Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 17
Biskuparnir iá meiri völd „Voru breytingar gerðar á starfstilhögun innan kirkjunnar?“ „Völd kúríunnar í Róm verða ekki þau sömu og hingað til. f henni eru of margir afturhaldssinnar sem myndu hindra nauðsynlegar umbætur. Páll páfi hefur sjálfur unnið í kúrí- unni um tuttugu ára skeið, en þótt margir meðlimir hennar séu gamlir vinir hans er hann ekki vinur skoðana þeirra. Hann ætlar að fá þeim önnur viðfangsefni að glíma við og nýta þannig starfskrafta hvers og eins á betri hátt. Hins veg- ar fá biskuparnir miklu meiri völd en áður og verða sjálf- stæðari Jhver_ í sínu umdæmi og óháðari Vatíkaninu. Það hefur ‘verið stofnað sérstakt biskuparáð sem fær sterka aðstöðu innan kirkjunnar, og biskuparnir vilja halda því til streitu, að það verði kallað saman með vissu millibili og ekki gert óvirkt með því að leita aldrei til þess.“ Öllum ber að auðsýna kœrleika og umburðarlyndi „Hver er afstaða kirkjunnar núna til manna af öðrum trú- arbrögðum?“ „Að öllum beri að auðsýna kærleika og umburðarlyndi, ekki sízt heiðingjunum.“ „Og hverjir teljast til heiðingja?“ „Strangt tekið eru heiðingjar allir þeir sem ekki hafa verið skírðir í kristinni trú. En orðið hefur fengið annan blæ með tímanum og er oft talið eiga aðallega við menn sem viðhafa frumstæða dýrkunarsiði. Upprunalega þýddi ’paganus* aðeins ’sveitamaður1, og af því að borgarbúar urðu fyrri til að taka kristna trú fékk ’paganus* smám saman merkinguna ’ekki- kristinn1. Afstaðan til utankirkjumanna er fyrst og fremst sú að einblína ekki lengur á mismunandi skoðanir, heldur leggja áherzlu á það sem sættir og sameinar. Eins er með þá kristnu söfnuði sem ekki eru kaþólskir; það er betra að hugsa um Myndin hér að ofan er af Jóhannesi bisluipi og ritara hans, sr. Mertens. Á næstu síðu er mynd af Páli páfa með öllum biskupum Norðurlanda nema tveimur. Jóbannes biskup er fremstur til vinstri. allt það sameiginlega en vera með ágreining út af hlutum sem iðulega eru lítilsverð aukaatriði.“ Einlœgur vinarhugur til hinna „aðskildu brœðra" „Haldið þér ekki, að það reynist örðugt að sætta og sam- eina allar kirkjudeildir, þannig að öllum líki?“ „Jú, náttúrlega er það ekkert áhlaupaverk, og við megum ekki gera okkur neinar tálvonir í þeim efnum, en þó sér maður móta fyrir nýjum möguleikum er síðar meir geta borið glæsilegan árangur. Fyrst er bænin. Hún sameinar okkur í guði og minnir á, að honum er enginn hlutur um megn. Svo er gagnkvæmur kærleikur og góðvilji, ásamt því að frá hvorri hliðinni sé gerð samvizkurannsókn er byggist á að finna í sögunni hvar og hvenær aðskilnaðurinn varð og bæta fyrir hann. „Páfinn bar fram fyrir hönd kaþólsku kirkjunnar eins kon- ar sektarjátningu og fyrirgefningu fyrir misrétti sem henni kann að hafa verið gert, og hljóðuðu orð hans á þessa leið: ’Sé einhver orsök aðskilnaðarins oss að kenna þá biðjum vér guð fyrirgefningar, sem og bræður vora, hafi þeir móðgazt af einhverju. Jafnframt hvað oss viðkemur erum vér þess fúsir að fyrirgefa öðrum það sem þeir kunna að hafa gert á hluta kirkjunnar og að gleyma þeirri sorg er langar erjur og aðskilnaður hafa valdið Megi hinn himneski faðir taka náðarsamlega við þessari viðleitni vorri og aftur koma á vor á milli sannri bróðurlegri eindrægni1. „Loks kemur að endurskoðun þeirra gagna sem leiða okk- ur til að viðurkenna sameiginlega hvar eigi að leita opinber- unar guðs og vilja hans. Og nauðsynlegast af öllu er, að ein- lægni og góðvild ríki í hugum okkar og hjörtum. „Persónulega er ég mjög glaður yfir því, að herra dr. Sigurbjörn Einarsson biskup fékk tækifæri til að vera vitni að þessum nýja anda sem gagntók kirkjuna, einkum við lok kirkjuþingsins í Róm. Þar gat hann séð kirkjuna í sínu feg- ursta skarti og fundið þá einlægni og þann vinarhug sem allir kirkjufeðurnir bera til hinna svonefndu ’aðskildu bræðra1.“ FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.