Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 27
• Hálfa öld Framh. af bls. 15. Á síldveiðunum sumarið 1916 urðum við á Ými fyrir óheppni. Skipið tók niðri og skemmdist, og þar sem ekki var hægt að framkvæma viðgerð hér á landi, varð að sigla því til Dan- merkur. Ég fór í land um haustið og hafði lítið að gera, þangað til Þórarinn Olgeirs- son kom með togarann Jarlinn frá ísafirði. Þá fór ég til hans. Það er ekki á neinn hallað, þótt ég segi, að Þórarinn sé bezti húsbóndi sem ég hef haft þó hann væri harður. Hann var líka bezti fiskimaðurinn á flotanum í þá daga. Hann fisk- aði alls staðar vel. Þú spurðir um vökulögin áðan. Einu sinni fórum við út, fiskuðum í Bugt- inni. Veðrið var gott og mikið fiskirí. Við vorum viku að fylla skipið og á þeim tíma sváfum við í heila sjö klukkutíma. Við sigldum út og seldum fyrir 900 sterlingspund. Það var topp- sala. Þá var algengt, að togar- arnir seldu fyrir 300—500 pund. Eftir þessa vertíð með Þórarni fór ég ekki á togara um sinn. Næstu vertíð, 1918 fór ég á kútter Keflavík. Þetta skip var af sömu stærð og Bergþóra, en búið að setja í hana hjálp- arvél. Við vorum á handfæra- veiðum. Þetta gekk allvel. Eft- ir vertíðina fór ég á flutninga- skipið Skaftfelling, sem þá kom nýr til landsins. Skipstjóri á honum var Jón Högnason. ★ HEKLUGOS OG SPÁNSKA VEIKIN. Það var Skaftfellingur sem kom með spönsku veikina til Vestmannaeyja, en hún hafði þá geisað hér í Reykjavík og Hafnarfirði. Það voru miklar hörmungar. Ég veiktist ekki, en konan mín, við vorum þá nýgift, veiktist og ég var víðs fjarri á sjónum. Það var reynt að stemma stigu við spönsku veikinni. Fyrst við Þjórsá og síðar við Markarfljót. Þann 12. nóvem- ber vorum við á Skaftfellingi í Vík í Mýrdal, vorum að skipa upp vörum og taka saltkjöt í tunnum um borð. Mér varð litið inn til landsins og segi við einn formanninn, Jón frá Götu í Mýrdal: „Hvað er þetta? Það sveipna skýin.“ Hann skip- aði mér að kalla alla upp úr lestinni og fara ofan í bátinn og í land með það sama. „Þetta er gos,“ sagði hann. Rétt í þessu sá ég hvar jakarnir komu veltandi fram sandinn sitt hvorum megin við Hjörleifs höfða. Þvílíkar hamfarir hafði ég aldrei séð. Sog, sem mynd- uðust í sjónum voru svo sterk, að við sáum sker undan landi, sem við höfum aldrei séð, hvorki fyrr né síðar. Það var rétt við vörina. Við náðum svo upp akkerinu og sigldum vest- ur Fjallasjó um nóttina. Þá var hægt að lesa á bók við birtuna aum. Við fórum út að sækja hann 6. febrúar og komum til Fleetwood. Þar var ósköp aumt og við fengum lítið að borða. Aðalmaturinn var pylsur og kartöflur Við sögðum Þórarni að þarna væri ekki verandi. Hann sagði okkur að koma til Grimsby, þar væri meira að éta. Við fórum svo með lest yfir og komum til Grimsby í sama mund og skipið kom þangað. Þá var eftir að meta — Olsen heldur áfram að reyna ný ráð við höfuðverk. frá gosinu. Sprengingarnar voru geigvænlegar og svo kom öskufallið. Við komum til Vest- mannáeyja daginn eftir. Þá var svo mikið sog í höfninni að þar hringsnerist allt. Bátarn- ir lágu á hálsum, keðjum sem voru strengdar eftir botninum. Þeir snerust sitt á hvað og við þorðum ekki að láta akkerið falla. Vorum hræddir um að það festist í botnkeðjunum og við næðum því ekki upp aftur. Við fórum út aftur og lögð- umst undir Eiðið, þangað til daginn eftir. ★ KONUNGSKÍKIÐ ÍSLAND. Þann 30. nóvember kom ég svo til Reykjavíkur. Var svo heppinn að við hjónin gátum farið niður að Stjórnarráði