Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 12
HVERS VEGNA EINMITT I Eftir AGATHA CHRISTIE — Mér þykir ákaflega fyrir því... sagði Hercule Poirot. Það var tekið fram í fyrir honum. Ekki ókurteislega, held- ur vingjarnlega, með lipurð og lagni. — Ég bið yður þess, Monsieur Poirot, að segja ekki nei formálalaust. Hér er um að ræða mjög alvarlegt ríkis- mál. Aðstoð yðar mun verða mikils metin á æðstu stöðum. — Mér er þetta ósegjanlega mikill heiður, sagði Poirot og sveiflaði hendinni, — en í sannleika sagt, þá get ég ekki tekið þetta verkefni að mér. Á þessum árstíma ... Herra Jesmond greip enn á ný fram í fyrir honum. — Jólin, já, sagði hann for- tölulipur. — Gamaldags helgi- hald á ensku óðalsetri. Hrollur fór um Hercule Poi- rot. Honum gazt hreint ekki að tilhugsuninni um enskt óðalsetur á þessum tima árs. — Góð, gamaldags jól! end- urtók herra Jesmond með áherzlu. — En ég er ekki Englend- ingur, sjáið þér til, benti Poi- rot honum á. — Að vísu ekki, samsinnti Jesmond, — en jól í Englandi eru full af gömlum siðvenjum og ég get fullvissað yður um, að á Kings Lacey munuð þér fá að reyna þau eins og þau gerast bezt. Það er dýrðleg, gömul bygging. Ein álman er allt frá því á fjórtándu öld. Aftur fór hrollur um Her- cule Poirot. Hugsunin um enskt óðalsetur frá því á fjórtándu öld fyllti hann skelfingu. Hann hafði oftar en einu sinni verið gestur á slíkum fornsögulegum stöðum og honum var kunn- ugra en frá þurfi að segja, hvaða þjáningar biðu hans. Hann leit viðurkenningaraug- um í kringum sig í hlýrri, ný- tízkulegri íbúðinni, með mið- stöðvarofnunum og súgþéttum gluggum. — Á veturna, sagði hann ákveðinn, — yfirgef ég ekki London. — Monsieur Poirot, ég held ekki, að þér gerið yður grein fyrir alvöru þessa máls. Jes- mond leit til fylgdarmanns síns og síðan aftur á Poirot. Þessi annar gestur Poirots háfði fram að þessu ekki sagt aukatekið orð ef frá er talið kurteislegt „Gleður mig að kynnast yður“. Nú sat hann og horfði á gljáfægða skó sína og vonleysið skein út úr kaffi- brúnu andliti hans. Hann var ungur maður, tæplega tuttugu og þriggja ára gamall og greini- lega heltekinn af örvæntingu. — Ójú, sagði Poirot. — Vita- skuld er þetta mjög aivarlegt mál. Hans hátign á samúð mína óskipta. — Þetta er ákaflega við- kvæmt vandamál, sagði Jes- mond og ræskti sig óstyrkur. Poirot flutti augnatillit sitt af unga manninum og á hinn eldri förunaut hans. Ef lýsa ætti herra Jesmond með einu orði, þá myndi það orð vera hæverska. Ólastanlegur klæðn- aður hans, fáguð rödd, sem aldrei hófst upp fyrir jafna, þægilega tónhæð, Ijóst hárið, sem var að byrja að þynnast við gagnaugun, fölt, alvörugef- ið andlitið. — Þér vitið, að lögreglan getur sýnt mikla nærgætni ságði Poirot. Jesmond hristi höfuðið ákveð- inn. — Lögregluna má ekki draga inn í þetta mál. Það myndi gera réttarrannsókn óumflýjan- lega, og við vitum svo að segja ekki neitt. Við höfum grun, en við vitum ekkert. — Þér eigið samúð mína ó- skerta, endurtók Poirot. Hafi hann haldið, að gestirn- ir myndu gera sig ánægða með samúð hans, þá skjátlaðist honum. Þeir vildu ekki samúð, þeir vildu raunhæfa aðstoð. Jesmond fór aftur að tala um töfra hins gamaldags, enska jólahalds. — Það er að hverfa smátt og smátt, sagði hann, — þetta hefðbundna jólahald. Fólk eyð- ir jólunum á hótelum nú á dögum. En ensk jól, þar sem öll fjölskyldan safnast saman, börnin og sokkarnir þeirra, jólatréð, kalkúninn og plómu- búðingurinn, snjókarlinn fyrir utan gluggann ... Poirot, sem var mjög rök- fastur maður, greip fram í fyrir honum. — Til þess að geta búið til snjókarl, verður maður að hafa snjó, sagði hann strangur. — Og það er ekki hægt að panta snjó, jafnvel ekki fyrir ensk jól. —Það er ekki lengra síðan en í morgun, að ég talaði við , einn vin minn á veðurstofunni, sagði Jesmond, — og hann sagði mér, að miklar líkur væru til þess, að við fengjum hvít jól. Þessi fullyrðing geiði aðeins illt verra. Kuldahrollur fór enn um Hercule Poirot, er hann sagði: — Snjór í sveit- inni! Þá kastar fyrst tólfunum. Stórt, ískalt steinhús. — Langt frá því, sagði Jes- mond. — Þar hafa ýmsar breyt- ingar orðið á síðustu árin. Nú hefur fólk olíukyndingu. — Er olíukynding á Kings Lacey? spurði Poirot. í fyrsta skipti virtist hann nú á báðum áttum. Jesmond fylgdi sigrinum eft- ir. — Já, svo sannarlega, sagði hann. — Miðstöðvarofnar í hverju svefnh^rbergi og nóg af heitu vatni. Ég fullvissa yður um það, kæri Monsieur Poirot, að ekki er hægt að láta sér líða betur að vetrarlagi, en á Kings Lacey. Yður kynni jafn- vel að finnast húsið of heitt. — Það tel ég nú einkar ólík- legt, sagði Hercule Poirot. Jesmond beindi samtalinu með lagni inn á nýjar brautir. — Þér getið áreiðanlega gert yður í hugarlund, í hversu al- varlegri klípu við erum, sagði hann í trúnaði. Poirót kinkaði kolli. Vanda- málið var mjög erfitt viðureign- ar. Ungur prins, einkasonur auðugs og voldugs nýlendu? höfðingja, hafði komið til London fyrir nokkrum vikum. í heimalandi hans var nýlokið tímabili óeirða og illdeilna. Enda þótt þjóðin héldi tryggð við föðurinn, sem ekki' vildi segja skilið við sína gömlu austurlenzku lifnaðarhætti var fólki öllu minna um son hans gefið. Ævintýri hans höfðu bor- ið keim af vestrænum áhrif- um og urðu þar af leiðandi hvorki viðurkennd né afsökuð. En nú hafði hann nýverið látið kunngera trúlofun sína. Hann átti að kvænast frænku sinni, ungri konu, sem þrátt fyrir háskólamenntun í Cam- 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.