Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 5
» 4 I. PÓIVIK TIL HAMBORGAR Ekki fyrir ýkjalöngu hitti ég að máli Magnús Eiríksson, hljómsveitarstjóra Póniks. — Það hefur lítið borið á ykkur undanfarið? — Það er ekki nema eðlilegt, svaraði Magnús, um leið og hann kveikti sér í pípu. Við höfum ekki spilað saman af þeirri einföldu ástæðu, að ég og Sævar erum nýkomnir heim úr sérstaklega skemmtilegri ferð til Hamborgar og Kaupmannahafnar, en ferðin var farin til að kynna sér þarlendar „beat“-hljómsveitir. Við heimsóttum meðal ann- ars BEATKLÚBBINN í Hamborg, sem þú hefur reyndar minnst á í Fálkanum. Strákarnir, sem spiluðu þarna sögðu, að það yrði auðsótt mál fyrir íslenzkar ,,beat“-hljómsveitir að koma þarna fram, en það þykir góð auglýsing, því þetta er mjög viðurkenndur táningaklúbbur. — Ertu kannski að hugsa um að fara með hljómsveitina til Hamborgar? — Auðvitað er þetta freistandi hugmynd, en það er vafamál, hvort nokkuð verður úr þvi, m. a. vegna þess, að við erum allir í fastri atvinnu. — Þið látið þá Stapann og Suðurnes nægja, fyrst um sinn? — Já, fyrst um sinn, svarar Magnús og brosir við. Þá kvað við grátur og gnístran tanna Það er búið að klippa hann Herman litla Hermits, en vægast sagt er hann ekki ánægður með útlitið og gefur það ótvírætt til kynna eins og sjá má á myndinni. Sá, sem er í hlutverki hárskerans er trommuleikari hljómsveit- arinnar, Barry Witham. Það er sagt að Herman moki inn peningum af ágóðan- um af plötusölunni. Nú, það er svo sem ekkert einsdæmi í POP-sögunni. En hvað ætlar pilturinn að gera við þessa fúlgu, kann einhver að spyrja. Þá liggur beinast við að gefa Hermanni orðið: Ég ætla að kaupa hótel og reka það sjálfur. Donni gefur vinsælustu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur FDfflMD®^ IMtð'u’QSIM Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einþvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem liann velur scr eftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttuin lausnum. Vinsælar plötur í dag: 1. GIRL — THE BEATLES 2. YESTERDAY MAN — CHRIS ANDREWS 3. A MUST TO AVOID — HERMANS HERMITS 4. MY GENERATION — THE WHO 5. A LOVERS CONCERTO — THE TOYS. Platan er á blaðsíðu Nafn: Til vara nr Vinning síðast hlaut: VINNINGS MA VITJA A SKRIFSTOFU FALKANS. **** ÞIÐ flfi lí ☆ ☆ ☆ ☆ SJÓVEIKIR Á SUÐURL/IIVDSBRAIJT Þetta er bara smá athuga- semd sem ég vil koma á fram- færi. Ég hef nefnilega uppgötv- að að það er hægt að verða sjóveikur á þurru landi (nei ekki bilveikur, það er allt ann- að) og það meira að segja á Suðurlandsbrautinni, svo mikl- ar dýfur tekur strætisvagninn á öldóttu malbikinu að maður skyldi forðast að sitja aftast i honum. Landkrabbi. Þessi kafli wr bréfi til Fálk- ans er liér meS birtur athuga- semdalaust. „ÞEGAR KONAN ER EIN” Kæri Fálki! Ég þakka fyrir greinina „Þegar konan er ein“, og þó að ég sé ekki sammála öllu sem þar er haldið fram, kemur þar fram margt sem skýrir viðhorf •••••••••••••••••••••• okkar, smekk, sem höfum ekki valið okkur það hlutskipti að giftast og eignast fjölskyldu. Eg held fyrir mitt leyti að forsjón- in ætli alls ekki öllu fólki að ganga í hjónaband, guð hefur víst áreiðaniega skapað sumt fólk til að pipra. Sumir eru víst ekki hæfir til fjölskyldu- lífs, og í þeim flokki held ég, hreinskilnislega sagt, að ég sé. Samt langar víst allar konur til að giftast, en sumar bara af því að það er ekki frítt við að það sé talin einhver minnkun að vera ógift kona. En ég sé ekki eftir þvi að hafa valið mér að vera ein og frjáls, og mér þykir vænt um að það er talið umtalsvert að ekki eru allar konur giftar, að þeirra líf sé eðlilegt og þægilegt og ekki einmanalegt eins og annarra, því að einmanaleikinn getur auðvitað komið yfir alla. Piparkona. Svar: Viö þökkum bréfiö, og þykir voent um aö greinin hefur likaö vél. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.