dag- inn eftir, 1. desember þegar danski fáninn var dreginn nið- ur og sá íslenzki að hún. Þetta var mikil stund í lífi og sögu þjóðarinnar, en samt var þarna ekki margt fólk við- statt. Spánska veikin sá fyrir því. Ég hafði lítið að gera. Stríðinu lauk um þetta leyti og þá var eins og vinnan minnkaði. Þórarinn Olgeirsson átti þá von á togaranum Belg- skipið og skila því. Flotinn tók skipið nýbyggt, en Þórarinn fékk leigu eftir það. Egill Skallagrímsson losnaði þá líka. Þetta voru fyrstu togararnir hér, sem voru með loftskeyta- tæki. Belgaum var smíðað- ur 1916 og var mjög vandað skip. Við komum 8. apríl til íslands og vorum settir í tveggja daga sóttkví inni á Rauðarárvík. Ástæðan var sú, að í Bretlandi gekk um þessar mundir innflúenza. Þeir vildu vita hvort þetta kæmi fram £ okkur, en enginn á skipinu veiktist. Við fengum svo að fara uppað og út á fiskirí rétt á eftir. Við vorum að á Selv.ogs- banka fyrstu túrana, veiddum í salt og síðar um vorið í ís. Ég var svo með Þórarni árið 1919, en árið eftir fór ég í Stýrimannaskólann. Var þann vetur 2 mánuði í skólanum. Var vel undirbúinn eftir því sem þá gerðist. Hafði lokið Iðn- skólanum á sinum tíma og var góður í íslenzku úr prentverk- inu. Það var þess vegna aðai- lega reikningur og siglinga- fræðin, sem ég þurfti að læra. Páll Halldórsson skólastinri vildi ég væri lengur þennan vetur, var hálf vondur þegar ég fór. Ég spurði hvort ég gæti fengið próf. Hann sagði að ég gæti fengið minna prófið, en ég fengi ekki að taka það. Hann sagðist ekki láta mig taka það, ég hefði ekkert við það að gera. Árið 1921 komu vökulögin. Það var mikil breyt-. ing til batnaðar. ★ STÝRIMAÐUR Á TOGARA. Veturinn eftir fór ég svo aftur í skólann, var um haust- ið en fór svo til sjós til að fá mér aura. Kom aftur undir vor og tók þá meira-prófið. Þórarinn Olgeirsson bauð mér stýrimannspláss 5. nóvember. Ég varð svo stýrimaður hjá honum um vorið, þar sem pláss- ið losnaði ekki fyrr. Ég var svo hjá Þórarni, fyrst á Belga- um þangað til Aðalsteinn Páls- son keypti hann 1925. Þá var verið að smíða Júpíter. Ég var skipstjóri á Belgaum vorið 1925 þangað til hann fór í hreins- un fyrir söluna. Þorsteinn í Þórshamri ætlaði að kaupa hann, en hafði ekki nóga pen- inga. Aðalsteinn kom svo í spilið. Mig minnir að hann hafi fengið skipið fyrir 250 þúsund. Ég fór svo út 1. september. Þá átti skipið að vera tilbúið. Mér leizt ekki á blikuna þegar út kom. Þá var rétt búið að leggja kjölinn og nokkur bönd. Samt lögðumst við undir kola- kranann hér á Austurbakkan- um 1. desember. Það var furðulegt hvað þeir voru fljótir að smíða skipið og negla allt saman af handafli. Okkur fannst skrýtið að þegar við komum að á nýju skipinu, var enginn á hafnarbakkanum til þess að taka á móti enda hjá okkur. Ég var svo stýri- maður hjá Þórarni á Júpíter þangað til 1929. Þá lét hann smíða Venus. Hann þoldi aldrei Júpíter. Spilið var sterkt, miklu sterkara en almennt gerðist og hristist skipið. Þór- arinn var nýrnaveikur en skip- stjóraíbúðin rétt aftan við spil- ið, og hristi hann í kojunni. Við hífðum hundrað faðmana á einni mínútu. Um að gera að vera nógu fljótur. Við fórum allir með Þórarni yfir á Venus. Tryggvi Ófeigsson keypti Jú- píter. Ég var svo á Venusi þessa vertíð en hætti að því búnu hjá Þórarni Olgeirssyni. Var orðinn þreyttur á að vera svo^n mikið að heiman, maður var ekkert við heimilið. Framh. á bls. 36. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.