Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 24
Þótt ég fari um dauðans dal gálgans höfðu tvö, þrjú þúsund innfæddra safnast saman til þess að horfa á hvítan mann deyja. — Er riokkuð, sem ég get gert fyrir yður, Beazley? spurði ég? Það birti yfir honum. — Það er tvennt, ef ég mætti biðja yður um það. í fyrsta lagi — þér eruð umdæmisstjóri. Reynið að hafa upp á morðmgja Söru. Ég drap hana ekki. í öðru lagi^ vildi ég gjarnan, að þér létuð á mig hvörtu hettuna hérna inni. Ég vil ekki að svertingjarnir fái að sjá andlit mitt, þegar ég verð leiddur út, og þá losna ég einnig við að horfa á þá. Klukkan eina mínútu fyrir sjö lét ég hettuna yfir höfuð hans, járnaði hendur hans fyrir aftan bak og leiddi hann, — ásamt þrem hermönnum — til gálgans. Ég hjálpaði honum upp stigann og kom honum fyrir á miðj- um hleranum, lagði reipið yfir höfuð hans og vék til hliðar. Um leið og ég vék frá, heyrði ég hann segja lágt bak við grímuna: — Herra Beaumont, lofið mér því að finna morðingjann. Ég svaraði honum hátt: — Ég lofa því, svo kippti ég í sveif- ina. Beazley hrapaði niður um gatið og þytur heyrðist frá mann- fjöldanum, sem stóð í þéttri þyrpingu í kringum gálgann. Fólkið dansaði, söng og hló, meðan líkami hans sveiflaðist fram og aftur í morgunsólinni. Hann barðist ekki um. Ég held hann hafi dáið samstundis, því svarti böðuilinn hafði sent mér fyrirmæli: „Þetta er léttur maður, látið hann falla átta fet.“ í fyrsta skipti á ævi minni fór ég aftur til skrifstofunnar og svolgraði fullt glas af brennivíni. Ég varð sjúkur af þessu. Ég gat ekki sofið og andlit Beazley leið mér ekki úr minni. Ég sótti um að verða fluttur og var sendur til norðurhluta Nígeríu. Og þar, sjö mánuðum eftir að ég hafði hengt Beazley, hitti ég mann, sem hét Young, veiðimann og leiðangursstjóra. Hann var fullur, þegar ég sá hann og ég varð að taka hann höndum fyrir misþyrmingu á konum. Ég rannsakaði eigur hans og komst að því, að hann átti marghleypu, með hlaupvídd .38. Ég sat og horfði á hana og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Mér fannst Beazley tala til mín úr gröfinni. Ég hef heyrt sjötta skilningarvitið nefnt, og forlögin, en aldrei trúað á það — fyrr en nú. Young svaf í klefa sínum. Ég hristi hann óþyrmilega þar til hann vaknaði og hellti kaldri vatnsgusu framan í hann. Hann settist upp, súr í augum og sárlasinn. — Young, sagði ég, — ég ákæri þig fyrir morðið á negrakon- unni Söru, sem var skotin til bana með marghleypunni þinni! Hann neri hendinni um munninn og glápti á mig. — Þú getur ekki hengt tvo menn fyrir sama morðið. Beaumont, sagði hann. — Þó svo ég hafi drepið hana, þá geturðu ekki sannað neitt. — Ég bæði get það og vil, sagði ég. Ég sendi marghleypuna til London ásamt kúlunni, sem fannst í konunni. Hvort sem Scotland Yard kemst að þeirri niðurstöðu, að kúlan sé frá þér eða ekki, þá færðu að sitja hér kyrr. Ég skal sjá um, að þú fáir sex mánuði fyrir óspektir og drykkjulæti — það ætti að vera nægur tími fyrir svarið að berast frá London. 24 Dómarinn var á sama máli. Hann dæmdi Young í sex mánaða þrælkunarvinnu, en ég fékk svarið frá London þegar að átta vikum liðnum. Ég sagði engum frá skýrsl- unni, en ég hafði hana í hendinni þar sem ég sat í heimsókn- arklefa fangelsisins og beið eftir Young. Hann kom inn og sá skjalið í höndum mér. — Herra Beaumont, sagði hann — ég hef átt þetta yfir höfði mér allan tímann. Það hefur nærri því rænt mig vitinu. Beazley var hengdur saklaus. Hann drap ekki konuna. Ég gerði það. Ég réðst á hana og nauðgaði henni og ég var dauð- hræddur um, að hún myndi kæra mig. Ég hefði fengið tíu ár. Þá drap ég hana og flýði. Fyrst þér hafið fengið að vita sannleikann frá London, er eins gott að ég játi allt. Ég lét kalla á dómarann og Young endurtók játningu sína. Hanri skrifaði undir hana í viðurvist fjögurra vitna. Betra að vera öruggur. Það gat hugsast, að hann tæki játn- inguna aftur, þegar honum yrðu kunnar allar staðreyndir. Hann kom fyrir rétt mánuði seinna og fékk ævilangt fangelsi. En hann var staddur í réttinum, þegar verjandi hans bað mig að staðfesta það, sem hann hefði heyrt um skýrsluna frá Scotland Yard: Að kúlan hefði verið of skemmd til þess að sagt yrði með vissu hvort henni hefði verið skotið úr byssu Youngs. Ég viðurkenndi það. Þannig hljóðaði skýrslan. Framh. á bls. 35.; Þessi mynd var tekin í aftökuherbergi, þar sem nýlátinn sakamaður er í rafmagnsstólnum, með myndavél er einhver viðstaddra, líklega blaðamaður, falda inni á sér. — Efri myndin: Derek Bentley, hengdur þó að hann hefði sjálf- ur engan mann vegið, af því að vinur hans skaut lögreglu- þjón eftir að hann hafði sjálfur verið handtekinn. — Mynd- in með fyrirsögn: Carly Chessman og dauðaklefinn. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.