Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 41
900 KRÚNA VERÐLAUN AFORÐI Verðlaun í 7. umferð hljóta: Kolbrún Hreiðars, Safamýri 46, Reykjavík, 165 stig. Steinunn Guðjónsdóttir, Baróns- stíg 39, Reykjavik, 162 stig. Sigurður Magnússon, Hverfis- götu 14, Hafnarfirði, 161 stig. Lausn Kolbrúnar: eyjarbát — yrja — játar — art — breyta — átur — treyja — urta — rytja. Lausn Steinunnar: eyjabát — ytra — játar — art — brytja — átur — treyja — utar — rytja. Lausn Sigurðar: eyjabát — ytra — játar — art — brytja — áta — treyja — utar — rytja. SAMT. \s \ \J s's \ V \s X KJ V \ x \ \ X V k^ \ X Fh X v \ k k V V k k k V \s \ Næsta þraut: Næsta lykilorð er PASSÍUHÁR. Nýjum þátttakendum skal bent á, að eingöngu má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Ekki má nota i fyrir í, a fyrir á, o. s. frv., og ekki i fyrir y, þá ekki persónuheiti eða staðaheiti, heima- tilbúin orð eða orðskripi. Rita skal orð samkvæmt ríkj- andi stafsetningarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 300,00 fyrir hverja lausn, en þær eru dregnar úr fimmtán hæstu rétt- Samtals:........... .. Nafn: ................................................... Heimilisfang: ........................................... um lausnum. Skilafrestur er tvær vikur. Gerið svo vel að merkja umslagið ORÐ AF ORÐI 11. Utanáskrift: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411, Reykjavík. i stjörnurnar Kæri Astró! Ég hef mikinn áhuga á að vita eitthvað um framtíðina. Ég er í skóla ennþá og hef ekki nein sérstök áform um fram- tíðina. Ég hef samt ekki hugsað mér að leggja út i lengra nám heldur fá mér einhverja vinnu næsta sumar. Hvað held- Ur þú að mundi vera bezt fyrir mig? Ég hef ekki nein sérstök áhugamál og veit stundum ekki hvað ég á að gera með tím- ann. Ég fer ekki mildð út að skemmta mér, ég hef ekki mikinn áhuga á strákum. En það er eitt sem ég hef mikinn áhuga á og það eru ferðalög. Heldurðu að ég ferðist mikið um sevina? Svo langar mig til að vita eitthvað um ástamálin og svo þetta sem allir spyrja um. Með fyrirfram þökk. Lona. Svar til Lonu: Þótt þú hafir ekki sérstakan áhuga á að skemmta þér þá skaltu endilega blanda geði við jafnaldra þína og útiloka þig ekki frá félagslífi þeirra. Það er ekki gott fyrir unga stúlku með þina skapgerð að vera alltof mikið ein eða innan um þér eldra fólk. Reyndu að finna þér áhugamál. Ég held t. d. að þú mundir hafa gagn og gaman af að teikna og mála. Einnig væri ekki úr vegi fyrir þig að fylgjast dálítið vel með nýjungum á sviði tízkunnar og kynna þér ýmislegt í sambandi við hana. Þú munt eiga eftir að ferðast mikið og þó aðallega í sambandi við starf sem þú kemur til með að vinna við eftir að þú hefur gifzt. Þú munt ávallt vinna úti jafnhliða heimilinu, og einnig mun verða töluvert félagslíf í sambandi við atvinnu þína, og þú munt þurfa að vera mikið á ferðinni. Þér finnst þetta kannski ekki líklegt eins og er, en 1970 verða miklar breytingar í lífi þínu. Þú ættir endilega að nota tímann fram að því til að læra, það mun verða þér nauð- synlegt síðar að kunna skil á ýmsu varðandi menningarmál og margt fleira, svo þú skalt viða að þér eins miklum og fjölþættum fróðleik og þér er unnt. Hjónaband þitt mun á margan hátt verða til þess að þú færð aukin tækifæri. Það er rétt að þú hefur ekki mik- inn áhuga á karlmönnum og ekki er hætt við að þú stigir hliðarspor í hjónabandinu, en gæta verður þú þess að vera ekki afbrýðisöm út í maka þinn af tilefnislausu. Það gæti spillt miklu fyrir þér. Þú hefur ríka kærleiksþrá og ert einlæg þegar um ástamál er að ræða. Þegar þú bindur þig er það band sem þú vilt að haldi og munt ávallt gera þitt til að svo megi verða. Þú ert mikil fjár- málamanneskja en ekki verð- ur sagt að þú sért heimilis- manneskja. Það væri betra fyr- ir þig að eignast ekki mörg börn því hætt er við að þau lendi í öðru sæti vegna vinnu þinnar, sem þú munt ávallt setja fyrsta. Ég mun ekki benda þér á neitt sérstakt í sambandi við atvinnu það verð- ur þú hvort eð er að finna út sjálf. FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.