Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 29
Þess vegna gæti hann ekki gert að því, að hann... Nei, fjandinn sjálfur hafi það! Ég er ástfanginn af Louise. Ég hef aðeins áhuga á Marianne vegna þess að hún er svo ... svo sérkennileg... Hann leit yfir borðið á Lou- ise. Talaði til hennar. En hann fann ekki til nálægðar hennar. Hún var eins og ilmlaust blóm.. og fjarlæg, eins og hann sæi hana í öfugum kiki. Hann og Marianne voru um- vafin ósýnilegum hjúpi, sem úti- lokaði alla aðra, tengdi þau saman með ómótstæðilegum krafti, hlýr, djúpur straumur ... andlit hennar var nakið, spennt ... eins og daginn, sem hann hafði haldið henni i faðmi sín- um uppi í steinnámunni... kysst hana... — Sub luna bibo. Myrkt er mitt öl, þrumaði Hákon hlæj- andi og lyfti glasi sínu með léttu, svalandi rínarvíni. Maður verður nú líklega að vitna í Karlfeldt, þegar maður er stadd- ur í Dölunum. Skál! Eldur brann í augum Ulfs. Hann lyfti sinu eigin glasi og þvingaði sig til að hugsa ekki um íramhald kvæðisins. Það var hættulegt... ljóðlínurnar höfðu þegar náð tökum á hon- um. — Ég er svo fegin, að við skulum hafa fengið hvítvín að drekka, sagði Louise. Mér geðj- ast ekki að pilsner af neinu tagi, jafnvel þó hann sé kallaður inyrkt öl. Ulf rak upp hlátur. Pilsner! Hvilík fjarstæða. Svo ófyrirgef- anlega jarðbundið! Louise, sem var svo rómantísk. Og samt skildi hún ekkert af hinu þung- lyndislega líkingamáli i ljóði Karlfeldts! Hún var blátt áfram hversdagsleg — eins og ódýr eftirprentun. Hann gat ekki setið kyrr leng- úr. Með snöggri hreyfingu hratt hann stólnum aftur fyrir sig og hneigði sig fyrir Marianne. Hann hirti ekki um að biða þangað til Hákon hefði boðið Louise upp. Þessa stundina stóð honum á sama um, hvort hann væri kurt- eis eða ekki, eða hvað þau hin hugsuðu um hann. Hann lagði handlegginn yfrum bak Mari- anne og þrýsti henni að sér, fast eins og I örvæntingu. Augu hennar námu við munn hans. Hann langaði til að kyssa úr þeim maurildin... — Þú lítur út eins og þú hefð- ir hita. Hvað hefur komið fyrir þig, Marianne? spurði hann lágt. Varir hans strukust við eyra hennar. — Ekkert. Ekki nokkur hlutur, svaraði Marianne fljótmælt. — Jú. Við skógarmennirnir búum yfir sjötta skilningarvit- inu. Ég sé það á þér, að eitthvað hefur gerzt. Þú ert ekki með sjálfum þér. — Néi. Ég fullvissa þig um ... Hann þrýsti henni fastar að sér. Nú gat hann fundið hjarta hennar slá... rétt hjá sínu... Hann fann ylinn af hörundi hennar, sá hana fyrir sér í vot- um sundbolnum, langlimaða, tá- granna og með eins konar svala mýkt í hreyfingum. — Þú ert þó líklega ekki að gera þér rellu út af þessum list- um? spurði hann eftir stundar- korn. — Jú, það er ég, svaraði Mari- anne, fegin því, að haf fundið einhverja afsökun fyrir uppnámi sinu. — Láttu þá lönd og leið. Að minnsta kosti í bili. Ef verka- mennirnir hefðu í raun og veru fengið ranglega greitt, þá hefðu þeir áreiðanlega gert aðvart undir eins. Skilurðu? — Já. ? — Að visu voru listarnir kvitt- aðir, þannig að í sjálfu sér gætu mennirnir krafizt greiðslu á ný, en þeir gera það ekki. Þremill- inn sjálfur! Um hvað var hann að tala? Hann heyrði sína eigin rödd mynda hvert orðið af öðru — en ekki þau, sem hann hefði viljað segja henni. — Marianne... hvers vegna ertu ekki glöð? Leiðist þér á Malingsfors? — Nei. Ég... kann mjög vel við Malingsfors, hvíslaði hún svo lágt, að varla heyrðist. Það fór kippur um andlit henn- ar. Ef hann hætti ekki bráðum að spyrja hana, myndi hún fara að gráta. Hún þorði ekki að líta upp til hans. Hún fann andar- drátt hans á gagnauga sínu. Uppi í steinnámunni höfðu regn- dropar runnið niður vanga hans, í andlit henni... Hann hafði kysst hana ... — Hvers vegna ertu svona óhamingjusöm? spurði hann. Það er eitthvað, sem kvelur þig, það geta allir séð. — Sub luna vivo. Myrkt er mitt líf. Hún reyndi að láta tilvitnunina hljóma glettnislega. Framhald á gamansemi Hákons, þegar hann talaði um myrkt öl þótt hann drykki hvitt vín. Rödd hennar átti að hafa léttan hljómblæ, vera hláturmild — en í stað þess titraði hún af ekki, sem hún myndi bráðum ekki geta bælt niður lengur. Fast samanslungin gáfu þau sig