Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 7
fara í söngkennslu og ger- ast konsertsöngkona, sagði hún þvert nei. Hjónabandið var fyrirfram dauðadæmt. Hún skýrði það þannig: — Maður, sem kvænist, á ekki að láta konu sína flækj- ast um landið — jafnvel ekki fyrir Guð. Þau skildu 1943 og hún eignaðist ekk- ert barn. Mahalia er illa við að ræða um hjónaband sitt. Hjónabandið var henni ósig- ur. Eftir skilnaðinn fór vegur hennar á sviðinu að aukast verulega. Fram að þessu hafði hún haft lítilfjörlegar tekjur af grammófónplötun- um en árið 1946 hlaut upp- taka hennar á ,,Move On Up a Little Higher“ vinsældir, sem enn eru að aukast. Árið 1954 höfðu selzt 1,5 milljón plötur — í dag er salan komin upp í tvær milljónir. Eftir að platan kom út, fór hún til New York í fyrsta skipti. Hún hefur lýst fyrstu áhrifunum af dvöl sinni á lúxushóteli: „Það var eins og að koma inn í höll. Vegg- irnir, ábreiðurnar, húsgöng- in, málverkin . .. ég hugsaði til allra ungu stúlknanna í Suður-ríkjunum í stífuðu baðmullarkjólunum sínum. Þær voru eins hamingju- samar og hægt var að hugsa sér. Þær höfðu aldrei átt neitt. Þær höfðu ekki hug- mynd um þetta allt. Ég sagði við sjálfa mig: Það er ekk- ert skemmtilegt, að þetta fólk skuli þurfa að strita eins og það gerir. Mig lang- aði ekki aftur til stífuðu kjólanna. Ég vildi halda áfram. Nú þegar ég hafði séð hvað hægt var að öðlast, var engin leið fær til baka. Það reyndist ekki nauð- synlegt að snúa aftur. Árið 1950 kom hún í fyrsta sinn fram í Carengie Hall — síðan hefur hún komið þar fram tíu sinnum. Árið 1952 fékk hún verðlaun hjá franska tónlistaháskólanum fyrir upptökuna á ,,I can put my trust in Jesus“. — Ef þeir ætla að veita mér verðlaun þá er nú annað hvort að ég sýni þá ræktar- semi að fara þangað og þakka þeim fyrir, sagði hún og fór sína fyrstu ferð til Parísar. Þar var hún kölluð fram 21 sinni. Framh. á bls. 30. >/'x FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.