Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 37
DÖNBKU IMAK GÚMÍHANSKARNIR RYÐJA SÉR BRAUT. ÞEIR. SEM HAFA NDTAÐ IMAK VILJA EKKI ANNAÐ. - IMAK ÁVALLT MJÚKIR DB LIPRIR. LÉTTA STÖRFIN. ÞAÐ BDRBAR SIB AÐ KAUPA IMAK. FÆST í 6 MISMUNANDI GERÐUM. Heilverzlun AMDRÉSAR GLÐMASOMAR HVERFISGÖTU 72. SÍMAR 2D54D. 1623D. SEDRUS sí. auyiýsir: Einsmannssveínsófi, stœrS 145 cm lengist upp í 185 cm með púðunum, sœngurfata- geymsla undir, stólar fást í stíl við sófann. SEDRCS sf. húsgagnaverzlun Hverfisgötu 50 — Simi 18830 Demantur Framh. af bls. 11. London, heldur drottningunni sjálfri. Það er ómögulegt að segja um, hvers virði Cullinan-dem- anturinn er, hvorki í sinni upp- runalegu mynd né eftir að hann var hlutaður í sundur. hann hefur aldrei verið boðinn til sölu og verður það varla nokkurn tíma. Krúnuskartgrip- irnir sem slíkir verða ekki metnir til fjár en sérfræðing- ar gizka á tólf hundruð millj- ónir króna eða þar um bil. Aðeins einu sinni hefur ver- ið gerð tilraun til að stela krúnudjásnunum og það var löngu áður en Cullinan-dem- antinum var bætt við safnið. Það var í stjórhartíð Karls II, þegar gripirnir voru í fyrsta skipti til sýnis. Árið 1671 var Thomas Blood ofursti gripinn, þegar hann flýði út úr Tower of London með veldissprotann og eina kórónuna. En í stað þess að vera hengdur og lagð- ur á hjól og steglur, var hon- um boðin staða í stjórninni og honum var meira að segja leyft að halda óðölum sínum í sveit- inni. Danmörk og England eru einu löndin, sem hafa ríkis- skartgripi sína til sýnis fyrir almenning. Sýningin er mikil upplífgun fyrir hinn drunga- lega Tower kastala og hana heimsækja rúmlega 350.000 manns á ári hverju. Mesta at- hygli vekur að sjálfsögðu „Stjarna Afríku“. Ef að líkum lætur mun held- ur aldrei framar finnast dem- antur, er jafnast á við hann. Námusérfræðingar telja að ef annar demantur af Hkri stærð skyldi leynast í fylgsnum námuganganna, þá muni hann áreiðanlega brotna í fruntaleg- um aðferðum nútíma námu- reksturs. Nema því aðeins, að hann komi í ljós af tilviljun, eins og Cullinan-demanturinn þennan ógleymanlega dag í Transvaal fyrir sextíu árum. • Ég er saklaus brigði, hverri hreyfingu, til þess að koma ekki upp um tilfinn- ingar sínar? Eða vegna þess hve Louise var fullkomin fram i fingurgóma? Það lá eitthvert kæfandi farg yfir Malingsfors. Hvað var Ulf að gera í þessu? Eflaust voru þau Louise ánægð yfir að fá að vera í friði. Ef ti’ vill sátu þau og brostu ástfang- in hvort við öðru. Ulf hefði þá þennan hlýja glampa í augun- um... Marianne óskaði að hún hefði getað verið kyrr í þorpinu. Aldrei hafði hádegishléið liðið svo fljótt. Þegar hún og Jans- son sneru aftur til vinnunnar fannst henni að brekkan upp að herrasetrinu væri orðin brattari en þegar hún gekk hana síðast. 1 trjágöngunum kom bíll á eftir þeim. Það var Hákon. Það lifnaði yfir Marianne af gleði og feginleik. Hann nam staðar og opnaði bíldyrnar. — Stökktu inn, Marianne! sagði hann með ákefð. Ég verð að tala við þig. Hann ók Jansson upp að skrif- stofunni, en sveigði siðan kring- um garðflötina og ók niður trjá- göngin. — Jæja, hvað er það? spurði Marianne. — Þú mátt ekki reiðast mér, Marianne, byrjaði Hákon. Mér fannst að mér bæri skylda til að bæta þér það upp að einhverju leyti, hvað ég var huglaus að bregðast þér hérna um árið, þegar verst stóð á fyrir þér. Ég var töluvert hrifinn af þér, en ég varð æstur út af ... — Þvi að ég vildi ekki gang- ast við glæp, sem ég var saklaus af? —■ Það var vitanlega rangt af mér, en ég var aðeins strák- hvolpur þá og varð fyrir áhrif- um af almenningsálitinu... en það, sem nú hefur sannfært mig algjörlega er, að þú skulir muna einstök smáatriði svo greinilega: rödd þessa manns, hendur hans og seðlaveskið. Lögreglan var á sama máli: Marianne settist teinrétt upp í sætinu. — Lögreglan? — Einmitt. Til hvers hélztu, að ég hefði ætt af stað til Falun í morgun? — Hvernig átti ég að vita það? Fórstu til lögreglunnar? — Já, en ég þorði ekki að minnast á það við þig, ef þeir skyldu skirrast við að aðhafast nokkuð í málinu. En þegarég var búinn að segja þeim alla sög- una, þá lofuðu þeir að rann- saka herra Vilhelmsson ofur- litið nánar, ganga úr skugga um hvenær hann hafi farið til Hollands og hvort hann hafi kannski í staðinn heimsótt lítið þorp, sem aðeins hefur tveim leigubílum á að skipa og liggur einhvers staðar nálægt gatna- mótum Gautaborgarvegarins og þjóðvegarins. Marianne sat hreyfingarlaus og horfði á glettnislegan vanga- svip hans. Hann var reglulega fallegur með skeggið sitt! Tárin runnu niður kinnar hennar, en hún fann ekki fyrir því. — Þetta... þetta er blátt áfram ótrúlegt! hvíslaði hún. Framh. á bls. 42. 37 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.