Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 29
i raun og veru. Ég var nærri farinn að halda, að hann væri einnig ástfanginn í þér. Hann snerist í kringum þig eins og snælda í gær. En það er aug- ljóst, að hann örvar aðeins mat- arlystina úti og borðar heima! Afsakaðu kaldhæðni mína. — Minnstu ekki á það. Það er eins gott að horfast í augu við sannleikann, sagði Marianne. Ég verð að fara inn og vinna. Hvað hefurðu hugsað þér að gera í dag? — Ég ætla að skreppa snöggv- ast til Falun, svaraði Hákon. Ég mundi allt i einu eftir, að ég á erindi þangað. Hann hafði lagt bifreið sinni niðri við trjágöngin. Marianne fylgdi honum yfir húsagarðinn. 1 því kom Ulf út úr húsinu og gekk niðureftir til þeirra. — Skrambinn sjáifur! Ég hélt ég myndi geta laumazt burt, tautaði Hákon. Marianne hafði nærri hrópað upp yfir sig, þegar hún sá Ulf koma nær. Hvers vegna var hann á svipinn eins og verið væri að slíta hann í sundur? Hann ætti að vera hamingjan uppmáluð . .. eins og Louise. — Halló. Þakka ykkur fyrir síðast. Ætiið þið að fara í öku- ferð? spurði hann. — Við? Hákon lyfti brúnum. Nei, aðeins ég sjálfur. — Ætlar þú ekki með? spurði Ulf og leit á Marianne. Þau ætluðu ef til vill að velja trúlof- unarhringa. — Ne-ei. Jæja, þess þurfti þá ekki. Hákon hafði sennilega þegar tek- ið mál af fingrinum á henni. — Ertu eitthvað ruglaður í kollinum? Hákon fór að hiæja. Þarf ég að minna þig á, að Marianne vinnur á skrifstofunni hjá þér? Hann leit af Ulf á Marianne. Þau voru bæði áiíka giaðleg á svip. Vesalings Marianne! Fyrst hafði hann sjálfur komið fram við hana eins og þurs og nú var hún ástfangin af Ulf. Ólánið virtist elta hana. Og hvers konar maður var Ulf? Hvers vegna leit hann út eins og allar heimsins sorgir hefðu dunið yfir hann. Þau Lou- ise höfðu sitt á þurru. Vildi hann eiga Marianne líka? Það var að minnsta kosti svo að sjá kvöldið áður. — Jæja, hvað ætiarðu að gera? Viltu koma með? spurði hann Marianne. Marianne hristi höfuðið. — Nei, ég ætia að reyna að vinna min störf, húsbónda mín- um til velþóknunar, svaraði hún. Ulf reyndi að hlæja, en hon- um fannst eins og hún hefði rekið honum löðrung. — Allt í lagi. Bless á meðan! sagði Hákon. Gott að komast burtu úr þessum eymdarinnar táradal sem snöggvast, hugsaði hann. Bifreið hans rann niður eftir trjágöngunum. Marianne sá hana ekki, enda þótt hún sneri sér i þá átt. Jafnvel nú fannst henni eins og rafstraumur færi á milli þeirra. Kvöldið áður var sem eitthvað í sálum þeirra hefði runnið saman, orðið eitt. En síðan ... hamingjuroði Louise, feimnislegur en jafnframt svo klúr, að það var eins og hún hefði afklætt sig fyrir framan þau. Og hin kaldhæðnislegu orð Hákonar... hann borðar heima! Hún sneri sér beint að Ulf og hló. En augu hennar voru svört og grunsamlega gljáandi. Ulf fannst hann vera að kafna. Þurfti hún nauðsynlega að hata hann þótt hún hefði sætzt við Hákon? Hvað ætlaði Hákon að gera til Falun? Hvers vegna varð hann að fara einmitt í dag? Vonandi væri, að hann kæmi að minnsta kosti til hádegisverðar, hugsaði Marianne. Allan morguninn hlustaði hún eftir bifreið hans, leit út um gluggann við hvert hijóð. En hann kom ekki. Að lokum hringdi matarbjallan og Ulf gekk út gegnum fremri skrifstofuna. Marianne sneri baki við honum og hreyfði sig ekki — nákvæmlega eins og Brita Eliasson hafði gert fyrsta daginn, sem Marianne kom til Malingsfors. — Það er kominn matartími, sagði Uif stuttaralega. — Ég ætla ekki að borða há- degisverð í dag, þakka þér fyrir, svaraði Marianne. — Hvers vegna ekki? — Mér líður ekki sem bezt. Hann hafði orðið fyrir þessu áður, hugsaði hann undrandi. Brita Eliasson hafði einnig borið öllu mögulegu við til þess að komast hjá að fara inn i aðal- húsið. Seinast var hann orðinn hræddur um, að hún myndi sál- ast úr hungri. En Marianne þráði ef til vill Hákon svo heitt að hún gat ekki einu sinni borð- að. Hvernig yrði það þá, þegar hann færi til Ameríku? Hann keyrði hendurnar niður i buxna- vasana og tottaði pípu sína hugs- andi, meðan hann gekk yfir gras- fiötina. Louise hafði haldið þvi fram, að Brita Eliasson hefði fengið móðursýkisköst vegna ástar á honum, Ulf. Brita