Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 31
— Jú, það var mín hugmynd, sagði írú Lacey. — Horace var hlynntastur því, að neita Söru um að sjá hann aftur og það allt. En ég sagði, að ekkert vit væri í að taka því þannig tök- um. „Við bjóðum honum hing- að,“ sagði ég. „Ásamt allri fjöl- skyldunni. Látum hana sjá hann í okkar umhverfi á okkar heimili og verum sérstaklega kurteis við hann — þá missir hún ef til vill áhugann á hon- um.“ — Ég held að það hafi verið mjög skynsamlegt af yður, Madame. — Við verðum að vona það, andvarpaði frú Lacey. — En það virðist ekki hafa komið að miklu gagni enn. Hann hefur að vísu aðeins verið hér fáeina daga. Spébolli kom allt í einu í ljós í hrukkóttri kinn hennar. — Það versta er, að ég verð að viðurkenna að ég kemst ekki hjá því að falla vel við hann — eða réttara sagt finna persónutöfra hans, enda þótt ég sjái að sjálfsögðu við hon- um og viti að hann er sann- kölluð hengilmæna. Og þó hef- ur hann sínar góðu hliðar. Hann spurði hvort hann mætti taka systur sína með sér hing- að. Hún er að ná sér eftir skurð- aðgerð og honum fannst svo ömurlegt að vita af henni á hressingarhæli um jólin, að hann spurði hvort hún mætti koma hingað. Hann kvaðst skyldu færa henni upp allan mat til þess að valda okkur ekki aukinni fyrirhöfn. Og þetta var þó vissuleg? fallegt af honum, finnst yður ekki? — Það ber vott um um- hyggjusemi, sagði Poirot hugs- andi, — sem nærri því virðist dálitið óeðlileg. — Æ, ég veit ekki. Menn geta átt til ættrækni þótt þeir séu að eltast við unga, ríka stúlku. Og Sara verður mjög auðug — hún erfir ekki mikið eftir okkur, þar eð megnið af peningunum auk hússins hérna kemur í hlut Colins — en þeg- ar hún verður tuttugu og eins árs, fær hún allan móðurarfinn sinn. Hún er aðeins tvítug núna. Nei, mér finnst reglu- lega fallegt af Desmond, að hugsa um systur sína og hann hefur staðið við orð sín og ber mestailan matinn upp til henn- ar sjálfur. En engu að síður, bætti frú Lacey við ákveðin, — vil ég ekki að Sara giftist honum. Haldið þér, að þér munið geta hjálpað okkur á einhvern hátt? — Það gæti hugsazt, svar- aði Poirot, — en ég vil ekki lofa of miklu. Ég get aðeins sagt, að ég skal gera það sem ég get ef ekki af öðru, þá til þess að votta yður þakklæti mitt fyrir að hafa sýnt mér þá vinsemd, að bjóða mér hingað um jólin. Hann litaðist um í stórri stofunni. — Það er varla neinn hægðarleikur, að hafa svo marga gesti á þessum tima? — Ojæja, það er ekki eins erfitt og margur heldur. Fólk úr þorpinu kemur hingað og hjálpar til — tveir taka morgunverkin, tveir aðrir sjá um hádegisverðinn og þvo upp og enn tveir eru hér á kvöldin. Það er nóg af fólki, sem gjarn- an vill vinna nokkrar klukku- stundir á dag. Og á jólunum erum við sérstaklega heppin. Hún frú Ross, blessunin, bregzt okkur aldrei. Hún er afbragðs matreiðslukona. Hún dró sig í hlé fyrir tíu árum, en hún hleypur alltaf undir bagga með okkur. Og svo höfum við auðvitað Peverell. — Er það brytinn? — Já, hann ér kominn á eftirlaun og býr í litlu stof- unni við hliðina á húsvarðar- bústaðnum, en hann krefst þess að fá að ganga um beina hérna á jólunum, enda þótt hann sé orðinn svo gamall og riðhent- ur að ég er dauðhrædd um, að hann missi allt út úr hönd- unum á sér. — Svo þér sjáið, að hér er allt til reiðu til þess að við getum átt notaleg og velheppnuð jól. Og það hvít jól, bætti hún við og leit út um gluggann. — Sjáið þér? Það er byrjað að snjóa. En nú eru börnin að koma inn. Þér megið til að hitta þau, Monsie- ur Poirot. Poirot var kynntur hátíðlega fyrir unga fólkinu. Fyrst Colin og Michael, dóttursyninum og skólafélaga hans, hraustlegum og viðfelldnum fimmtán ára drengjum og var annar dökk- ur yfirlitum, hinn ljóshærður. Síðan kom Bridget, frænkan, dökkhærð stúlka á líku reki, tápmikil og fjörleg. — Og þetta er sonardóttir mín Sara, sagði frú Lacey. Poirot horfði með athygli á þessa ungu, fríðu stúlku með þykka, rauða hárið. Hún virt- ist taugaóstyrk og nokkuð vör um sig, en var auðsjáanlega mjög hlýtt til ömmu sinnar. — Og þetta er Desmond Lee- Wortley. Lee-Wortley var klæddur þykkri lopapeysu og svört- um, þröngum molskinnsbuxum. Hár hans var í síðara lagi og vafasamt var hvort hann hefði fiy/on teygjusokkarnir eru beztu sokkarnir fyrir konur sem standa mikið við störf sín - þeir gefa fótunum alhliða stuðning og eru auk þess jafnfallegir og venjulegir nylonsokkar tízkulegir ofþreytondi 100 prósent nylon IJalcé nylon teygjusokkar EFNAGERÐ REYKJAVIKUR H. F. ihqvi hra/h FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.