Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 13
bridge gætti sín vel áð sýna ekki á sér nein merki lim vest- ræn áhrif í heimalandi sínu. Brúðkaupsdagurinn var ákveð- inn og ungi prinsinn hélt til London með nokkra af dýr- mætustu skartgripum fjöl- skyldunnar til þess að láta setja á þá nýtízkulegra snið hjá hinu þekkta gimsteinafyrir- tæki Cartier. Meðal djásnanna var mjög frægur rúbín, sem tekinn hafði verið úr hinni gamaldags hálsfesti og settur í nýja, glæsilega umgjörð. Fram að því hafði allt geng- ið að óskum. En dag nokkurn hafði ungi prinsinn tekið nýj- asta eftirlætið sitt með sér til Cartiers til þess að gefa henni smaragðaarmband eða dem- antsnál sem þakklætisvott fyr- ir þá hamingju, sem hún hafði veitt honum. Við þetta var í sjálfu sér ekkert að athuga og það var í fullkomnu samræmi við Cadillac bílana, sem faðir hans var vanur að gefa þeirri dansmeynni, sem í mestu uppá- haldi var hjá honum þá stund- ina. En prinsinn hafði ekki látið þetta nægja. Upp með sér yfir áhuga vinkonunnar hafði hann sýnt henni hinn fræga rúbín i nýju umgjörðinni, og að lokum hafði hann gert sig sekan um þá heimsku og skort á háttvísi, að láta undan ósk- um hennar um að fá að bera gimsteininn — eitt einasta kvöld! Sagan fékk sorglegan endi. Þetta sama kvöld, þegar þau voru að borða kvöldverð úti saman, hafði stúlkan staðið upp frá borðinu til þess að púðra á sér nefið. Tíminn leið, en hún kom ekki aftur. Hún hafði yfirgefið veitingahúsið um aðrar dyr og síðan var eins og jörðin hefði gleypt hana. Og hún hafði haft rúbíninn með sér. Þetta voru hinar sorglegu staðreyndir, sem ekki var hægt öð opinbera án geigvænlegra afleiðinga. Rúbininn var annað ög meira en venjulegur rúbín- steinn, hann hafði ómetanlegt Sögulegt gildi og kringumstæð- urnar við hvarf hans voru af þvi tagi, að allt ónauðsynlegt umtal gat haft miklar ^stjórn- máialegar flækjur í för með sér. Jesmond var ekki sá maður, að hann legði þessar staðreynd- ir fram skýrt og skorinort. Hann reifaði þær miklu, ullar- kenndu málskrúði. Enn var allt á hiúdn um bað. hver herra Jesmond væri í raun og veru. Það var ekki nefnt með einu orðið, hvort hann tilheyrði inn- anríkis- eða utanríkisþjónust- unni eða einhverri leynilegri grein innan öryggisþjónust- unnar. Hann starfaði á vegum brezka samveldisins. Það var nauðsynlegt, að haft yrði upp á rúbíninum aftur. Og maðurinn, sem leyst gat þetta verkefni af hendi, sagði Jesmond, var Hercule Poirot. — Tja — ef til vill, viður- kenndi Poirot. — En þér getið svo lítið sagt mér. Hálfkveðn- ar vísur — grunsemdir — þetta er ekki mikið að vinna úr. — En ómögulegt er það ekki — fyrir mann eins og yður. — En mér heppnast ekki undantekningarlaust, svaraði Poirot. Þetta var uppgerðar lítillæti. Raddhreimur hans sagði greinilega, að fyrir hon- um væri það að taka að sér verkefni hið sama og að leysa úr því. — Hans hátign er mjög ung- ur, sagði Jesmond. — Það væri hryllilegt, ef smá æskubrek yrði til þess að eyðileggja alla framtíð hans. Poirot virti hinn niður- beygða unga mann fyrir sér með vingjarnlegu augnaráði. — Flónskupörin á maður að fremja, meðan maður er ungur, sagði hann hughreystandi. — Og venjulegum, ungum mönn- um eru þau sjaldan hættu- leg. Föðurmyndin borgar, trún- aðarlegur lögfræðingur fjöl- skyldunnar hjálpar til við að þagga málið niður, ungi mað- urinn lærir af reynslunni og allt endar