur og ósnort- inn af dauðanum, sem beið hans næsta morgun. Engin trú- boðsstöð var þarna í grenndinni og heldur enginn prestur, sem gæti verið hjá honum í fjóra tíma. Við spiluðum á spil. Þegar ég spurði hann, hvort ég ætti að lesa úr Biblíunni fyrir hann, brosti hann. - Ég hef heyrt presta segja, að maður eigi að halda frið við Guð sagði hann. — Hvernig á ég að fara að því, sem aldrei hef orðið ósáttur við hann? Nei, herra Beaumont, ef ég á einhverja bæn til Guðs, þá get ég beðið hana í hjarta mínu. — Hann heyrir hana jafnvel og þótt ég hefði hana yfir upp- hátt. Hafið engar áhyggjur. ég skal ekki valda yður vand- ræðum. BG SÁ Beazley aftur klukkan hálfsjö um morg- uninn. Fimmtíu hermenn stóðu vörð kringum frumstæðan gálgann, sem reistur hafði verið kvöldið áður. Þversláin var rammleg og niður úr henni hékk hampreipið. Það hafði verið sent frá Lagos og lykkjan var kunnáttusam- lega útbúin af svarta böðlinum. Fallhlerinn undir reipinu var þannig gerður. að hægt var að kippa honum aftur og þá myndi fanginn hanga í snörunni nærri tvo metra frá jörðu. — Góðan dag, herra Beaumont, sagði Beazley brosandi, þegar ég kom inn í klefanu — Þetta verður fallegur dagur. Það leit út fyrir það. Mc"»’vr>inn var fagur. Tær og heitur með fuglasöng í trjánum og skógarilm. Milli frumskógarins og 23 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.