Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 28
ROMANTISK i\UTIMASAGA FRÁ IIFRRAGARÐl í DÖLUM Í SVÍTJÓÐ — Er þetta ekki sannkölluð sólskinssaga? spurði hún. — Jú. — Ég er svo glöð yfir að Marianne skuli aftur vera ham- ingjusöm, sagði Louise. Hún krækti handlegg sínum i arm Ulfs og smokraði sér upp að honum. Hann fann fyrir líkama hennar gegnum þunnan nátt- sloppinn. Hún var greinilega í engu innanundir. — Ég er nærri viss um, að þau gifta sig meðan Hákon er hérna i Svíþjóð. Ef til viil trúlofa þau sig nú þegar, á miðsumarhátíðinni. Það myndi vera rómantískt! Eigum við að hafa tvöfalda trúlofun, Ulf? spurði hún með stuttum hlátri, sem átti að hljóma skært. En hann lét gjallandi í eyrum Ulfs. Hann hristi hana af sér. — Nei, fari það kolað! hraut út úr honum. Það verða þau að sjá um sjálf. Farðu inn, Louise. Það er of kalt fyrir þig hérna úti. Þú ert varla í neinum fötum. — Já, það er rétt hjá þér. Það er orðið svalt. Ætlar þú ekki líka að koma inn? spurði hún og gekk að dyrunum. En á miðri leið nam hún staðar oe rétti fram báðar hendurnar I átt til hans. — Komdu Ulf! Hún stóð þarna nakin í gegn- lýstum sloppnum, fögur ... nak- in. 1 tveim löngum skrefum var hann kominn til hennar og greip um báðar axlir hennar. Fingur hans grófust inn í mjúkt holdið. Hvers vegna ætti hann ekki... hann yrði að gleyma Mari- anne.. reka funann úr iíkaman- um... — Komdu! hvíslaði Louise aftur. Hún þrýsti sér að honum, gaf loforð með likama sínum ... vafði hann eignarétti. Sjálf mýkt hennar, hin eilífa um- hyggja hennar fjötraði hann með þúsund þráðum. Handlegg- ir Ulfs féllu niður með hliðun- um. — Nei, Louise. Hún horfði á hann augnablik, rugluð og sár. Honum fannst gneistar standa af henni. Siðan sneri hún við og hraðaði sér inn. Skrjáfið í skrautsloppnum dó út. Honum létti. Hann blygðaðist sín fyrir að hún skyldi bjóða sig á þennan hátt. Hann var þó fjandakornið ekki skyldugur til að halda áfram að. .. en auð vitað ætlaði hann að kvænast henni, lifa með henni, það sem eftir var ævinnar. Það ætti hann að minnsta kosti að gera, ef hann vildi sýnast heiðarlegur. Var hægt að elska konu án þess að girnast hana — og girn- ast konu án þess að elska hana? Það gat hann að minnsta kosti ekki. Hann elskaði Marianne og það var hún, sem hann girntist. Hann vildi ekki aðeins eiga lík- ama hennar. Hann vildi einnig eiga sál hennar... sérhverja hugsun hennar, gieði hennar og hlátur, sorg hennar og tár... Reyndar hafði hann lengi vitað það. Allavega frá því að atvikið átti sér stað í steinnámunni. Jafnvel ennþá lengur. En hann hafði ekki þorað að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Hann, sem var hálfvegis trúlofaður Louise. Og Marianne hafði ver- ið að sættast við Hákon. Hvílík regin vitleysa. Ef hann hefði aðeins getað kvænzt Marianne, áður en Hákon kom frá Ame- ríku. Þá hefði hann fleygt þess- um skeggjúða á dyr og bannað honum að láta nokkurn tíma sjá sig að Malingsfors. Hann gat ekki glaðzt yfir, að Marianne skyldi vera hamingjusöm. Það var vandalaust fyrir Louise að gera það. Hún hafði engan áhuga á Hákoni. Ulf langaði til að berja sig í höfuðið með krepptum hnefum, en hann þvingaði sig til að vera rólegur. Brátt myndi fara að birta aftur. Stutt sumarnóttin var senn á enda. Ur trjánum var farinn að heyrast fuglaklið- ur. Leðurblaka flaug hljóðlaust yfir garðflötina. Litla stjörnu- augað var horfið. Fjöllin i norðri sýndust grá og loðin eins og úlfshryggur. Náttúran öll virtist halda niðri í sér andanum og bíða eftir hinu eilífa undri sólar- upprisunnar. Og Marianne svaf þarna niðri I álmunni. Hann elskaði hana ... „Sub luna amo ...“ ... en hann varð að kvænast Louise. SJÖUNDI KAFLI. Hákon og Marianne fóru að synda í vatninu fyrir morgun- verð. Þegar þau komu inn aftur til að borða, var Louise þar fyr- ir i matsalnum, en Ulf var hvergi sjáanlegur. — Er ekki forstjórinn kominn á fætur, spurði Hákon. — Nei, hann sefur. Við urðum dálítið sein fyrir í gærkveldi, sagði Louise afsakandi. Marianne opnaði munninn til að segja, að það hefði nú ekki verið sérlega framorðið, en hún tók sig á og leit skelkuð á Há- kon. Hann hafði auðsjáanlega einnig tekið eftir roðanum á vöngum Louise. Hún fór yndis- lega hjá sér — eins og ham- ingjusöm, ung brúður. Feimni hennar talaði skýrara máli en nokkur orð! Marianne leið eins og hún hefði slysazt til að horfa á innileg atlot gegnum skráar- gat. Hún kólnaði upp. Bylgja af viðbjóði flæddi yfir hana. Hún blygðaðist sín fyrir sjálfa sig ... fyrir Ulf ... blygðaðist sín fyrir að hafa látið undan töfrum, sem aðeins höfðu gripið hana sjálfa. Það var niðurlægjandi. — Heyrðu, Marianne, sagði Hákon, þegar þau gengu út eftir morgunverðinn. Ef þú vilt, skal ég útvega þér atvinnu i Ame- ríku, þegar ég kem þangað í haust. Marianne dró djúpt andann. Hún varð að fá ferskt loft I lungun. — Já, þakka þér fyrir, ég held að það yrði affarasælast, sagði hún lágt. Hér get ég auðvitað ekki verið. — Nei, ekki ef þú elskar Ulf 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.