Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 33
manni, hafði hún rótgróna andúð á því að heimsækja krá staðarins með Desmond. Kon- urnar á Kings Lacey höíðu aldrei farið' til „The Speckled Boar“ og hún fann óljóst til þess, að það myndu vera svik við afa hennar og ömmu. Og hvað gerði það til? myndi Desmond hafa spurt. Ja, hugs- aði Sara í augnabliks gremju, það ætti hann að geta skilið. Það var ekki hægt að særa tilfinningar slíks ágætisfólks, eins og afi og amma voru, nema bráða nauðsyn bæri til. Þau höfðu verið forkunnar indæl að leyfa henni að lifa sínu eigin lífi þrátt fyrir það að þau gætu alls ekki skilið hvers vegna hún vildi búa í Chelsea. En vitanlega átti hún Em það að þakka. Afinn hefði aldrei leyft henni það, hefði hann mátt ráða. Sara Æki í neinar graf- götur um afstöðu afa síns. Það var ekki að hans ráðum, sem Desmond var boðið til þeirra á jólunum. Það hafði Em séð um og Em var indælasta amma í ailri veröldinni. Þegar Desmond var farinn til að aka bílnum út, stakk Sara aítur kollinum inn í stof- una. — Við ætlum til Market Ledbury, sagði hún. — Okkur datt í hug að fá okkur glas í „The White Heart“. í rödd hennar var óljós ögr- unarhreimur, en frú Lacey virtist ekki táka eftir því. — Já, gerðu það væna mín, sagði hún. — Það verður áreiðan- lega skemmtilegt. David og Diana hafa farið út í göngu- ferð, sé ég. Ég er sannarlega fegin að ég skyldi bjóða henni hingað um jólin. Það er ömur- legt að verða ekkja svona ung — aðeins tuttugu og tveggja ára — ög ég vona innilega að hún gifti sig sem fyrst aftur/ • Ursula Andress Framh. af bls. 19. inginn. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að verzla meðan ég var í Róm og ég borðaði aðeins tvisvar sinnum úti meðan verið var að kvikmynda Victim. Allt í einu er allt á fleygiferð. Þeir vilja fá mig í þetta. Þeir vilja fá mig í hitt. Sp.: Finnst þér, að áhugi þeirra sé á þér sem leikkonu eða sem kynferðistákni? U. A.: Tja, það er alltaf verið að reyna að mynda á mér brjóstin eða bakhlutann. „Nei,“ segi ég. „Brostu,“ segja þeir. „Nei,“ segi ég aftur. Ef ég er ekki í skapi til að brosa þá brosi ég ekki. Ég vil heldur ekki hafa brjóst og bakhluta til sýnis hvar sem er. Ég hef enga trú á að flagga þeim mál- um. Ennþá minni trú hef ég á allri sýndarmennsku í sam- bandi við þau. Sp.: Hvers óskarðu þér af lífinu? U. A.: Að vita það, sem hægt er að vita, sjá það, sem hægt er að sjá, ferðast og kaupa allt, sem mér þykir fallegt. Mér leiðist aldrei — aldrei nokkurn tíma. Ég hef alltaf í hundrað þúsund horn að líta.-Ef ég er ekki að vinna þá er ég önnum kafin við eitthvað annað. Ég þyrfti að hafa fimmtíu klukku- stundir í sólarhringnum. Sp.: Geturðu metið sjálfa þig fyrir mig? U. A.: Ég skil ekki sjálfa mig mjög vel. Ég er mjög tauga- spennt. Tilfinningarnar koma og fara skyndilega. Það sem ég finn, myndi ég vilja koma orð- um að eða leika á píanóið. En mig vantar orð og ég kann ekki að leika á píanó. Því hlæ ég og æpi í staðinn. Ég læt til- finningar mínar í Ijósi meir en flestir aðrir. Ég hef enga stjórn á þeim. Ég get ekki vitað um viðbrögð mín fyrirfram. Ég kemst í uppnám út af minnstu smáatriðum, jafnvel ef einhver heilsar mér öðruvísi en ég átti von á. Ég er oft agndofa yfir minni eigin hegðun. (Við vor- um að fara fram hjá verzlun og Ursula sá fuglabúr í glugg- anum.) Ég vil eiga þau. Þau eru falleg, en ég vil ekki hafa dýr í búrum. Nú veit ég! Ég get notað þau undir blóm. Sp.: Ein spurning að lokum — hverja myndir þú sjálf til- nefna sem fegurstu konu heimsins? U. A.: Uss, þetta er bara eitt af þessum slagorðum. Á morg- un verður það einhver önnur. Það eru svo margar fallegar konur til, hvernig er hægt að segja um það? Og eins og ein- hver sagði einhvern tíma, „hvernig ætti ég að geta það? Ég hef ekki séð allar konur 1 heimi.“ Þetta, vinir mínir, var örlítill hluti af Ursulu Andress, stúlk- unni, sem er alltaf svo síðbúin að maður hennar, John Derek, gaf henni úr, sem í stað tölu- stafa hefur þessa bókstafi: IT IS LATE LOVE. Aftan á það HEILDSÖlUBiRGÐIR KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 WALTHER þykir véla bezt viltu reyna WALTHER? WALTHER hér og WALTHER þar, WALTHER alls staðar. SKRIFSTOFLÁHÖLD Skúlagötu 63 - Sími 1 79 66

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.