Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 30
Ef þcr vitjið vcita yöur íþíj tjcsittttt tjöar tirvais tttttlitöir. fullkatttaa þjónustu (ttj hlýlegt uttthverfi þtt vcÍjiö þcr örugfjlcga JX A tl S TM Ð • Búðíngurínn Framh. af bls. 13. skylduhópinn á þennan hátt. — Okkur finnst það bara skemmtilegt, sagði frú Lacey sannfærandi. — Og enda þótt Horace virðist eitthvað afund- inn þá skuluð þér ekki fást um það. Hann er bara þannig. Það sem maður hennar, Lacey ofursti, hafði í raun og veru lagt til málanna, var þetta: — Ég fæ ekki skilið hvers vegna þú vilt hafa þennan bannsetta útlending hér á jólunum. Getur hann ekki komið á einhverjum öðr- um tíma? Ég hef mestu skömm á útlendingum! Þá það, þá það, það var Edwina Morecombe, er tróð honum upp á okkur. En ég vildi gjarnan fá að vita, hvað þetta kemur henni við. Hvers vegna gat hún ekki boð- ið honum til sín á jólunum? — Vegna þess að Edwina er alltaf á Claridge um jólin, og það veiztu vel. Lacey ofursti hafði litið hvasst á hana. — Þú ert lík- lega ekki með neitt ráðabrugg, Em? — Ráðabrugg? svaraði Em og horfði á hann sakleysisblá- um augum. — Nei, vitanlega ekki. Hvers vegna ætti ég að vera að því? Maður hennar hló góðlátlega. — O, þú veizt að þér er trú- andi til að gera sitt af hverju. Og þegar þú ert sem sakleysis- legust á svipinn, þá býrðu ávallt yfir einhverju. Frú Lacey minntist þessa samtals þegar hún hélt áfram: — Edwina sagði, að þér mund- uð ef til vill geta hjálpað okk- ur . .. Ég veit ekki hvernig, en hún sagði að þér hefðuð einu sinni veitt nokkrum vinum hennar mikilsverða aðstoð í... í svipuðu máli og okkar. En þér skiljið kannski ekki um hvað ég er að tala? Poirot sendi henni uppörv- andi augnaráð. Frú Lacey var komin fast að sjötugu, hnar- reist með snjóhvítt hár, rós- rauðar kinnar, blá augu, hlægi- legt, lítið kartöflunef og ákveð- inn hökusvip. — Ef ég get hjálpað yður á einhvern hátt, skal það vera mér sönn ánægja, sagði hann. — Mér skilst, að hér sé um að ræða mjög svo — hm —óheppi- lega ást ungrar stúlku. Frú Lacey kinkaði kolli. — Já, það er í rauninni merki- legt, að ég skuli geta setið hér og talað við yður um þetta. Þér eruð þó, þegar öllu er á botninn hvolft, bláókunnugur maður... — Og útlendingur, skaut Poirot inn í með skilningsríku brosi. — Já, en það gerir mér á vissan hátt auðveldara fyrir. Edwina áleit að minnsta kosti, að þér vissuð ef til vill eitthvað — eitthvað, sem að gagni mætti koma um þennan Desmond Lee-Wortley. Poirot þagði augnablik, meðan hann í huganum tók ofan fyrir hugvits'jemi Jes- monds og hvernig honum hafði tekizt að nota lafði Morecombe áhugamálum sínum til fram- dráttar. — Eftir því, sem mér skilst, þá hefur hann ekkert sérlega gott orð á sér, þessi ungi mað- ur? byrjaði hann gætilega. — Nei, það er bæði satt og víst. En það fer fyrir ofan garð og neðan hjá Söru. Það er aldrei til neins að segja ung- um stúlkum, að karlmaður hafi slæmt orð á sér, haldið þér það? Það espar þær bara! — Þér hafið öldungis á réttu að standa, sagði Poirot og kink- aði kolli. — En segið mér nú hvað það er, sem kvelur yður. — Sonur okkar fórst í stríð- inu, sagði frú Lacey. — Tengda- dóttir mín dó, þegar Sara fædd- ist svo að hún hefur ávallt búið hjá okkur. Við höfum ef til vill ekki alið hana rétt upp, en við álitum að okkur bæri að veita henni eins mikið frelsi og auðið væri. En núna — jæja, hún er komin inn í ein- hvers konar listamannaklíku, hefur tekið á leigu litla íbúð í Chelsea og gengur í einkenni- legum fötum og svörtum eða skærgrænum sokkum. Og eftir því, sem ég bezt fæ séð, hvorki þvær hún né greiðir hárið. — Það er tízkan sem stend- ur, sagði Poirot hughreystandi. — Þau vaxa áreiðanlega upp úr þessu. — Já, ég veit það, sagði frú Lacey. — Það er ekki það, sem veldur mér áhyggjum. En nú er hún byrjuð að vera með þessum Demond Lee-Wortley og hann hefur, satt að segja, mjög slæmt orð á sér. Hann læt- ur ríkar stúlkur sjá fyrir sér að meira eða minna leyti og þær virðast vera alveg vitlausar í honum. Það munaði minnstu að hann kvæntist ungfrú Hope, en foreldrar hennar létu gera hana ófjárráða, eða eitthvað þess háttar. Og þetta er það, sem Horace vill helzt taka til bragðs. Hann segir að við verð- um að gera það til að verndaj hana. En mér finnst það alls ekki góð hugmynd. Þau myndu bara strjúka til Skotlands eða frlands eða Argentínu og láta gefa sig saman þar. Og ég vil ekki, að Sara, sem í rauninni er mjög indæl stúlka, giftist þessum Desmond. Þau David Welwyn, sem einnig er hér núna, voru ávallt svo góðir vinir og hrifin hvort af öðru, að við vonuðum, Horace og ég, að einhvern tíma yrðu hjón úr þeim. En nú finnst henni vitan- lega aðeins að hann sé þurr og leiðinlegur og hún er yfir sig ástfangin af Desmond. — Ég skil þetta ekki vel, Madame, sagði Poirot. — Er hann ekki einnig gestur yðar hér núna, þessi Desmond Lee- Wortley? FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.