Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 42
HVERFISGOTU 16 SÍMI 2-1355 TRULOFUNAR H ULRICH FALKNER oullsm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ M #'*'• '//(/ S*Gl£2. □ 0 00 00 dd EinangriMiargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJ/IIM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200. • Ég er saklaus Framh at bls. 37. Miðsumar ... Jónsmessunótt .. Marianne vaknaði við hark neðan úr trjágöngunum. Hún stökk fram úr og gægðist út á milli gluggatjaldanna. Þarna kom flutningabíli með birkitré á pallinum. Hann ók kringum grasflötina og staðnæmdist beint framan við tröppurnar. Út úr stýrishúsinu komu Jannis Per og gamli Tolvmans Olof. Þeir fleygðu björkunum á jörðina svo grannar greinar skulfu og blöð losnuðu. En það skipti engu máli. Sumarið var rausnarlegt og gjafmilt! Þegar þeir höfðu losað birkitrén af pallinum, fór Jannis Per leiðar sinnar aftur. — Sjá, blómatíminn kemur, þá kætast menn og víf ... Marianne hló. Hver myndi fremur geta fært glens og há- tíðablæ til setursins en Tolvmans Olof, þetta mosagróna, gamla smiðjutröll. Hún mátti til að fara út til hans... út til ilm- andi bjarkanna. Hún sleppti gluggatjöldunum, hljóp inn í baðherbergið og tók sér kalt steypibað til að koma blóðinu á hreyfingu. Síðan klæddi hún sig í rósótt pils og hvita blússu. Eara að Ulf kæmi ekki út! Hann hafði varla yrt á hana siðan við kvöldverðinn í Falun. Og sjálf gat hún ekki fundið neitt til að tala um við hann. Að finna nær- veru hans en geta þó ekki nálg- azt hann ... Það lá ísköld þögn milli þeirra. Veggur, sem þau gátu ekki brotið niður. En hún þráði að lifa aftur þá tíð, þegar þau gátu talað eðlilega saman, þegar þau voru vinir. Þegar lítil- fjörleg orð fengu á sig mikil- vægan blæ og hin rétta þýðing þeirra fólst í því, sem ósagt var. En milli þess tíma og nútíðar- innar var hamingjuroðinn á and- liti Louise ... gat blygðunarsemi verið klúr? Marianne ýtti við sjálfri sér. Hún átti ekki að vera að hugsa um þetta allt. Ekki að hugsa um Ulf. Þetta var morgunn þess dags, sem ... sem allt yrði eins og vanalega, sagði hún við sjálfa sig. Ekki að búást við neinu! Samt sem áður var hún full eftirvæntingar — eins og mið- sumarið væri ekki nógu undur- samlegt i sjálfu sér. Hún gekk út til gamla smiðsins, — Góðan daginn og gleðilega miðsumarshátíð! kallaði hún tii hans. — Góðan daginn! Haltu í björkina fyrir mig, sagði Toiv mans Olof. Marianne stakk hendinni á milli greinanna og hélt grönn um, gráfjólubláum stofninum að súlunni. Hann var lifandi og sléttur eins og silki í höndum hennar. Henni fannst hún hafa fengið trúnaðarverkefni. Það var heiður að fá að aðstoða Tolv- mans Olof. Við og við góndi hann á hana undan loðnum mosabrúnunum. Fingur hans voru snubbóttir og hnýttir, og hendurnar grómteknar af sótinu í smiðjunni. Hann flumbraði með snærið. — Á ég að binda birkitrén? spurði Marianne. — Nei, það fær hún ekki. Ég hef bundið miðsumarsbjarkirn- ar við þessar súlur síðan ég var barn og það hef ég hugsað mér að gera framvegis enn í nokkur ár, svaraði hann. — Fyrirgefðu, sagði Marianne lágt. Hún fékk kökk í hálsinn. Það kom sér vel, að smiðurinn var ekki skrafhreifur, því hún hefði ekki getað svarað honum. Hvernig skyldi hafa verið um- horfs á Malingsfors, þegar hann var barn? Hver bjó hér þá? Henni fannst allt í einu, að hann myndi vera eldri en Malingsfors. Hann leit út eins og hann hefði stigið út úr einhverju berginu fyrir ævalöngu. En sennilega var hann aðeins siðasti hlekkur- inn í langri röð af huldukörl- um, sem borið höfðu nafnið Tolvmans Olof Erson i mörg hundruð ár. Henni fannst hún geta grillt í hina að baki hans ... Raddir heyrðust innan úr for- salnum. Dyrnar opnuðust og Louise og Ulf komu út með Hákon í eftirdragi. Þau köstuðu kveðju á Tolvmans Olof og Mari- anne og buðu þeim báðum gleði lega miðsumarshátíð. — Mikið ljómandi verður fallegt hérna, hrópaði Louise hrifin. En hvað Tolvmans Olof er vænn að skreyta svona vel hjá okkur. Smiðurinn tuldraði eitthvað ofan í bringu sér. Framh. í næsta blaði MYNDAMOT HF. MORGUNBLAÐSHÚSINU SÍMI 17152 ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG GÆSADÚN OG DRALON SÆNGUR. Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. PANTIÐ STIMPLANA HJA FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHF SPÍTALASTIG10 V.ÚÐINST0RG SIMI 11640 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.