Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 14
"Hefði ég haldið áfram í prentverkinu, vœri ég löngu dauður," segir Guðni Pálsson skipstjári i skemratilegu viðtali, sera Sveinn Sœmundsson skráði fyrir Fálkann HALFA OLD Á HAFINU EIR mundu eflaust segja það lygi og það af betri sortinni, ef maður segði þeim að hann hefði siglt 280 sinnum yfir hafið án þess að blotna, og þar af verið skipstjóri og stýri- maður í fimmtíu fisksöluferðum til Bretlands í síðasta stríði án þess að verða var við hættu, og að í eina skipt- ið sem hann sá kafbát, þá hafi sá verið að koma úr kafi fyrir sunnan Vestmannaeyjar og hafi sennilega ver- ið sauðmeinlaus Englendingur. Samt er þetta satt. Guðni Pálsson missti aldrei mann og engin slys hentu þau skip sem hann var á. Menn eru svo misjafnlega heppnir. Sumir eru alltaf á heljarþröm og hrein tilviljun að þeir slampast af. Aðrir sigla sinn sjó, kaldir og rólegir og hafa ekki ástæðu til annars: Það gengur allt svo vel og ekkert sögulegt skeður. En að ekkert komi fyrir á svo langri leið er í mínum augum ámóta sögulegt og ýmislegt af hinu: Það er nefnilega svo óvanalegt. Þannig varð mér hugsað, þegar Guðni Pálsson sagði mér sögu sína fyrir skömmu. Hann talaði hægt og rólega, þessi gamli skipstjóri, sem yfirgaf prentverkið nýútskrifaður til þess að hefja fangbrögð við Ægi. Og hann hafði sannarlega betur í þeirri glímu. Guðni fæddist í Selvognum 29. apríl árið 1891, næstyngstur fimm systkina. Hann var enn í bernsku, er fjölskyldan flutti að Eyvindarstöðum á Álftanesi og nokkru síðar að Fífuhvammi. Eftir þriggja ára búskap þar, missti Páll faðir hans sjónina og þá var allt selt og fjölskyldan fluttist á mölina — til Reykjavíkur. Þetta var vorið 1905. Það bjargaði frá skorti, að tveir elztu bræð- urnir voru til sjós, voru orðnir skútu- menn. Guðni fékk líka vinnu var mjólkurpóstur í Laugarnesi sumarlangt, en hóf um haustið prentnám í Rikis- prentsmiðjunni Gutenberg. Lærimeist- arar þar voru þeir Einar Hermannsson og Emanúel Cortes. Heldur þótti Guðna vistin dauf í prentsmiðjunni. Mikil Þilskip á Reykjavíkurhöfn. — Efri myndin; Guðni Pálsson á yngri árum. 14 FÁLKINN veikindi herjuðu á prentarana, blýeitr- un og það sem hættulegra var, lungna- berklar lágu þarna í landi og veiktust flestir fyrr eða síðar. Margir dóu. Þó var þarna góður félagsskapur og margt mætra og fróðra manna og minnist Guðni sérstaklega Jóns Baldvinsson- ar, síðar bankastjóra og Guðmundar Magnússonar skálds (Jón Trausti). ★ Á SKÚTU. — Ég var búinn með námið og hafði unnið sem sveinn í eitt ár, sagði Guðni. Mér leiddist þetta allt saman og vildi skipta. Bræður mínir tveir voru á skút- um og annar þeirra var stýrimaður á þilskipinu Bergþóru. Einu sinni gerðum við bræðurnir samanburð á launum okkar og það kom í ljós, að ég var langneðstur. Mér líkaði að vonum stór- illa og ákvað að breyta til. Þetta var árið 1909. Ég falaðist eftir plássi á Bergþóru, og. fékk loforð fyrir því á vertíðinni. Skipstjóri var Bergþór Eyj- ólfsson. Guðmundur Ólafsson í Nýja- bæ átti skútuna og gerði hana út. Ég hóf svo sjómennsku á þessu skipi í vertíðarbyrjun 1910. Við fórum út frá Reykjavík og fengum brælu. Ég var sjóveikur fyrstu nóttina, en svo fór hún af og ég fann ekki til hennar það sem eftir var á skútunum. Bergþóra var 84 lestir að stærð og nokkuð gott skip. Ég var þarna háseti í tvær vertíðir, en vann við að hreinsa skipið milli úthalda. Við unnum að þessu inni í Sundum og ég kokkaði ofan í karlana ásamt öðru. ★ TOGARAMAÐUR. Um þetta leyti voru margir togarar komnir til landsins. Coot var sá fyrsti, þegar frá er talinn seglatogarinn hans Breiðfjörðs og Seagull Þorvalds á Þor- valdseyri, sem báðir géngu illa. Coot strandaði árið 1907 en sama ár kom Jón forseti, fyrsti togarinn sem smíð- aður var fyrir íslendinga. Marz sem Hjalti Jónsson keypti nokkurra ára gamlan, en nýuppgerðan kom sama ár

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.