Elias- son móðursjúk? Hér var eitt- hvað sem ekki átti saman. Ein- hvers staðar hlaut að finnast bútur, sem gjörbreyta myndi heildarsvipnum á þessari mynda- gátu. — Hún getur komið með mér heim og fengið matarbita, sagði Jansson þegar Ulf hafði látið aftur hurðina. Marianne vatt sér í hring á stólnum. — En góði Jansson ... Hann skaut gleraugunum nið- ur á nefið og rýndi yfir þau. — Kerla mín hefur áreiðanlega eld- að nógan mat, sagði hann. — Er Jansson kvæntur? sagði Marianne ósjálfrátt. Hún hafði gengið út frá því sem gefnu, að hann væri gamall pipar- sveinn. — Hélt hún að ég væri í fram- boði á hjónabandsmarkaðinum? Hrrm. — Það hélt ég sannarlega. Ég var komin á fremsta hlunn með að biðja þín, sagði hún hlæj- andi. — Ég skal minnast á það við kerlu mina. Svona, af stað nú! — Já, en... ég get þó líklega ekki komið svona fyrirvara- laust, andmælti Marianne. Jans- son heyrði víst, að mér líður ekki sem bezt? — Ojú, en Britu Eliasson leið heldur ekki alltaf „sem bezt“, sagði hann. Marianne glennti upp augun. — Var hún ... ég á við... — Já, hún var líka í ónáð hjá huldunni. Hrrm. Komdu nú! Kerli mín verður reið, ef hún þarf að bíða með matinn. Huldunni! Hvers vegan voru þau alltaf að tala um skógar- dísina? hugsaði Marianne og velti vöngum, um leið og hún arkaði við hlið Jansson niður trjágöngin. Hún dró andann létt- ar eftir því sem hún fjarlægð- ist herragarðinn meir. Henni fannst sem hún kæmi inn í ann- an heim, þegar hún gekk yfir brúna og inn í þorpið. Bæirnir voru þokkalegir og notalega hversdagslegir og áin lá eins og hvítfyssandi gjörð milli þeirra og herragarðsins. Henni fannst hún verða frjálsari af að vita Ulf og Louise hinum megin við freyðandi vatnið. Ef hún hefði nú getað fengið inni hjá einhverjum i þorpinu og komizt hjá að matast með þeim á hverjum degi. Það var henni um megn, en hún yrði að reyna að haldast við þangað til Hákon hefði útvegað henni at- vinnu í Ameríku. Bær Janssons var gamall, en nýinnréttaður og endurnýjaður. Borðið stóð dúkað í eldhúsinu með ljósu, mynstruðu korkgólfi, rafmagnseldavél, kæliskáp og frystikistu, útvarpstæki og rönd- óttum strámottum. Allt glamp- aði af lakkmálningu og fernis. Frú Jansson var þrifleg, ljós- leit kona. Dóttirin, þrettán ára var eins og eftirliking af föð- ur sínum og drengirnir tveir, sjö og níu ára voru skemmtileg blanda af báðum foreldrunum. Frú Jansson lét ekki i ljósi neina undrun yfir því, að maður hennar kom með óvæntan gest til hádegisverðar. — Velkomin! sagði hún að- eins. Hafði Jansson getað gert henni aðvart um, að hann hefði boðið Marianne með sér? — Þakka þér fyrir! Ég vona að ég verði ekki til trafala, sagði Marianne. — Auðvitað ekki. Hún verður að gera sér að góðu það sem við borðum sjálf og koma hing- að eins oft og hana lystir. Ef hún hímir þarna uppi á herra- garðinum, verður varla mikið blóð eftir i æðunum áður en lýkur, sagði frú Jansson um leið og hún færði diskana til á borð- inu svo rúm yrði fyrir einn í viðbót. — Ekkert blóð? Við hvað á frú Jansson? spurði Marianne forviða. — Uss, hirtu ekki um það, sem kerlingin min segir! Hún er dálítið skrýtin í kollinum, sagði Jansson og rýndi yfir gler- augun. — Ég hef þá liklega orðið það eftir að ég giftist þér, svaraði hún. Komdu og seztu hérna á móti karlinum mínum. Óboðna gestinum er visað til sætis móti prestinum. — Ég er boðin! mótmælti Marianne hlæjandi. — Og ekki er ég prestur, hrrm, sagði Jansson. Marianne fannst eins og hún hefði verið leyst úr spennitreyju. Það var langt siðan hún hafði skemmt sér svo vel, hugsaði hún meðan hún hlustaði á glaðværar orðahnippingar fjölskyldu, þar sem enginn virtist taka hinn alvarlega. Hér varð hún aftur með sjálfri sér. En hvers vegna var hún það ekki uppi á herra- setrinu? Var það vegna þess, að hún var ástfangin af Ulf og varð að gæta vel að hverju svip- Framh. á bls. 37. HON HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HON NOKK- URN TIMA FINNA HINN ÖÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ATTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVÍ AÐ HON FENGI ALDREI MANNINN SEM HON ELSKAÐI? FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.