Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 21
LEYNDARDQMUR STÓMU UNNAR KISTAN, sem hafði inni að halda jarðneskar leifar Clar- ence Adams, var borin út úr litlu timburkirkjunni í Chester, sem er smábær langt inni í skógum Nýja Eng- lands í Bandaríkjunum. Henni var kom- ið fyrir á hestvagni, til hinnar hinztu ferðar í kirkjugarðinn. Syrgjendurnir við jarðarförina voru ekki tiltakanlega margir, því að Clar- ence Adams hafði ekki verið einn af dáðustu borgurum Chester. Meðborgar- ar hans þar höfðu þvert á móti borið vitni gegn honum í réttarhöldum, sem leiddu til þess að hann var sendur til Windson ríkisfangelsisins vorið 1902. og þar átti hann að afplána 10 ára dóm fyrir þjófnað. Og án þess að gruna hið allra minnsta áttu þeir nú að verða vitni að síðasta og stórkostlegasta uppá- tæki hans. Tveir læknar höfðu lýst því yfir að Adams væri látinn úr lungnabólgu, eða réttara sagt, vatnssótt í lungunum meðan hann afplánaði dóm sinn og fangelsisstjórinn hafði fylgzt persónu- lega með öllum undirbúningi að jarðar- förinni. Samt sem áður átti Adams eftir að koma fram í dagsljósið, frískur og frár og þá í Kanada. Hafði hann beitt einstakri snilli sinni til að leika á fólkið, eða var hér um eitthvað yfirnáttúrulegt að ræða eitt- hvað sem liggur fyrir utan mannlegan skilning? Því getur enginn svarað, en samt sem áður er flótti Adams úr gröfinni einn leyndardómsfyllsti atburður allra tíma. Adams hafði erft blómstrandi bónda- bæ í Nýja Englandi og komið fram sem velgerðarmaður við samborgara sína. Hann vann að mannúðarmálum, leit eftir alþýðubókasafninu í Chester og átti sæti í mörgum nefndum. En hann beitti líka aðstöðu sinni og þeim trún- aði, sem honum var sýndur, til þjófn- aða og svika gegn því fólki, sem hann kallaði vini sína. Það var líka til önnur hlið á persónu- leika Adams, sem fólki gekk erfiðlega að skilja og það var áhugi hans á dá- leiðslu,, dulfræði, töfrum og svarta galdri. En fólk áleit það ekki annað en saklaust tómstundagaman. FYRIRMYNDAR FANGI. Veturinn 1902 gekk þjófnaðarfarald- ur yfir bæinn. Meðal annars var brotizt nokkrum sinnum inn í sömu kornmyll- una og eigandinn, Charlie Waterman að nafni, einsetti sér að koma í veg fyrir frekari þjófnaði. Hann lagði þjófagildru í mylluna, skotgildru, og eina janúarnótt small hún. Þegar Waterman kom til myllunn- ar, var innbrotsþjófurinn horfinn, en hafði skilið eftir sig blóðug spor. f litlu samfélagi, eins og Chester var ekki erfiðleikum bundið að finna af- brotamanninn og þegar Adams hafði fundizt í sárum á heimili sínu, viður- kenndi hann fljótlega fjölda afbrota, sem hann hafði framið í Chester á undanförnum 15 árum. Afleiðingin varð sú að hann var dreginn fyrir dóm og dæmdur í 10 ára fangelsi. Hann varð fyrirmyndar fangi, var látinn sjá um fangelsisbókasafnið og kenndi í skólanum, en svo var það 18 mánuðum eftir að hann var settur inn, að hann sagði John Brewster héraðs- lækni að hann væri lasinn. FANGI DEYR. Sjúkdómurinn var greindur sem gigt- arhiti og Adams var fluttur á fangelsis- spítalann. Þar tönnlaðist hann stöðugt á, að hann ætti ekki langt eftir ólifað, en læknarnir fullvissuðu hann um að hann yrði orðinn frískur óg frár eftir nokkra daga. Hann leit reyndar ekki veikindalega út, en eftir að hann hafði legið í rúm- inu í viku urðu miklar breytingar á honum og engum duldist að endirinn nálgaðist. Og klukkan 3 e. h. þann 23. júlí 1904 dó hann og John Brewster héraðslæknir og aðstoðarmaður hans, James Turner, skrifuðu báðir undir dánarvottorðið, sem hljóðaði upp á vatnssótt í lungum, eða lungnabólgu. Turner gekk frá líkinu, huldi það hvítum lökum og ullarteppi og læsti það inni í líkgeymslunni, þar sem það lá þangað til jarðarförin fór fram. EÐLILEG ÞYNGD. Undir eftirliti fangelsisstjórans var líkinu ekið til kirkju í nágrenninu, þar sem greftrunin átti að fara frain og því næst var kistunni komið fyrir á vagni og ekið til kirkjugarðsins. Burðar- mennirnir sögðu seinna svo frá. að þyngd kistunnar hefði verið alveg eðli- leg og að þeir hefðu ekki haft hina minnstu ástæðu til að gruna að nokkuð væri á seyði. Þegar til kirkjugarðsins kom, var kistan skilin eftir á grasbala, meðan gröfin var undirbúin. Og sem hún stend- ur þarna kemur einn af fangavörðun- um hlaupandi og snýr sér móður og másandi að fangelsisstjóranum og spvr: Framh. á bls. 36. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.