Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 31
endum dr. Kings á söng henn- ar. í Chicago söng hún á fundi hjá dr. King og greiddi auk þess leiguna fyrir fundarsal- inn. Á erfiðleikatímanum, þeg- ar strætisvagnavérkfall var í Montgomery, var Mahalia strax komin til að hjálpa án þess að taka eyri í þóknun. — Ég get ekki tekið við peningum af þessu fólki, segir hún. — Þetta geri ég aðeins fyrir sjálfa mig. Ég geri það vegna þess að ég er mjög fegin því að dr. King er kominn fram á sjónarsviðið. Hann hefur neytt fólk til að skilja, að engu verður áorkað með ofbeldi, heldur með kær- leika. Með virðuleik og þrótti er hægt að flytja fjöll. Sama gildir um hvíta manninn. Staða negranna í Ameríku í dag vekur minningar frá fortíð Mahaliu sjálfrar. — Hefði ég verið hvít, þá held ég ekki að ég hefði þurft að strita eins mikið til að komast svona langt, segir hún. v Hún er ekki bitur. Með til- liti til fortíðarinnar vonar hún að geta mótað stórbrotna og þýðingarmikla framtíð. — All- ir gömlu negrarnir, sem not- uðu vizku sína eins vel og þeir gátu, geta nú fundið sig bænheyrða, segir hún. Hún man eftir föður sínum, sem dreymdi um frelsi í þjóð- félagi sem óflekkað væri af hefðum þrælahaldsins. — Hann skrifaði eftir eintökum af „Chicago Defender" og léði vinum sínum það. Lögreglan sakaði hann um að vera að æsa til uppþota, en hann vildi ekki láta undan. Faðir minn sagði, að við negrarnir værum eins og asni, sem bundinn væri við tjóðurhæl á engi. Hann gæti náð svo langt, sem tjóðrið leyfði en ekki lengra. Sem listakona getur Mahalia saknað gömlu daganna og þráð aftur hina hreinu og fullkomnu tjáningu, sem show-business hefur dregið hulu yfir en það hindrar hana ekki í því að „syngja guði lof og dýrð“. Þvi að henni er trúin þýðingar- meiri en jafnvel stjórnarskráin. Það er þessi trú, sem Ijær henni óendanlegan þrótt, sem hún þarf til þess að njóta sín. Enda þótt dýru frönsku hús- gögnin á hinu glæsilega heimili hennar bregði upp mynd af efnishyggju vorra tima þá ber rödd hennar — hrífandi og voldug — vitni um samfélag sem aðeins fáir listamenn geta gert sér vonir um að öðlast. Fyrir Mahaliu Jackson eru iifnaðarhættirnir bundnir heim- spekinni í söngvum hennar ó- rjúfandi böndum. — Ég bið þess að ekkert megi koma á milli mín og Guðs míns, segir hún. • Svarti galdur Framh. af bls. 13. — Ég hlýt að hafa misst hana, nema hvað ég var að leita í vösum mínum og undir sætinu og þar sem mér helzt datt í hug að hún væri, þegar sessunautur minn rétti mér sína og spurði „hvort hann mætti ekki gefa mér hana, því hann hefði ekki frekari not af henni“ og hann hvarf á braut skömmu síðar. Ég veit ekki hver hann var. Hann var feit- ur og nauðrakaður. Mér hefði þótt leitt að missa af skránni. Auðvitað hefði ég getað keypt mér aðra, en þessa fékk ég fyrir ekkert. Seinna sagði hann mér að honum -hefði liðið illa, bæði á leiðinni heim og eins á hótel- inu um nóttina og nú þegar ég minnist þessa fer ég að leggja saman tvo og tvo. Svo var það skömmu síðar, að hann var að raða hljómleikaskránum upp til þess að láta binda þær inn, að einmitt í þessari, sem ég hafði varla litið á, fann hann pappírsræmu með einkennileg- um táknum, rituðum með svörtu og rauðu mjög vand- virknislega. Mér virtist táknin líkjast rúnaletri fremur en nokkru öðru. — Nú, sagði hann. — Þetta hlýtur hinn feiti sessunautur minn að eiga. Kannski er það honum ein- hvers virði, greinilega hefur verið til þess vandað. Hvernig skyldi ég geta komizt að heim- ilisfangi hans? Við ræddum málið um stund og okkur kom saman um að þetta væri ekki þess virði að við auglýstum eftir eigandan- um og að bróðir minn skyldi hafa augun hjá sér á næstu hljómleikum, sem voru ekki langt undan, ef hann skyldi koma auga á manninn aftur. Pappírsræman lá ofan á bók- inni og við sátum við arininn. Þetta var á svölu sumarkvöldi og það var strekkingur úti Ég geri ráð fyrir að dyrnar hafi tokið upp, þó að ég tæki ekki eftir þvi Hvað sem þvi leið, lék um okkii' eustur, varmur gustur rr- og allt i einu. Hann tók pappirsiæmun: rg ★ eru beztu sokkarnir fyrir konur sem standa mikið við störf sín - þeir gefa fótunum alhliða stuðning og eru auk þess jafnfallegir og venjulegir nylonsokkar tízkulegir afþreytandi 100 prósent nylon 2/alcá nyJon teygjusokkar n //ufui hrafh yja/cá nylon teygjusokkarnir FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.