Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 32
feykti henni beint inn í eldinn. Þetta var þunnur og fíngerður pappír og hann fuðraði upp og rauk upp um skorsteininn i einu lagi. — Jæja, sagði ég. — Nú er of seint að skila honum aftur. Hann þagði heila minútu, en sagði síðan nokkuð afundinn: — Nei, það get ég ekki. En ég veit ekki hvers vegna þú þarft að vera að tönnlast á því við mig. Ég lét þau orð falla, að ég hefði ekki sagt það nema einu sinni. > — Ekki nema fjórum sinnum áttu við, var allt og sumt, sem hann sagði. - Ég man þetta allt greini- lega, þó ég hafi ekki haft neina sérstaka ástæðu til þess. En nú skulum við koma okkur að efninu. Ég veit ekki hvort þú hefur litið i þessa bók, sem vesalings bróðir minn rit- dæmdi. Það er ekki líklegt að þú hafir gert það, en ég gerði það hinsvegar, bæði. áður en hann dó og eins síðar. Við gerð- um gjarnan grín að henni okk- ar á milli. Hún var ekki skrif- uð í neinum ákveðnum stíl, sundurlaus og á allan hátt þannig gerð, að Oxford uppeldi okkar hlaut að risa upp til mótmæla. Það var ekki til sú fjarstæða, sem maðurinn gleypti ekki hráa. Hann bland- aði saman sígildri dulfræði, gamalli þjóðtrú, sögum um grimmdarlega siði samtímans og þetta allt út af fyrir sig er gott og blessað, ef maður kann að setja það fram, en það kunni hann ekki. Það var engu líkara en hann setti þjóðtrúna og hinar gullnu greinar á sama bekk og trúði báðum. í stuttu máli: Aumkunarverð kenning. Jæja, eftir ólánið renndi ég yfir bókina aftur. Hún var engu betri en áður, en áhrifin, sem hún skildi eftir í huga mínum voru önnur. Mig grun- aði eins og ég hef sagt yður, að Karswell hafi borið heiftar- hug til bróður míns og jafnvel að hann væri á einhvern hátt ábyrgur fyrir þvi sem gerðist og nú virtist mér bókin illkynj- uð í ófullkomleika sínum. Það var sérstaklega einn kafli, sem hafði sterk áhrif á mig. Þar talar hann um að „rista fólki rúnir“ annað hvort til þess að vinna það á sitt band, eða til að ryðja því úr vegi kannski öllu frekar í síðarnefnda til- ganginum. Hann ræddi um þetta á þann hátt, að maður gat ekki varist þeirri hugsun að hann kynni sitthvað fyrir sér í listinni. Ég hef engan tíma til að fara út i smáatriði, en niðurstaða upplysinga, sem mér hefur tekist að afla er sú að feiti maðurinn á hljómleik- unum hafi verið Karswell. Mig grunar, og það er meira en grunur, að pappírsræman hafi verið mikilvæg og ég trúi því, að hefði bróður mínum auðn ast að koma henni til skila, væri hann á lífi nú. Þess vegna að taka eftirrit af þeim af ótta við hin illu öfl, sem í þeim gætu búið. Þannig reyndist það ógerningur, ^f ég má leggja hér orð í belg, að ákvarða hvaða skilaboð, eða fyrirboða þessi tákn höfðu að geyma. Bæði Dunning og Harrington eru sannfærðir um að sá sem hefði þau í fórum sínum, væri ofurseldur mjög svo óeftirsókn- arverðum félagsskap. Þeir voru dettur mér í hug, hvort þér hafið nokkru við að bæta, sem við getum sett í samband við það sem ég hef sagt ýður. Dunning svaraði með því að segja frá atburðinum í hand- ritadeild British Museum. — Hann hefur þá rétt yður blöð. Hafið þér rannsakað þau? Ekki það? Þá verðum við, með yðar leyfi, að lfta á þau strax og það mjög vandlega. Þeir fóru til hússins, sem ennþá var autt v.egna þess að þjónustustúlkurnar höfðu enn ekki komizt af hjúkrunarheim- ilinu. Skjalamappa Dunnings lá rykfallin á skrifborðinu og innan í henni voru litlu laus- blaðamöppurnar, sem hann notaði til að taka afrit á og þegar hann tók eina þeirra upp, feyktist þunn pappírs- ræma upp í loftið með óeðlileg- um hraða. Glugginn var opinn, en Harrington skellti honum aftur náði naumlega í pappír- inn, áður en hann fauk út. — Þetta grunaði mig, sagði hann. — Það gæti