Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 39
Pylsan soðin í 5-8 mínútur. Kæld. Skínníð flegið utan af henni og hún skorin í jafna bita, þó þannig, að hún hangi saman. Vefjið baconsneiðum utan um pylsuna og festið með trépinnum. Pylsan lögð á vel smurt eldfast fat. Steikt við 225° í nál. 20 mínútur. Sjóðið kálið á meðan; skerið kálið í lengjur, laukur skor- inn í sneiðar. Káli, lauk og kryddi blandað saman í potti, vatn- inu heilt yfir, soðið við hægan eld í 20-25 mínútur. Kálið sett í miðjan hringinn, pinnarnir teknir úr, eða 1 oliva sett á hvern þeirra. Saxaðri steinselju eða graslauk stráð yfir. SVEPPAKÁLBÖGGLAR. Flestir kannast við kálböggla með kjötdeigi í, en hvernig væri að reyna þessa uppskrift til tilbreytingar. 1 hvítkálshöfuð (lýá kg) ýfe sveppadós eða 250 g nýir 1 laukur 2 sneiðar skinka 1 msk. smjöriíki 1 msk. hveiti, fuil 2 dl sveppasoð og rjómi 2 msk. tómatkraftur Salt, pipar 75 g smjörliki. Skerið burt það neðsta af stilknum á káiinu og kálið síðan sett í sjóðandi saltað vatn. Soðið þar til það fer að mýkjast dálítið. Tekið upp úr og kálblöðin losuð sundur. Sveppir, laukur (hvort tveggja skorið smátt) og skinka í lengjum hitað í feitinni. Hveitinu stráð yfir. Þynnt með soðinu og rjóma. Tómatkrafti og kryddi blandað saman við. 1 msk. látin á hvert blað og Því vafið utan um fyllinguna. Smjörlíkið brúnað á pönnu, kálbögglarnir settir á pönnuna, samskeytin látin snúa niður. Brúnað á öllum hliðum, dálitlu af kálsoði hellt yfir og bögglarnir soðnir við vægan hita undir hlemmi í 25-30 mínútur. Borið fram með tómatsósu. Á sama hátt er hægt að útbúa venjulega kálböggla, steikja þá í stað þess að sjóða. Einnig er hægt að steikja kálböggla í ofnskúffunni, ef verið er með mikið magn. Að lokum eru hér uppskriftir af 2 hvítkálssalötum, en hrá salöt eiga að vera á borðum hjá okkur dag hvern. Þau eru vítamín- og steinefnaauðug, auk þess lystaukandi og örva melt- inguna. Einfaldast er að rífa á rifjárni 1 eða 2 grænmetis- tegundir, eftir því sem til er hverju sinni, og blanda því saman og krydda með sítrónusafa og örlitlum sykri. HVÍTKÁLSSALAT MEÐ EPLUM. 2 dl fínt skorið hvítkál -)- 1 msk. sykur 1 epli eða Vz tsk. piparrót 2 msk. kryddedik 1 msk. rúsínur 1-2 msk. vatn Sósan: 1 msk. sykur Safi úr 1 sítrónu Salt, pipar. Sósan búin fyrst tíl, hrist saman í hristiglasi. Hvítkálið skorið mjög fint, eða rifið á rifjárni. Eplið brytjað smátt með hýðinu öllu, blandað saman með 2 göfflum, kryddað með piparrót. Salatið sett í skál, skreytt með þvegnum rúsínum. HVÍTKÁLSSALAT MEÐ RJÓMA. 8 sveskjur 2 tsk. sykur 1% dl rjómi 1 msk. piparrót 1 msk. sítrónu- 300 g hvítkál safi 2 epli, súr. Sveskjurnar lagðar í bleyti yfir nótt, steinarnir teknir úr þeim og þær skornar í lengjur. Rjóminn linþeyttur, sítrónu- safa, sykri og piparrót (eftir smekk) hrært varlega saman við. Hvítkálið skorið fínt eða rifið á rifjárni einnig eplin (ekki afhýdd) og hvoru tveggja blandað saman við rjómann. Sveskjunum blandað saman við, dálítið geymt til að skreyta með. — En mamma, þetta eru ekki óhreinindi, það er rauð málning. Svona eru kálbögglar útbúnir. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.