Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 20
Ástarsaga frá Capri eftir Manuella Gigliotti Buon giorno, signore! Ég heiti Fortunino, róðrarmaðurinn sem þér áttuð von á. Hringinn í kringum eyjuna? Já, þannig er einmitt bezt að skoða Capri. Það er mér sönn ánægja að fara með yður í bátnum mínum. Hérna er hann. Bezti og glæsilegasti báturinn sem fyrirfinnst á Capri. Prego, signore, gerið svo vel að fá yður sæti. Eruð þér tilbúinn að leggja af stað? Þér megið vera viss um, að ég er góður ræðari, þótt haltur sé. Það er vinstri fótleggur- inn sem veldur mér örðugleikum. Nei, nei, bara menjar frá stríðsárunum. Það gerir mér ekkert til, því að ég er ljónsterk- ur í handleggjunum, og ég get róið allan daginn án þess að verða þreyttur. Fer nógu vel um yður? Finnst yður báturinn rugga? Nei, þetta er líka fyrsta flokks bátur. Hann er stolt hjarta míns, þessi bátur, gengur næst konunni minni. Sjáið þér nafnið? Gli ali della mattina — það þýðir Vængir morgunsins. Certo, signore, þetta nafn á sér sögu að baki. Yður langar að heyra hana? Auðvitað, signore, með ánægju. Þá verð ég að byrja á að segja yður frá æsku minni. Ég fæddist í litlu húsi þarna uppi í fjallshlíðinni á Monte Barbar- ossa. Við áttum húsið og vínakur sem við ræktuðum í sam- einingu, faðir minn, Gaspare bróðir' minn og ég. Við vorum ánægðir og skorti ekkert, en þá kom stríðið. Bróðir minn átti vini á réttum stöðum og hann slapp við herskyldu, en mig tóku þeir. Það var sorgardagur þegar ég varð að kveðja stúlk- una mína. Ég var ungur en frávita af ást, og ég var hreykinn af að vera trúlofaður Maríu Piccolu, fegurstu yngismeynni á allri Capri. Ég verð að segja yður svolítið meira um hana áður en ég held áfram. Faðir hennar var ekkjumaður og rak litla verzlun við torgið. Hann átti tvær dætur sem báðir hétu María, af því að presturinn hafði eitthvað ruglazt í ríminu þegar hann var að skíra þá seinni. Önnur þeirra var hávaxin og hin lítil, og til að gera greinarmun á þeim var sú lágvaxna kölluð María Alta, en sú litla María Piccola. María Alta var skapmikil og ekki sérlega fríð sýnum, en María Piccola, yngri systirin, var blið og yndisfögur, minnti á dádýr. Hún var seytján ára og ég tvítugur þegar við skildum þennan hræðilega dag. Ég skal ekki þreyta yður, signore, með lýsingum á lífi mínu í hernum. Ég sem aldrei hafði áður komið lengra að heiman en til Napoli var sendur til andstyggilegra staða í Afríku þar sem ég varð fyrir ýmsum óhöppum, meðal annars því að stíga á jarðsprengju. Þegar ég var tekinn til fanga lá ég á börum með brotna mjaðmagrind og lærlegg. Það datt engum í hug, að ég myndi geta gengið framar, en læknarnir voru hreinir snillingar, og eftir nokkra mánuði var ég farinn að geta staul- azt um við hækjur. Næstu fjögur ár var ég í enskum fangabúðum. Ég fékk bréf eend frá Maríu Piccolu og fjölskyldu minni með reglubundnu millibili. En bréfin frá Maríu breyttust smám saman. Þau voru ekki léngur þrungin innilegri ást, heldur töluðu þau tungu vináttunnar. Hjarta mitt skalf af angist og kviða, en ég gat ekkert gert. Ég komst ekki aftur heim fyrr en ári eftir að stríðinu lauk. Ég fór beint til gamla heimilisins míns og fann Gaspare bróður minn að starfi á vínakrinum. Hann umfaðmaði mig, en þegar hann sá hvernig fótleggurinn á mér var orðinn varð svipur hans harðneskjulegur. 