verið nákvæm- lega það sama og bróðir minn fékk. Þér verðið að gæta yðar Dunning. Þetta gæti þýtt eitt- hvað mjög alvarlegt fyrir yður. Þeir skutu á langri ráðstefnu. Pappírsræman var rannsökuð mjög gaumgæfilega og eins og Harrington hafði sagt, voru táknin í henni líkust rúnaletri, en hvorugur gat gert sér grein fyrir þeim og báðir hikuðu við sammála um að það yrði að koma seðlinum aftur til upp- hafs sins og ennfremur að persónuleg afhending væri ör- uggasta lausnin. En hér varð að beita brögðum. Karswell þekkti Dunning í sjón. Hann varð þá í fyrsta lagi að dul- búast, eða breyta útliti sínu með því að raka af sér skegg- ið. En myndi þeim takast það í tæka tíð. Myndi höggið ekki falla áður. Harrington hélt að þeir gætu tímasett það. Hann mundi dagsetninguna, þegar „lagt var á“ bróður hans. Það var 18. júní og dauðinn vitjaði hans þann 18. september. Dunn- ing minnti hann á, að þriggja mánaða frestur hefði verið til- tekinn á auglýsingunni á vagn- glugganum: — Og ef til vill, bætti hann við með gleðisnauðum hlátri. — Ef til vill hef ég líka fengið þriggja mánaða víxil. Ég held að ég geti séð það í dagbókinni minni. Jú, það var 23. apríl, sem atburðurinn átti sér stað á safninu og það þýðir 23. júlí. Og þér vitið að það yrði ákaflega mikilvægt fyrir mig að vita allt um hvernig vandræði bróður yðar þróuð- ust, ef þér þá getið talað um það. — Auðvitað. Það sem þjáði hann mest, var tilfinningin um að honum væri sífellt veitt eftirför og fylgst með honum. Nokkru síðar fór ég að sofa í herberginu hjá honum og hon- 32 um létti nokkuð við það. Samt sem áður talaði hann mikið upp úr svefninum. Um hvað? Ætli það sé rétt að fara nánar út í þá sálma að svo stöddu? Það held ég ekki, en svo mikið get ég sagt yður, að hann fékk tvö bréf í pósti frá London þessar vikurnar. Bæði voru póstlögð þar í borginni og skrifað utan á þau með æfðri hendi. í öðru bréfinu var tré- skurðarmynd eftir Berwick, sem hafði verið rifin út úr bók. Hún vár af götuslóða í tungl- skini og manni, sem gekk eftir slóðanum, en honum var fylgt eftir af hryllilegu kvikindi í djöflalíki. Undir myndina voru ritaðar línur úr gömlu kvæði, sem myndin hefur sjálfsagt átt við. Það var um einhvern, sem hefur einu sinni litið aftur, en: . .. heldur áfram án þess að líta um öxl því hann veit að illur andi fylgir honum fast eftir. í hinu bréfinu var almanak, líkt því sem kaupmenn senda viðskiptavinum sínum. Bróðir minn lét sig það engu skipta, en ég leit á það eftir dauða hans og komst að raun um að allir dagar, frá 18. september, höfðu verið rifnir úr. Þér eruð ef til vill hissa á að hann skuli hafa faxáð einn út á dánardægri sínu, en staði’eyndin er sú að síðustu tíu dagar, sem hann lifði, var hann algerlega laus undan þeirri tilfinningu að honum væri veitt eftirför, eða haft auga með honum. Niðurstaða ráðstefnunnar varð sú, að Hamngton, sem þekkti nágranna Karswells ætl- aði að reyna að hafa auga með hreyfingum Karswells. Hlut- verk Dunnings var í því fólg- ið að vera viðbúinn því að skera slóð Karswells hvenær sem væri og geyma pappírs- miðann á öruggum stað, þar sem auðveldlega mátti grípa til hans. Þeir skildu. Næstu vikur tóku vafalaust mjög á taugar Dunnings. Hinn ókleifi veggur, sem virtist hafa verið hlaðinn utan um hann á þeirri stundu, sem hann tók við blaðinu, breyttist í vonlausan sor-ta, sem gerðu þær vonir, sem maður skyldi halda að hann hefði haft um undankomu, að engu. Það var enginn, sem gat hjálp- að honum og hann virtist rænd- ur öllu frumkvæði. Hann beið með ólýsanlegri óþreyju, meðan maí, júní og fyrri hluti júlímánaðar snigluðust hjá, eftir að fá skilaboðin frá Harr- ington. En allan þennan tíma FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.