Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 22
KONUR VERÐA LÍKA AÐ DEYJA AU 25 ár, sem ég hef gegnt starfi mínu meðal dauða- dæmds fólks, hefur ein staðreynd sífellt orðið ljósari fyrir mér: fyrir hinn dæmda er dauðinn frelsun — það er biðtíminn, sem er refsingin. Þegar dauðinn kemur, er hann hinum dæmda lausn frá vítiskvölum. Ef til vill efast einhver um, að þetta geti verið satt — en þetta er hinn bitri sann- leikur. Böðullinn í Suður-Afríku sagði í blaðaviðtali í fyrra: — Mér veitist ekki mjög erfitt að senda mann eða konu í dauð- ann. Ég hef gert það svo oft, að tilfinningar koma þar ekki nálægt lengur. Auk þess held ég að ég geri hinum dæmda greiða með því að hengja hann. Þá er biðtími hans loks á enda. Ég leysi hann frá kvölinni og angistinni, sem hann hef- ur orðið að þola í þrjá, fjóra, ef til vill fimm eða sex mánuði, meðan hann beið endanlegrar ákvörðunar. í London sagði Pierrepoint mér frá bréfi, sem hann hefði fengið frá þakklátum ættingjum þeirra. sem hann hafði tekið af lífi, fyrir að hann létti af þeim angistarbyrðinni. — Áður en hinn dæmdi er kominn í dauðaklefann, sagði Pierrepoint, hefur hann þegar dáið þúsund sinnum. Hrseði- legustu hegninguna tekur hann út þessar þrjár til fjórar vik- ur, sem hann bíður eftir böðlinum. BEAUMOIMT Þrjár konur sem urðu að deyja, frú Spinelli morðingi og foringi fyrir glæpamannaflokki, Anna Antonio sem lenti á forsíðum dagblaðanna í Ameríku, og Bar- bara Grahm sem ekki alls fyrir löngu var tekin af lífi í U.S.A. Til vinstri Ruth Ellis, 28 ára, drap elskhuga sinn, og hafnaði sjálf í gálganum. 22 Þegar kona er dæmd til dauða, vekur það miklu meiri at- hygli meðal almennings heldur en dauðadómur yfir karlmanni. Frá alda öðli hafa ótal konur goldið með lífi sínu fyrir af- brot, sem þær hafa framið gegn ríki eða einstaklingum. Þær hafa verið brenndar á báli, hengdar, teknar af lífi í rafmagns- stólnum eða gasklefanum. Oftast eru konurnar nærri með- vitundarlausar eða þær berjast viti sínu fjær af hræðslu við það, sem bíður þeirra. Oft gerast atburðir, sem renna jafnvel böðlinum til rifja. Enn er Bretum skipt í tvær andstæðar fylkingar um það, hvort dauðadómurinn yfir Edith Thompson hafi átt rétt á sér eða ekki. Edith Thompson var gift en framdi þá skyssu, að leggja ást á sér miklu yngri mann. Og eitt kvöld, er hún var úti á göngu með manni sínum, réðst hinn ungi elskhugi á hann og drap hann. Frú Thompson sór og sárt við lagði, að henni hefði ekki verið Ijóst, hvað elskhuginn hafði í hyggju, en hjá honum fannst bréf sem gaf mjög óljóst í skyn, að hún hefði lagt á ráðin. Þegar kviðdómurinn dæmdi hana og elskhugann unga, Frederick Bywaters, til dauða í Old Bailey, æpti hún: — Ég er saklaus, ó guð minn góður, ég er saklaus. Bywaters var stilltur og rólegur vikurnar þrjár áður en dauðadóminum yrði fullnægt, en í Holloway kvennafangels- inu var öðruvísi umhorfs. Fangelsispresturinn hafði látið senda blóm inn í klefa hennar, og á veggnum þar inni hékk Kristslíkneski. Síðar komst fangelsisstjórinn, ungfrú Cronin, svo að orði ,,þegar við vorum öll samankomin í klefa hennar, virtist okk- ur verkefni okkar óframkvæmanlegt. Ég fann nærri ómót- stæðilega löngun til þess að þjóta að frú Thompson og bjarga henni einhvern veginn — jafnvel með valdi.“ Þá hafði engin kona verið dæmd til dauða í Englandi í fimmtán ár og náðunarbeiðnum rigndi yfir forsætisráðherra og konung en allt kom fyrir ekki. Meðan á biðinni stóð féll frú Thompson algjörlega saman og það varð að bera hana til gálgans sitjandi í stól. Og þannig var hún hengd, hrópandi um sakleysi sitt til hinztu stundar. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.