Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 36
GRENSÁSVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262 PARKET GÓLFFLÍSAR PARKET GÓLFDÚKUR ■ Glæsilegir litir - KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR • Hálfa öld Framh. af bls. 27. ★ SKIPSTJÓRI. Um þetta leyti vann ég að stofnun Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar með Ásgeiri Stefáns- syni. Jón heitinn Baldvinsson bankastjóri var mér hliðhollur og vildi að ég fengi skip aftur. Bæjarútgerðin keypti Maí, en ég fór skipstjóri á togarann Surprice haustið 1930. Var með hann þangab til seint á árinu 1931, fór þá í land. Þór- arinn Olgeirsson útvegaði, mér þá pláss á enskúm togara og ég var með hann 1932. Sá tog- ari hét Sabic. Ég fór svo i frí og vissi ekki annáð en að ég myndi halda þar áfram skip- stjórn þegar því væri lokið. Þá fékk ég skeyti þess efnis, að ég fengi ekki skipið meir. Það var svo mikil óánægja meðal togaramannanna ensku vegna þess að þeim þótti ís- lenzku skipstjórarnir vera að taka frá þeim plássin. Nokkru síðar fórst þessi togari út af Dýrafirði. Um þetta leyti var lítið um vinnu og ég gerði lítið annað en að fara einn fiskitúr með Venus fyrir Þórarin Ol- geirsson. Hann kom frá Eng- landi til Hafnarfjarðar og var þá fárveikur. Ég fór suðureftir og út með skipið. Fiskaði í það og skilaði því fullu af fiski við bryggjuna. Þórarinn var þá orðinn góður og fór með það út og seldi fyrir 1870 sterlings- pund. Það var toppsala. Eins og ég sagði áðan þá var Þórar- inn sá bezti húsbóndi sem ég hef haft. Hann var afburða fiskimaður og sérstaklega miða- glöggur. En hann var harður við sjálfan sig og aðra. Það var svo árið 1934 að ég fór á togarann Ver frá Hafnarfirði. Keypti í honum með Pétri Halldórssyni, Jóni Kjartans- syni og Jóhanni Ármanni Jóhannssyni og fleiri. Var með hann 1934 og 1935, en þá var hann seldur Norðfirðingum. Ég var með skipið áfram, sem nú hlaut nafnið Brimir. Við bjugg- um á Norðfirði. Ég var með Brimi alveg þangað til 1938, hætti þá og flutti suður. Sv. S. Framh. í næsta blaði. • Tóma líkkistan Framh. af bls. 21. Er þetta jarðarför Clarence Adams herra? — Jú, reyndar, svarar fang- elsisstjórinn. — Þá er líklega bezt að þér fáið að vita, að við höfum fengið upplýsingar um að Adams hafi sézt stíga upp í lest í Chicago... sagði þá fangavörðurinn. HORFINN. Fangelsisstjórinn náði strax í grafarann og bað hann opna kistuna. Kistan var borin inn í hús þar rétt hjá og lokið tek- ið af. Hún var hálffull af mold og grjóti, en þar sást ekki tangur eða tetur af líkinu. Lögreglan lokaði öllum veg- um og lét leita í öllum lestum frá Ch'ester, en of seint. Nákvæm rannsókn í fangels- inu og á öllum kringumstæð- um varðandi hinn meinta dauð-, daga Adams, leiddi í ljós að þar var enginn meðsekur. Sá orðrómur gekk að Adams hefði farið til Kanada í dularklæðum og það bárust upplýsingar bæði frá Toronto og Montreal um mann, sem svaraði nákvæm- lega til lýsingarinnar á Adams og að hann hefði haldið til á hótelum þar. Loks var því haldið fram að hann hefði komizt vestur og horfið í Mexíkó og eftir 1910 fréttist ekkert af honum. Gröf- in hefur líklega kallað hann aftur í þetta skipti fyrir fullt og allt. ENDIR. • Andið rétt Framhald af bls. 16. bezt súrefni það, sem fyrir er í andrúmsloftinu nú til dags, með fullkomnustu öndunarað- ferð. Hann heldur því fram, að menn láti sér annara um vélar sínar en sjálfa sig, og lýsir því á þessa leið: „í bifreiðum vorum líðum vér ekki stíflaðar benzínleiðsl- ur, gallaða blöndunga né annað það, er leiðir til lakari afkasta hreyfilsins. En léleg líkams- afköst sjálfra vor hirðum vér ekki um að bæta, þótt vér vit- um að þau orsakast af skorti á súrefnisgjöf, sem er svo nauð- synleg fyrir heilbrigði og vel- líðan þeirra ótölulegu fruma, er byggja upp líkama vorn. Vér getum andað oss til betri heilsu og bjartara lífs. Mér finnst vera tími til þess kom- inn, að vér lærum þessa ein- földu lífsspeki.“ J. B. þýddi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.