Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 24
vitneskju um hvað um væri að vera. Langflestar verða konurnar viti sínu fjær af hræðslu. Þegar þær standa augliti til auglitis við böðulinn. Það eru aðeins örfáar undantekningar eins og Anna Antonio og Ruth Ellis, sem var hengd í Englandi árið 1955 fyrir að hafa skotið elskhuga sinn. Margar skröksögur hafa komizt á kreik í dagblöðum og tímaritum um Ruth Ellis. Ef til vill mest vegna þess, að hún var óvenjulega fögur kona. Staðreyndin er sú, að allan mánuðinn, sem hún beið dauða síns, var hún róleg og sýndi fá merki um ótta. Hún hafði skotið elskhuga sinn í af- brýðiskasti og um morguninn 16. júlí 1955 átti hún að gjalda fyrir það með sínu eigin lífi. Þessi fagra ljóshærða kona stóð á fætur þegar klefadyrnar opnuðust og böðullinn, Albert Pierre- point kom inn. Ruth Ellis brosti og heilsaði honum. Hún var bundin, en það varð engin þörf fyrir gæzlukonurnar tvær — hún gekk sjálf með lyftu höfði til gálgans, og tók sér stöðu undir reipinu. Pierre- point færði hana til um einn eða tvo þumlunga. — Er það gott þannig? spurði Ruth Ellis og leit á fallhlerann undir sér. Böðullinn svaraði ekki Hann dró svörtu hettuna yfir höfuð hennar — og broti úr sekúndu seinna hvarf hún inn í eilífðina. Ruth Ellis var undantekning frá regl- unni. Hún lét lífið með stóiskri rósemi á meðan gervallt England bað þess, að hún yrði náðuð. Það fór á annan veg hjá Styllou Christofi. Þessi 52ja ára gamla kona frá Kýpur kom til þess að búa hjá syni sínum og þýzkfæddri konu hans, Hella. Þau hjónin áttu þrjú börn. Frú Christofi varð óð af afbrýði gagn- vart hinni laglegu tengdadóttur sinni og þegar sonurinn bað móður sína að fara frá þeim í júlí 1954, kæfði hún tengdadótturina og gerði tilraun til að brenna líkið. Kaldan og næðingssaman desember- morgun sama ár opnuðust klefadyrnar í Hollowayfangelsinu og böðullinn kom til að sækja hana. Hún húkti úti í einu horninu, skjálfandi af ótta, ófær um að standa á fætur, æpti og sló til gæzlu- kvennanna, sem reyndu að ná henni. Þrjá menn þurfti til að halda henni meðan böðullinn fjötraði handleggi hennar niður með hliðunum. Síðan urðu þeir að mestu leyti að bera hana og halda henni uppréttri þar til böðullinn hafði komið reipinu fyrir um háls henn- ar. Aftaka konu hefur ávallt djúptækari áhrif á fólk en þótt karlmaður sé líf- látinn — og það án tillits til þess, hve illvíg hún hefur verið. í Ameríku er aftökudegi konu ávallt haldið leynd- um til þess að komast hjá vandræðum. Framh á bls 24. Það var afbrýði sem knúði frú Christofi til að myrða tensrdadóttur sína. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.