20 FÁLKINN Hann sagði: „Fratellíno mio, þú hefur verið lengi í burtu. Þú veizt ekki hvernig ástæðurnar eru orðnar heima fyrir. Þetta eru erfiðir tímar. Faðir okkar er gamall og heilsuveill og hættur að geta unnið. Og þú getur ekki komið mér að neinu gagni með ónýtan fótlegg. Ég ætla að gifta mig á næstunni. Mér þykir leitt að þurfa að úthýsa bróður mínum, en hér er ekki nóg handa okkur báðum“. Ég reiddist. Ég gekk inn í húsið, og faðir minn fór að gráta þegar hann sá mig. Hann var orðinn veiklyndur eins og barn. Ég spurði hann: „Er það satt sem Gaspare segir?“ Og hann svaraði: „Það er satt. Hann á akurinn. Þetta er ekki nóg handa tveimur“. Ég borðaði með þeim og fór síðan út og settist niður í skugga ólívutrjánna til að íhuga málið. Ég þráði að spyrja eftir Maríu, en það var geigur í mér sem ég gat ekki sigrazt á — óttinn við, að hún ætlaði að giftast Gaspare. En hann reyndist ástæðulaus. Unnusta Gaspares hét Peppína og var framreiðslustúlka í Café Lugano. Nei, það var ekki Gaspare sem stal stúlkunni minni frá mér, þótt hann hefði svipt mig öllu öðru sem ég átti. Ég hugsaði og hugsaði. Ég vissi, að ég varð að ákveða framtíð mína áður en ég færi og talaði við Maríu. Vandinn var sá, að ég var atvinnulaus og hafði enga sérmenntun. Hefði ég misst fótinn algerlega myndi ég hafa fengið skaðabætur frá ríkinu og eftirlaun, en af því að hann hékk enn á mér, þótt hann væri aðeins til trafala og óþæginda, var þetta ekki álitið al- varlegt. Að lokum datt mér í hug, að það væri aðeins fótleggurinn < sem ég gæti ekki notað. í handleggjunum var ég sterkur, nógu sterkur til að róa báti og draga net upp úr vatninu. Ebbene, fyrst ég fékk ekki tækifæri til að vinna að akuryrkju gat ég helgað mig sjónum. Ég ákvað að kaupa bát. Maður sem á bát getur alltaf haft ofan af fyrir sér og sínum. Meirihluti ársins eru það fiskveiðarnar, og á sumrin er góð atvinna að róa um með skemmtiferðamenn. Þá segjum við það. Nú get ég farið til Maríu. i UM leið og ég sá hana vissi ég, að eitthvað var að. Fyrsta áfallið hafði verið þungt þegar ég kom heim, en þetta var verra. Hún hljóp ekki á móti mér. Hún hörfaði aftur á bak og fölnaði upp. Hún sagði: „Það gleður mig að sjá þig, Nino“i En það var ekki satt. Við gengum inn í húsið, og þar kom ég auga á orsökina. Á hillu í stofunni var innrömmuð mynd af ungum einkennis- klæddum manni, liðþjálfa í bandaríska hernum. Hann var mjög glæsilegur ásýndum. María var heiðarleg stúlka og hreinskilin. Hún sagði mér alla söguna. Það komu margir bandarískir hermenn til Capri á síðustu árum stríðsins til að dveljast þar sér til hressingar meðan þeir voru að læknast af sárum sínum. Þeirra á meðal var ungi liðþjálfinn sem myndin var af. Það varð ást við fyrstu sýn, sagði María. Henni þótti það afar leitt mín vegna, signore, og hún hafði ekki viljað skrifa mér um það, því að kannski myndi ég ekki koma aftur úr stríðinu, og þá væri betra, að ég fengi aldrei að vita neitt um það. Öllum á Capri var þetta kunnugt. er> «'nginn hafði minnzt á það við mig. Þetta var reiðarslag fyrir mig, signore. En himnaíaðirinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.