Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 34
Konur líflátnar ■H wm Ef vatnsleiðslan bilar í húsi yffar má telja víst aS af því leiffi tjðn, er hæglega getur numiff tugum þúsunda. Gegn þessu er unnt aff tryggja meff VATNSSKAÐATRYGGINGU HÖSEIGNA, en hún tekur til tjóna, sem verffa á húseigninni af völdum skemmda effa bilana á vatnsleiffslum og öffrum tækjum innanhúss. ISgjaldiff er reiknaff af brunabótamati, eins og þaff er á hverjum tíma, ein króna af hverju þúsundi. Ekki eru teknar til tryggingar einstakar fbúffir, heldur affeins heifar hús- eignir. Vátrygging þessi er þvi miffur ekki nægilega algeng meffal húseigenda. Vér veitum yffur allar nánari upplýsingar. Hringiff til vor og fáiff tryggingu á húseign yffar nú þegar. Sími 11700, SJOVATRYGGINGARíELAG ISLAIS HF. er grafið: Segðu þeim að þú verðir að fara. Hún er einnig sú kona, sem kvikmyndaframleiðandinn Ro- bert Aldrich hefur kallað mögulegan arftaka Dietrich. Hann hefur einnig sagt, að hún sé litríkari en Bardot. „Bardot er kettlingur; Ursula er kött- urinn.“ Eiginmaður hennar hefur sagt um hana, að hún sé „mjög kæn og harðdugleg kaupsýslu- kona, skarpskyggn... laus í rásinni, óútreiknanleg, fégjörn, gefin fyrir að prútta ... nærri barnslega óspilltur persónu- leiki.“ Þessi fríði og myndar- legi leikari, sem kýs heldur að vera leikstjóri, spáði því, að leiklistin myndi breyta henni. „Hún segir ávallt, ’Reyndu ekki að breyta mér. Ég er bara ég sjálf*. Mig langar ekki til að breyta henni. En leiklistarfer- illinn gerir það.“ Ursula Andress er ljóshærð stúlka, sem hvorki þráði né vildi vinna að því að verða stjarna. Þó gerðist það nýlega, þegar verið var að fala hana í eitthvert hlutverkið, að hún sagði hortug: „Vita þeir ekki, að ég er mjög dýr?“ ★ ★ 34 Frarah. af bls. 24. Louise Peete var 68 ára gömul. 25 árum áður hafði hún verið dæmd til lífláts fyrir morð en dómnum var breytt í ævilangt fangelsi. Það varð ekki ævi- langt — hún slapp út og fáum árum síðar myrti hún hjón þau, sem séð höfðu aumur á henní og gefið henni heimili. Louise Peete hélt að hún gæti leikið á dauðann með því að halda niðri í sér andanum í gasklefanum. Allt liðlangt ár- ið, sem hún sat í dauðaklefan- um þjálfaði hún sig í að halda niðri í sér andanum. Síðast gat hún haldið honum í rúmar tvær mínútur. Hún var fullkomlega sann- færð um, að hún gæti haldið andanum niðri í sér þar til gasið hefði rokið út úr klefan- um. Hún vildi ekki trúa því, að klefinn væri algjörlega loft- þéttur og engin leið væri til undankomu. — Þið getið ekki drepið mig, ég er of sterk, sagði hún þegar hún var bundin við stólinn. Vitnin sáu hana hlusta ákaft og þegar hylkin runnu niður í sýruna, dró hún djúpt and- ann — og hélt honum niðri. Fingur hennar krepptust svo fast um stólarmana, að æðarn- ar tútnuðu á handleggjunum. Nokkrum sekúndum, ef til vill mínútu seinna tók hún andköf og gleypti í sig gasið. Hin rúmlega þrítuga Barbara Graham reyndi einnig að halda niðri í sér andanum í gasklef- anum. Fingur hennar hvítnuðu á stólörmunum en svo byrjaði hún allt í einu að anda hægt og rólega eins og til að ljúká þessu af sem skjótast. Hörmulegasta aftaka, sem farið hefur fram á konu í allri réttarfarssögu Ameríku, var þegar Mary Stuart átti að deyja árið 1865. Hún var ófríð kona og átti hvorki vini né skyldfólk. Hún var ákærð fyr- ir þátttöku í morðinu á Lincoln forseta — þátttöku vegna þess að morðinginn háfði búið í gistihúsi hennar! Frekari aðild hefur aldrei verið sönnuð á hana. Milli hennar og laun- morðingjans Booth höfðu að- eins ríkt venjulegir leiguskil- málar. Réttarhöldin gegn henni fóru fram með leynd. Hún var dæmd til dauða og átti að hengjast aðeins fáum klukku- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.