á vald hljómfallinu og ná- lægð hvort annars. Ulf óskaði að hann gæti séð í hug hennar og komizt að því, hvers vegna hún var svona... hlédræg. Hann langaði til að hjálpa henni, en hún leyfði honum ekki að gera það. Honum fannst ráðleysið vera að kæfa sig. Hvers vegna treysti hún honum ekki? Danslaginu lauk, en Ulf hélt áfram að dansa. Hljómfallið hafði hann á valdi sínu og hann gat ekki sleppt taki sínu um Marianne. — Músíkin er löngu hætt, benti Hákon þeim á, þegar hann var á leið til borðsins með Lou- ise. Rödd hans vakti þau eins og úr dái. Umhverfið varð aftur sýnilegt. Kvöldkætt fólk, sem sneri aftur til borða sinna. Augu Louise, hörkuleg eins og bláir steinar. Marianne þorði ekki að líta á Ulf, þegar hann þakkaði henni I lágum hljóðum fyrir dansinn. Óstyrkir fingur Louise fitluðu við eldspýtustokk, sem lá á borð- inu. Restaurant Kullen stóð á honum. Hún iðraðist þess, að hafa tekið boði Hákns um að koma hingað. Vandalaust hefði verið að koma í veg fyrir það. En hvern hefði getað grunað, að svona myndi fara? Ulf og Mari- anne virtust hafa gleymt öllu nema hvort öðru. Það var eins og vorleysing hefði brotið af sér allar stíflur. Hún yrði að minnsta kosti að hindra þau í að dansa saman. Annað gæti hún ekki gert í gert í bili... En bráðum yrði komið miðsumar ... Ef hún byði nú mörgum gestum til Maling- fors? Þá gæfist honum ekki tími til að dansa við hana, varla einu sinni að tala við hana. — Eigum við ekki að stofna til smá miðsumarsgleðskapar, meðan Hákon er hérna? spurði hún. — Jú, vissulega, sagði Ulf. Það virtist ekki skipta hann miklu máli, hvað hann sam- þykkti. Hákon maldaði í móinn yfir þvi að dvelja um kyrrt yfir helgi, en lét ,þó fljótt telja sér hughvarf. Miðsumar á sænskum herragarði var nokkuð, sem skemmtilegt yrði að minnast, þegar hann væri kominn aftur til Ameríku, hugsaði hann. Þegar næsti dans byrjaði, bauð hann Marianne upp en Ulf hneigði sig fyrir Louise. Marianne horfð- ist í augu við hann yfir höfuð- ið á Louise. Það nísti hjarta hennar að sjá þau saman. Þau tilheyrðu hvort öðru ... en samt sem áður... núna áðan ... nei, hún gat ekki skilið það. Það höfðu verið eins og töfrar ... en ef til vill hafði hún ein fundið til þeirra. Hún fann, að Ulf var rétt við hliðina á henni á dansgólfinu, en hún neyddi sig til að horfa ekki á hann. I þess stað leit hún í átt að borðunum, sem stóðu uppi á pallinum, nokkrum þrep- um hærra en dansgólfið. Yfir- þjónninn var að vísa gesti til sætis við borð hjá grindverk- inu, og tók af því rautt kort, sem þýddi að borðið væri upp- tekið. Eftir kurteislegum hneig- ingum hans að dæma, var þetta annað hvort mjög háttsettur maður, eða fastagestur, sem van- ur væri að eyða miklum pen- ingum. Skjálfti fór um hana. Gestur- inn var herra Vilhelmsson. Þjón- ustustúlkan heilsaði honum kunnuglega og rétti hnum mat- seðil og vinlista. — Hæ, þarna! Viltu gjöra svo vel að snúa þér ögn að mér núna, sagði Hákon i gamansöm- um aðvörunarrómi. Að vísu á ég ekki skilið ... — Nei. — ... en ég ætla samt að kref j- ast athygli þinnar nógu lengi til þess að segja þér, að þú ert orðin fjári hrífandi kona. Þú ert ekki falleg. — Það er mér kunnugt um. — Taktu ekki fram í fyrir mér! Þú ert meir en falleg. Ég myndi segja að þú værir fögur á sérkennilegan hátt... Marianne leit á hann og kímdi. — Ofreyndu þig ekki! sagði hún. Herra Vilhelmsson var borin vínblanda og hann breiddi úr dagblaði sínu. Liturinn á andliti hans hafði dökknað töluvert frá því frá er hún sá hann í verzl- uninni í Ásgötu. — Dirfist ég að spyrja, hvað það er, sem vekur svo áhuga þinn, að þú heyrir varla hvað ég segi? spurði Hákon. Það lifnaði yfir Marianne. Hákon vissi reyndar ... Við hann gæti hún talað um það sem húr\ hélt... — Líttu á manninn þarna, sem leggur frá sér blaðið og fær sér spa úr glasinu! sagði hún áköf. Hákon leit þangað, sem húr* benti með hæverskri höfuðhreyí- ingu. Framh. á bls 37. HÚN HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HÚN NOKK- URN TIMA FINNA HINN ÓÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVÍ AÐ HÚN FENGI ALDREI MANNINN SEM HÚN ELSKAÐI? FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.