Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 36
L........................■■■■■,, FILMUR OG VÉLAR 5.F. Margar gerðir af sýningart j öldum Sýningarlampar Flestar gerðir af litfilmum 35 mm—8 mm svart-hvítar allar stærðir 8 mm filmuskoðarar, límarar —■ lím Ars Abyrgð eftir þangað til Kabala átti að deyja. Hann stóð á fætur og rétti mér hendina. — Hvíti maður, sagði hann, — viltu koma með mér? Ég þrýsti hendi hans. Ég skal koma með þér, Kabala. Þegar böðullinn kom inn og batt manninn, sagði Kabala við mig: — Ég hef aldrei trúað á Guð hvíta mannsins. Stendur nokkuð í bók hvíta mannsins um það, þegar svartir menn deyja, herra Beaumont? Ég kinkaði kolli. — Það er eitthvað til hjálpar öllum mönnum í hinni helgu bók. Og ég fylgdi Kalabla til stefnu- móts hans við dauðann og las fyrir hann úr 23. sálmi Davíðs. Hann var leiddur upp á aftöku- pallinn og reipinu brugðið um háls honum, en ég las fyrir hann, hægt og rólega: ,,Og jafn- vel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér . . .“ Ég sagði upp stöðu minni til þess að ganga í fótspor föður míns og gerast trúboði. Ég vildi ekki binda mig við neina ákveðna kirkju, heldur geta ferðast um frjáls og ó- 38 Margar gerðir af ljósmyndavélum 8 mm tökuvélum 8 mm — 16 mm — 35 mm 70 mm sýningarvélum fyrir heimili, skóla, félagsheimili og kvikmyndahús. Transistor ferðatæki og viðgerðaþjónusta jLeiðbeinum meðhöndlun á sýninga- og tökuvélum 8—16 mm filmuleiga Viðgerðir- og varahlutaþjónusta Fullkomnasta litskuggamynda- sýningavélin með innbyggðu bendiljósi. • EINKA UMBOÐ hindraður aðeins bundinn einni bók, Biblíunni og sérstaklega þessum eina sálmi, þeim 23., sem hafði fært mér svo mikinn frið eftir að ég hafði hengt saklausan mann. Ég fór til London og hitti að máli Albert Pierrepoint, sem þá var böðull Englands, og eyddi mörgum stundum með honum. Ég ferðaðist til Ame- ríku og Canada, til Ástralíu og Suður-Afríku og leitaði uppi menn og konur, sem höfðu ver- ið dæmd til dauða og sem ég ef til vill gæti hjálpað. Ég hef aldrei látizt vera trú- arpostuli, aðeins maður, sem langar til að hjálpa öðrum manni. Og þessi 25 ár hef ég aldrei fyrirhitt mann né konu, sem væri svo forhert, að þau þörfnuðust ekki hjálpar og stuðnings frá annarri mann- legri veru, engan svo spilltan, að dauðinn hlyti að vera eina svarið. Ég ætla að segja frá nokkr- um þeirra, sem urðu að deyja. Suma sá ég deyja — aðra tal- aði ég við fáeinum klukku- stundum áður. Enn öðrum sagði Pierrepoint mér frá. Sam- kvæmt enskum lögum er hon- um óleyfilegt að skrifa um það fólk, sem hann hefur tekið af lífi. Ég kynntist dauðadæmdu fólki um allan heim. Ég lét mig engu skipta, hvað það hafði gert, heldur aðeins að það átti að deyja og hvernig það tók því. Hvernig bregzt maður við þeirri vitneskju, að hann eigi að láta lífið? Ég get svarað því með örfáum orðum: meiri hluti hinna dauðadæmdu deyr í hálfgerðu eða algjöru meðvitundarleysi. Líffræðilega eru þeir að sönnu lifandi enn, en í sálarfylgsnum sínum eru þeir dánir áður en þeir koma á aftökustaðinn. Fáeinir veita mótspyrnu, einstöku menn sýna ýkta hæversku og einum manni gleymi ég aldrei: hann vildi flýta aftökunni sem mest til þess að ná aftur fundi ást- konu sinnar, sem hann hafði myrt. Það, sem ég er oftast spurð- ur um er þetta: