Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 9
PEGAR Santina, sú blíðlyndari Sí- amstvíburasystranna, vaknaði eftir svæfinguna, rétti hún út hægri höndina eins og hún var vön til þess að finna systur sína. Höndin greip í tómt, Hún stamaði alveg forviða: — Ég.. ég er ekki lengur ég sjálf. Líkt fór fyrir systur hennar Giusepp- inu Síðan spurðu þær báðar: — Hvar er mamma? Sér hún okkur núna? Þeim er þetta óskiljanlegt, þessi nýi raunveruleiki. Þó að þær hafi verið búnar undir þetta, er það svo ótrúlegt að liggja alein í rúminu. Þær sem alltaf hafa verið saman, önnur aldrei gert neitt án þess að hin væri með. Þær brosa hvor til annarrar og hvísla aftur og áftur: — En hvað þú ert langt í burtu. Systurnar Santina og Giuseppina, sem er.u samvaxnar á baki niður á mjöðm, hafa frá fæðingu, 5. nóvember 1958, verið á háskólasjúkrahúsinu i Torino. Fimm uppskurðir hafa verið gerðir á litlu stúlkunum til undirbúnings hin- um endanlega aðskilnaði líkama þeirra. Erfiðast verður að aðskilja þarmana, sem eru samanflæktir. Að því loknu verða hin samvöxnu mjaðmabein losuð sundur og búkvöðvunum skipt, sem sagt systurnar að fullu aðskildar. Þessi aðgerð er aðeins framkvæman- leg á Síamstviburum, sem hafa sjálf- stæð, aðskilin blóðkerfi, og það hafa þær Giuseppina og Santina. Yfirskurðlæknir sjúkrahússins, Luigi Solerio prófessor vildi ekki að það bær- ist út, að komið væri að aðskilnaðar- uppskurðinum og foreldrunum var ekki tilkýhnt um aðgerðina fyrr en kvöldið áður. En' fréttin breiddist út eins og eldur í sinu. Afleiðingin varð: Áður en aðgerðin var hafin, varð að loka símanum til sjúkrahússins vegna álags, og póstþjónarnir risu várla undir þeim byrðum af bréfa- og bögglapósti, sem streymdi til sjúkrahússins. Það voru kort með hlýjum kveðjum, bréf og bögglar með leikföngum og sætindum. Eftirvæntingin lá hvarvetna í loftinu. Föglia móðir þeirra lá stöðugt á bæn og bað fyrir litlu stúlkunum sínum. í öllum þessum æsingi voru þó tvær per- sónur alveg rólegar — og það voru tví- burasysturnar sjálfar. Læknirinn Livia Di Cagno hafði bú- ið þær undir aðgerðina og sagt þeim að állt yrði breytt, þegar þær vöknuðu. Það var enga hræðslu á þeim að sjá, og þær voru mjög þægar. Tilhlökkunin végna hins nýja óháða lífs, sem í vænd- um var, var óttanum yfirsterkari. ■ Telpurnar fundu að þær voru öðru- vísi en leikfélagar þeirra, foreldrar þeirra og læknarnir. Þær áttu sér þá ósk heitasta að fá að verða eins og fó.lkið í kringum þær. Klukkan háifsjö að morgni 10. maí var hafinn undirbúningur svæfingar. Læknirinn heyrði Santinu hvísla ofur- lágt: — Ég er hrædd. Klukkan sjö hóf Solerio skurðaðgerð- ina. Læknarnir fjórtán voru allir græn- klæddir, samkvæmt ósk myndatöku- mannsins, sem festi atburði skurðstof- unnar á litfilmu til notkunar í þágu vísindanna. Solerio áleit, að það yrði erfiðasti áfanginn að skilja sundur hryggjarlið- ina, en áður en að því kom varð að yfirstíga ýmsa erfiðleika, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir. Hann varð að skipta sameiginlegri lífhimnu og skera við það stórar slagæðar og blá- æðar. Skyndilega lækkaði bióðþrýsting- ur Santinu hættulega mikið. Andah- dráttur beggja stúlknanna var óreglu- legur. Með innspýtingum og hjálparöndun tókst þó að bægja hættunni frá. Áfram var haldið, unnið af öryggi og ná- kvæmni, og allt gekk giftusamlega. Að lokum voru uppskurðarsárin þakin með skinnnjötlum af fótleggjum stúlknanna, en að nokkrum hluta með gerviefni. Eftir fjórar og hálfa klukkustund er aðgerðinni lokið. Læknarnir geta tekið af sér hanzkana og slakað á eftir þá geysilegu spennu, sem ríkt hefur meðan á aðgerðinni stóð. Á skurðarborðinu liggja nú tvö börn. En hættan er þó ekki enn um garð gengin. Munu telpurnar þola þær erfiðu breytingar, sem nú verða á líkamsstarf- semi þeirra? Kemst blóðrásin í eðlilegt horf? Starfa nýrun eðlilegá? Það geta liðið dagar og jafnvel vikur þar til örugg svör fást við þessum spurning- um. Þœr voru vanar að fylgjast a3 í öllu, sem þœr tóku sér fyrir hendur .... Þœr klœddust samtímis, báðar í einu, ef önnur vildi eitt- hvað varð hin að vera með . . . Í AÐ eru aðeins örfá dæmi þess í sögu læknavísindanna, að tekizt hafi að skilja Síamstvíbura með skurðaðgerð, þannig að báðir lifðu. Þetta gerðist þó í Texas fyrir nokkrum mánuðum. Síamstvíburarnir Karen og Kimberley Webber, sem voru samvaxn- ar á brjósti, voru aðskildar skömmu eftir fæðingu og urðu tveir sjálfstæðir einstaklingar. Giuseppina og Santina eru nú einnig orðnar tveir sjálfstæðir einstaklingar og liðinn sá tími, er sjúkrahús var heimili þeirra og læknar höfðu allt ráð þeirra í hendi sér. Þær halda út í lífið, tvær eðlilegar og myndarlegar sex ára stúlkur. -x en samt áttu þœr bágt með að sjá hvor framan í aðra . . . . og nú voru þœr orðnar sex ára. 9 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.