Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 19
DRESS .... eftir Lis Smith inn kreppir, er hægt að laga hann. Sp.: Á hvers konar fötum hefurðu mestar mætur? U. A.: Mér finnst bezt að vera í peysum. Ég á víst einar tvö hundruð og tutt- ugu. Og ég verð að kaupa mér eitthvað af þessum sokkabuxum hér í New York vegna þess að ég þoli ekki að ganga með þetta sokkabandarusl, sem hringl- ar um fótleggina á manni. Mér þykir gott að vera í nankinsbuxum og ég á einar, sem eru tíu ára gamlar. í París gat ég fengið dýrðleg föt frá öllum beztu tízku- húsunum, en ég hafði engan tíma til að láta sauma á mig. Og ég verð að láta sauma á mig vegna þess, að ég er of breið um herðarn- ár og' mjó um mjaðmirnar til þess að ég geti notað til búin föt. Reyndar finnst mér bezt að vera í gömlum frottébaðslopp og ganga ber- fætt. Meðan verið var að kvikmynda The Tenth Vict- im, var alltaf verið að hóta mér: Or-sulla, ef við sjáum þig aftur í þessari gömlu druslu, þá brennum við hana. a Sp.: Hefurðu gaman af skartgripum? U. A.: Ég hef gaman af að horfa á þá, en ég ber þá sjaldan á mér. Ég er nú að sitja fyrir á auglýsinga- myndum í fötum, sem Chrystya Olenska gerir fyr- ir Harrie Carnegie og það er ekki fallega gert að sýna mér þessi dásamlegu föt, vegna þess að ég vil eiga þau. Svo eru þau tekin burt, það er eins og að taka sælgæti frá barni. Það má ekki freista mín. Ég lét mynda mig í þessari regn- kápu fyrir franska tímaritið Marie Claire og ég sagði þeim, að ég yrði að eignast hana, svo þeir létu mig hafa hana. Sp.: Ég sé að þú takmark- ar þig ekki við föt. (Hún var að næla sér í rækjur af diski förðunarmannsins.) U. A.: Ég verð svo fljótt leið á að borða sama matinn. Það er mikið áfall fyrir mig, ef allir við borðið panta það sama. Ég ætlaði eiginlega ekkert að borða, en . . . Sp.: Hvað finnst þér um viðbrögðin við hinum marg- umtöluðu nektarkvikmynd- um af þér í Playboy? U. A.: Það var enginn neyddur til að horfa á þær og við þá, sem ekki þola þær, segi ég: horfið ekki á þær. Þetta voru góðar mynd- ir og alls ekki ósiðlegar. Hvað var svo sem á þeim? Það var líkami. Það geta allir gengið um naktir mín vegna ef þeir vilja — ekk- ert vekur hneykslun eða gremju hjá mér svo framar- lega sem ég er ekki þátttak- andi í því gegn vilja mín- um. Sp.: Hver eru viðbrögð þín við spurningunum um hjónaband þitt? U. A.: Samband tveggja einstaklinga er mörgum erfiðleikum bundið. En það er einkamál mitt og eigin- manns míns. Sp.: Þar sem þú hafðir engan áhuga á kvikmynda- tilboðum lengi framan af hvað finnst þér þá um allan þennan gauragang, sem í kringum þig er núna? U. A.: Ég hef ekkert við starfið að athuga þegar ég er að leika, en þetta finnst mér erfitt. (Hún átti við viðtalið.) Ég fylgist ekkert með þessum blaðaskrifum hvort sem er og ég hef svo mikið að gera, að ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast í heiminum, hvað þá heldur með sjálfa mig, vesal- Framh. á bls. 33. Ursula hvílist ásamt Jean Paul Belmondo milli atriða í kvik- myndinni „Kínversk œvintýri í Kína". FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.