Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 8
Bað§trandarbíll Margvíslegt er mannlífið í útlandinu og það er margt skrýtið í harmónikkuleysinu, sagði Kjarval einhvern tíma. Þetta, sem við sjáum hér á myndinni er nefnilega sérstakur baðstrandarbíll, sem farið er að framleiða í Bretlandi og ku ekki kosta mikið fé, en ein- kennilegur er hann óneitanlega. Líkastur jeppa að framanverðu, en gamaldags hjóna- rúmi fyrir aftan húddið með sængurhimni, pífum og krúsidúllum. Sonarbetrungur Faðir bítilsins John Lennons er 53 ára gamall og heitir Freddie Lennon. Hann hefur tekið þá ákvörðun að feta í fótspor sonarins og er þegar búinn að syngja inn á hljómplötu) sem heitir „Svona er líf mitt“. Platan er að vísu ekki komin út, svo ógerningur er að segja hvort hann sé „sonarbetrungur" í þessu efni. Annars hefur gamli maðurinn lifað all ævintýralegu lífi. Hann strauk til sjós, þegar hann var 16 ára gamall og sigldi um öll heimsins höf, eins og það er orðað í rómantískum reyfurum. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum um borð í skemmtiferðaskipum, gert lög við fjölda texta, sungið í klúbb í New York og nokkrum sinnum tekið að sér að stjórna hljómsveit í Lissabon. Hann kvæntist 25 ára að aldri og John er árangurinn af hjónabandinu. Nú hefur gamli maðurinn bitið í sig, að fjölskyldan geti borið ofurlítið meiri heims- frægð. IÐNAOARTBZKA Búningurinn hér á myndinni er ekki skíðabúning- ur, né heldur er hann ættaður úr James Bond mynd- unum. Hér er um að ræða sérstakan búning fyrir kvenfólk, sem vinnur við fíngerðan iðnað, þar sem gæta verður fyllsta hreinlætis, svo sem við fram- leiðslu transistora og alls konar nákvæmnistækja. Búningurinn, sem er einkar klæðilegur, er brezkur og gera má ráð fyrir að stúlkan sé það líka. Hún er nú reyndar anzi löguleg, ef maður lítur á þá hlið málsins. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.