Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 32
HIÐ NYJA GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR GEGN SYRUM OG VERÐUR AHRIFA VART INNAN 21 DAGS: Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið i baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag. Eftir 21. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann styrkleika,sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvernig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor inniheldur efnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremaframleiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, sem Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Einfaldar reglur, sem tryggja heilbrigðar tennur Það eru tvaer grur.dvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tcnnur: (i) Burstið tennurnar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að reglúleg tannhreinsun er undírstaða heiibrigðra.íanna og góms, hfejns og fersks munns. Með því að bursta tennurnar vel fjarlagið þér mat, sem annars mýndar skaðlegar sýrur. Burstið upp og ^ niður, einnig bak við tennurnar, —verið vandvirk. Farið reglulega til tannlæknis, það sparar yður óþægindi og sársauka. Heilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið því vel um tennur yðar. Látið fjölskyldu yðar byrja að nota Gibbs Fluor TANNKREM 1 Gíbbs fluoride X-GF 2/ IGC-8041 rakað sig þann daginn. Algjör andstæða hans var kyrrlátur og traustvekjandi ungur mað- ur, David Welwyn að nafni, sem hafði geðfellt bros og virt- ist svarinn bandamaður sápu og vatns. Sú síðasta, sem kynnt var fyrir Poirot var lagleg stúlka, nokkuð strengd á svip, sem hét Diana Middleton. Teið var borið inn, staðgóð máltíð með hveitikökum, smurðu brauði og þrem köku- tegundum. Unga boðsfólkið tók ávallt hraustlega til matar síns á þessum tíma dags. Lacey of- ursti mætti seinastur. Hann tók við tebollanum af konu sinni, birgði sig upp meö tvær hveitikökur, leit fyrirlitningar- augnaráði á Desmond Lee- Wortley og fékk sér sæti eins langt frá honum og hann gat. Hann var hár og þrekvaxinn maður, með loðnar augnabrún- ir og rautt, veðurbarið andlit. Þegar þau höfðu lokið við að drekka teið, hvarf unga fólkið aftur. — Þau ætla sennilega upp að leika sér að segulbandstækj- unum sínum, sagði frú Lacey við Poirot. Hún horfði ástúð- lega á eftir Colin, þegar hann gekk út um dyrnar. — Þau hafa eingöngu tæki og vélar í höfðinu núorðið. En drengirnir og Bridget höfðu annað í huga. Þau komu sér saman um, að ganga niður að víkinni til þess að athuga hvort ísinn væri nógu traust- ur til þess að hægt væri að fara á skauta. — Eigum við ekki að fara í gönguferð, David? sagði Diana Middleton blíðlega. David hikaði andartak og leit til Söru. Hún stóð við hlið Desmonds með höndina á hand- legg hans. — Allt í lagi, sagði David. — Við skulum gera það. Diana smeygði handlegg sín- um innundir hans, þegar þau hurfu út um garðdyrnar. — Eigurri við að fara út líka, Desmond? spurði Sara. — Það er hræðilega heitt hérna inni. Við hefðum gott af að fá okk- ur ferskt loft. — Út að ganga? át Desmond eftir. — Nei, tökum heldur bíl- inn og ökum til „The Speckled Boar“, þar getum við fengið okkur að drekka. Sara var á báðum áttum. — Getum við ekki farið inn til Market Ledbury og heim- sótt „The White Heart“ þar í staðinn? Það er miklu skemmti- legra þar. Jafnvel þótt Sara hefði ekki viljað játa það fyrir nokkrum Sterkt nýtt vopn í baráttu yðar gegn tannskemmdum 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.