hvernig getur staðið á því að sumt fólk þolir að horfa á meðbræður sína deyja hryllilegum dauðdaga, í gálganum eða rafmagnsstóln- um og jafnvel sótt um það starf að fá að leiða þetta ógæfu- fólk í dauðann. Þegar Robert Elliott, böðull- inn í Sing Sing dó, voru níu konur meðal þeirra, sem sóttu um starf hans. Á eina umsókn- ina skrifaði kona, að hún hat- aði karlmenn og vildi fá að senda nokkra þeirra inn í eilífð- ina. í Englandi er böðulsstarfið borgaralegt starf, sem allir geta sótt um, er vilja. Þar eru alltaf að minnsta kosti sex að- stoðarmenn, sem geta hlaupið í skarðið með augnabliks fyrir- vara. í Suður-Afríku, þar sem fleiri aftökur eiga sr stað en nokkurs staðar í hinum mennt- aða heimi, hefur böðullinn föst laun að viðbættu aukagjaldi fyrir hvern fanga sem hann leiðir til gálgans. Það eru um 600 krónur fyrir hverja aftöku. í öðrum löndum er böðullinn að meira eða minna leyti einkafyrirtæki og fær þá, ef svo mætti segja, greitt eftir stykkjafjölda. • Höfu5verkur Framh. af bls. 27. blóðsins (sem ekki þýðir það sama og blóðleysi) getur vald- ið þrálátum og slæmum höfuð- verk. Sama er að segja um lágan blóðþrýsting. Höfuðverkur vegna háþrýst- TTl FILMUR OG VÉLAR S.F. Skólavörðustig 41. Sími 20235. ings á sér oftast stað hjá hold- ugu fólki, eftir 55 ára aldur. Þegar það vaknar á morgnana finnst því eins og það hafi „járngjörð" um höfuðið, en verkurinn rénar þegar líður á daginn. Stöku sinnum fylgir einnig svimi. Höfuðverkjarsjúklingar með lágþrýsting tilheyra aftur á móti að jafnaði hinni löngu, grannholda manngerð. Hjá þeim stafar höfuðverkurinn af lélegri blóðsókn til heilans og lækningin er í því fólgin að örva blóðrásina. Allavega ríður mest á að uppgötva orsökina til kvillans áður en læknisaðferð er reynd. Oft er tiltölulega auðvelt að finna hvað gengur að sjúk- lingnum, í öðrum tilfellum get- ur það verið mjög erfitt og ósjaldan verður læknirinn því miður að viðui'kenna, að hann geti ekki fundið það. Hvað gerir hann þá? Þá er ekkert annað að gera en gefa þessi venjulegu fróandi eða örvandi lyf. í einstöku til- fellum reynir hann nudd á bakvöðvana, þegar ekki hefur tekizt að gera neina viðhlítandi sjúkdómsgreiningu. Svo ráð- leggur hann að sjálfsögðu heil- brigða lifnaðarhætti, nægan svefn nóg af fersku lofti og hæfilega hreyfingu. Það má segja, að þetta sé eitt „allsherj- arlyf“, sem hver og einn getur uppgötvað fyrir sig, en alla- vega er það mjög mikilvægt fyrir höfuðverkjarsjúklinga að lifa heilbrigðu lífi. Um höfuðverkjartöflurnar ? Vitanlega er sárþjáðu fólki ekki láandi, þótt það leiti á náðir höfuðverkjaskammta. Gallinn er aðeins sá, að oft tekur það alltof marga og ger- ir það að venju. Ef sá skammt- ur, sem tiltekinn er á öskjunni eða glasinu kemur ekki að haldi, er tilgangslaust og jafn- vel skaðlegt að taka stærri skammt. Þær töflur, sem nú eru seldar án lyfseðla eru að vísu hættulausar, en hinar svo- kölluðu sterkari höfuðverkja- töflur og önnur lyf, sem inni- halda Phenacetin geta við of- notkun sakað nýrun. Enda þótt það ætti að liggja í augum uppi vildi ég gjai’nan taka það fram að lokum, að höfuðverkjatöflur lækna ekki höfuðverk, þær deyfa hann að- eins um lengri eða skemmri tíma. FÁLKIIXIIM flýgur ut FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.