Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 41
ORÐ | 900 KRÓNA VERÐLAUN | AFÖRÐÍ Verðlaun í 6. umferð hlutu: , Hafsteinn Þórðarson, Bræðraborgarstíg 23, Reykjavík, 526 stig, Bergur Ingimundarson, Melhól, Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu, 496 stig, og Árni Júl. Árnason, Grænu- mýri 16, Akureyri, 472 stig. Lausn Hafsteins: afristar — fiktarar — afristar — risatarf — krafsari — ofristar — skrifara — tarfar — iktar — risatarf. Lausn Bergs: afritar — faktorar — afritar — rakastir — kraftar — orsakar — skartar — tarfar — iktar — rakastir. Lausn Árna: afritar — fraktar — afritar — raforka — kraftar — orsakar — skrifara — tarfar — irr — raforka. Næsta þraut: Næsta lykilorð er ÆTTARBLÓMI. Nýjum þátttakendum skal bent á, að eing'óngu má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Ekki má nota i fyrir í, a fyrir á, o. s. frv., og ekki i fyrir y, þá ekki persónuheiti eða staðaheiti, heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð samkvæmt ríkjandi stafsetningarreglum. SAwr. Sj \ \ \ \ \ \ \ \ kj ■Vj \ \ \ \ Ss \ \ k V \ \ k \ \ \ k V \ \ k k \ \ \ k \ \ \ \ \ \ \j Samtals: Nafn: ...................................... Heimilisfang: .............................. Verðlaun: lausnum. Skilafrestur er tvær vikur. Gerið svo vel að Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 300,00 fyrir merkja umslagið ORÐ AF ORÐI 10. hverja lausn, en þær eru dregnar úr fimmtán hæstu réttu Utanáskrift: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411, Reykjavík. Kæri Astró! Ég er ein af þessum stúlkum, sem brenn í skinninu um að vita eitthvað um framtíðina og þá helzt um ástamálin. Einnig hef ég mikinn áhuga á að vita livers konar manneskja ég eiginlega er. Ég á stundum dálítið erfitt með að umgangast sumt fólk og ég er oft voða þunglynd en samt þykir mér gaman að skemmta mér þó ég eigi stundum erfitt með að drífa mig út. Ég er mjög hrifin af pilti, sem ég þekki þó lítið, en langar til að vita livort ég á eftir að kynnast meira. Ég er hrædd um að ég giftist ekki, eða að minnsta kosti seint, hvað heldur þú um það. Og svo Iangar mig til að vita þetta venjulega hvort ég verð hamingjusöm og hvort ég eign- ast börn og hvernig fjármálin verða. Ég vona að þú getir svarað mér. Með fyrirfram þakklæti. Billa. Svar til Billu: Það fyrsta sem þú verður að gera er að reyna að vinna bug á þunglyndi þínu. Þér hættir til að draga þig of mikið í hlé, jafnvel óeðlilega fyrir unga stúlku. Ég vil endilega ráð- leggja þér að taka þátt í ein- hverri félagsstarfsemi, eða fá þér eitthvert tómstundastarf, sem þú getur unnið við innan um annað ungt fólk. Einnig vildi ég benda þér á að mjog hagstætt er fyrir þig að læra tungumál og þar sem þú ert ekki í skóla væri mjög gott fyrir þig að fara á tungumála- námskeið. En fyrir alla muni lokaðu þig ekki eina heim. Þú ert feimin og mjög næm fyrir öðru fólki og ert sífellt á verði um að á þig sé horft og um þig sé talað og þú villt ekki gefa fólki tilefni til þess. í þessu tilliti og einnig fleiri verður seinni hluti ævinnar mikið hamingjusamari en fyrri hlutinn. Um það leyti sem þú er tuttugu og átta til þrjátíu og eins árs verður mikil breyt- ing í lífi þínu og eftir það verð- ur þú mikið ánægðari. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur út af því að þú giftist ekki, en þú munt giftast fremur seint eftir nútíma mælikvarða, enda er það heppilegast fyrir þig þvi viðhorf þitt til þessara mála á eftir að breytast mjög mikið á næstu árum. Næsta sumar ættir þú endilega að reyna að komast í einhverja skemmti- ferð til útlanda, það mundi verða meira virði fyrir þig en þú gerir þér grein fyrir nú. Pilturinn, sem þú minntist á er áreiðanlega eftirsóknarverð- ur en ég held að ef þú kynn- ist honum betúr, þá væri ýmis- legt í fari hans, sem þér mundi alls ekki falla í geð, og ég held að þið gætuð aldrei orðið vinir. Snúðu þvi huganum í aðra átt en eyddu ekki aðdáun þinni á þennan herra. Fjármálin verða dálítið erfið framan af, ekki þó þannig að þú hafir ekki nóg. Þú ert hagsýn og getur því efnast með tímanum. Það er ekki að marka þótt þér haldist ekki vel á peningum nú, heldur þegar þú hefur lært að fara með fjármuni. Þú munt ekki eignast mörg börn, varla fleiri en tvö. FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.