vel. En í yðar kring- umstæðum er þetta ekki eins einfalt. Brúðkaupið, sem fyrir höndum er ... — Það er einmitt það! Ungi maðurinn upphóf nú í fyrsta skipti raust sína og orðin flæddu yfir varir hans. — Þér skiljið, að unnusta mín tekur lífið mjög hátíðlega. Cambridge hefur komið mjög alvarlegum hugmyndum inn hjá henni. Það eiga að verða skólar og menntun í landi mínu. Það á ekki að verða eins og á dögum föður míns, segir hún. Auðvit- að er henni kunnugt um, að ég skemmti mér í London, en hneyksli. . . Nei! Hjá því verð- ur að komast hvað sem það kostar. Þér skiljið, að hann er mjög frægur, þessi rúbínsteinn. Hann á sér langa sögu. Miklar blóðsúfhoiiinsar, mörg manns- líf. ■DnanaHiHaBi — Mannslíf, endurtók Poi- rot hugsi. — Hver sem nú kann að hafa rúbíninn, má gera ráð fyrir að aðrir séu til, sem óska að komast yfir hann og láta enga smámuni aftra sér? Jesmond sagði fljótmæltur: — Jæja, get ég þá litið svo á, að þetta sé afráðið, Monsieur Poirot? Þér farið til Kings Lacey? — Og hvernig á ég að skýra nærveru mína? spurði Poirot. Jesmond brosti sefandi. — Það verður engum vanda bund- ið. Ég get fullvissað yður um, að allt mun virðast fuRkom- lega eðlilegt og að yður mun líka vel. Lacey fjölskyldan er mjög skemmtilegt fólk. — Og þér hafið ekki gabb- að mig með tilliti til miðstöðv- arhitans? — Nei, síður en svo. Jes- mond virtist blátt áfram móðg- aður. — Þér munuð finna þar öll nýtízku þægindi. — Gott og vel, muldraði Poirot í b'arm sér. — Ég tek málið að mér. í stóru setustofunni á Kings Lacey var jafnt og þægilegt hitastig, um 22 gráður, en það var nægilega hlýtt jafnvel fyr- ir Poirot, sem sat og ræddi við frú Lacey í hvelfdum útskots- glugga. Frú Lacey dundaði við hannyrðir. Meðan hún saum- aði, talaði hún með lágum, þægilegum rómi, sem Poirot fannst mjög geðfelldur. — Ég vona að yður líði vel hérna hjá okkur, Monsieur Poirot. Þetta verður aðeins fjöl- skyldan, eins og þér vitið. Sonardóttir mín og dótturson- Frú Lacey ur og vinur hans, frænkur mín- ar Bridget og Diana og David Welwyn, sem er mjög gamall vinur. Aðeins fjölskyldusam- koma. En Edwina Morecomba sagði að það væri einmitt það, sem yður langaði til að reyna. Gamaldags jólahald. Og það getur enginn verið meira gamaldags en við! Maðurinn minn lifir allur í fortíðinni. Hann vill hafa allt nákvæm- lega eins og þegar hann var tólf ára gamall og kom heim til sín í leyfunum. Hún brosti með sjálfri sér. — Alla sömu hlutina, jólatréð og sokkana, sem hengdir eru upp, kalkún- inn og plómubúðinginn með hringnum og piparsveina- hnappnum... Hún varð fyrir truflun af háværum hrópum og hlátra- sköllum fyrir utan gluggann og leit út. — Ég veit ekki hvað þau hafa fyrir stafni þarna úti. Það er sjálfsagt einhver leikur. Ég hef alltaf haft áhyggjur af því að unga fólkinu myndi leið- ast hérna á jólunum, en það er öllu heldur hið gagnstæða. Dóttir mín og sonur og vinir þeirra voru vön að líta á jóla- hald með hálfgerðri fyrirlitn- ingu. Sögðu að þetta væri ein- tóm vitleysa og að miklu betra væri að fara til einhvers gisti- hússins og dansa. En yngri kynslóðin virðist sannarlega kunna að meta þetta allt sam- an. Og þar að auki, bætti hún við raunsæ, — skólabörn eru sísvöng, ekki satt? Poirot hló: — Það er afar elskulegt af ykkur hjónunum að veita mér inngöngu í fjöl- Framh. á bls. 30. M. Poirot FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.