Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 15
og svo hver af öðrum. Þó togaralífið væri ekki heiglum hent, þá sóttust menn mjög eftir að komast þangað um borð og það var slagur um plássin. Ég hafði mikinn hug á að komast á tog- ara og tókst að fá pláss hjá toppmanni, Þórarni Olgeíi'ssyni. Þetta var í ver- tíðarbyrjun 1912 og Þórarinn var með nýtt skip sem hét Gi'eat Admiral. Á þessum árum voru engin vökulög, hér á landi og vökurnar gengu alveg úr hófi. Brezku skipstjórarnir höfðu samt sínar reglur og þar um borð var ekki staðið við vinnu nema ákveðinn tíma í einu. íslenzku skipstjórarnir héldu áfram að veiða meðan ekki tók undan. Stund- um voru skipin fyllt í einni törn. Þór- arinn Olgeirsson fór bil beggja í þess- um efnum: Við stóðum yfirleitt leng- ur en á brezku togurunum en oftast heldur skemur en á þeim íslenzku, enda voru margir af áhöfn Great Admiral brezkir. Ég var með Þórarni á Great Admiral næstu vertíðir. Árið 1915 vorum við sem oftar í söluferð til Englands. Heim- styi'jöldin var fyi'ir nokkru skollin á. Við sigldum til Gi'imsby og lönduðum. Þó Great Admiral væri skráður hér, var hann þó eign manns í Grimsby, en Zimsen leppaði hann hér. Brezki flot- inn var um þessar mundir í mikilli þörf fyrir skip til þess að slæða upp tundurdufl, sem Þjóðverjarnir voru búnir að leggja um allan sjó og á flest- ar siglingaleiðir við Bretland. í Grimsby lagði flotinn hald á Great Admiral, og áhöfnin varð að sjá um sig sjálf upp frá því. Við íslendingarnir fórum yfir Hum- ber, upp til Hull og komumst á danskt skip, voi-um allir skráðir eitthvað, há- setar, léttmatrosar eða hvað það nú var. Þetta skip var Es. Esso, flutningaskip frá Sameinaða, af sömu stærð og gei’ð og Es. Ceres, sem sigldi hingað til lands. Við lögðum nú af stað til Kaupmanna- hafnar og ætluðum að ná í Gullfoss heim. Ferðin gekk seint og þegar við komum til Hafnar var Gullfoss farinn. Við biðum nokkra daga í Kaup- mannahöfn en tókum okkur svo far með „íslandinu“ áleiðis til Reykjavík- ur. Á leiðinni var komið við í Leith. Þá var hálfur mánxxður liðinn frá því við fórum frá Hull. Svona gengu nú ferðalögin þá. Við komum svo til Reykjavíkur 1. október 1915. Rétt eftir heimkomuna, hitti ég Steindór Gunnarsson prentara. Hann hafði þá Félagsprentsmiðjuna að Lauga- vegi 4. Hann bað mig að koma í vinnu til sín og ég lét til leiðast, en lét allt óákveðið með ráðningartímann. Eftir hálfan mánuð kom Magnús heitinn Kæi'nested til mín. Hann var þá stýrimaður á togaranum Ými og vantaði netamenn. Hann bað mig bless- aðan að koma og ég var fljótur að ákveða mig; fór á Ými og kom aldrei í land meir. Við veiddum í ís og sigld- um með aflann, en fórum á saltfisk- veiðar á vertíðinni. Við fórum svo á síld um sumarið. Framh. á bls. 27. AMDIÐ RÉTT - ENDIZT LENGUR Eftir JOHN FRAZIER Sérfrœðingur gefur ráðleggingar um hvernig hœgt sé að nota lungu manns- ins sem bezt í þjónustu heilsunnar. IUNDÚNABÚA nokkrum, sem er 74 -< ára að aldri og nefnist William P. Knowles, segist svo frá: „Þegar ég var á unga aldri, stóð ekki á því að öndunarfærin stöi'fuðu af krafti, því flestir unnum við þá erfiðis- vinnu. Menn söguðu timbur, stunduðu heyvinnu, grófu skui'ði. Konur þvoðu þvott með höndunum einum saman, skúruðu gólf. Allir ui’ðu að hafa æði miklar göngur. Líkamsæfingar þurfti þá ekki að sækja á vissa staði, menn stund- uðu þær öldungis ósjálfrátt. Allt og sumt sem vér iðkum nú til dags, eru setur. Þess vegna æfum vér nú öndunar- listina við gerbreyttar aðstæður.“ Um síðastliðin þrjátíu ár hefur Know- les andþjálfari, eins og hann er stund- um nefndur, kennt 100.000 manns að virkja orku lungna sinna að fullu. Þetta hefur hann gert bréflega að langmestu leyti, en þó hefur hann einkastofu, þar sem hann tekur á móti nemendum, at- hugar erfið tilfelli og veitir verklega sýnikennslu í öndunaræfingum. Ég lagði leið mína til Knowles vegna þess hversu hrifinn ég var oi'ðinn af eldheitum aðdáunarsögum fjölda manna sem hann hafði hjálpað. Einum lækni fói'ust svo orð: „Það var fyrst núna eftir samfleytt sjö ár, að ég komst yfir veturinn án þess að fá lungnakvef, og það á ég æfingum yðar að þakka.“ Fjöldi ummæla var á sömu lund. „Þessir vitnisburðir um það sem þér hafið gert fyrir fólk með yfirþyrmandi öndunarerfiðleika eru í sannleika heill- andi,“ sagði ég við Knowles. „En hvern- ig er með okkur hina? Mín öndunar- fæi'i eru í fullu lagi. Eða það finnst mér að minnsta kosti.“ Hann virti mig fyrir sér ígi'und- andi og sagði svo: „Að líkindum notið þér sjötta hluta af lungnaorku yðar.“ Knowles er maður íturvaxinn og stæltur sem stál. Hann er tuttugu ár- um yngri útlits en þrír aldarfjórðung- ar ævi hans segja til um. Hann gerir ráð fyrir að hafa di’egið andann 700 milljón sinnum um ævina og einungis síðustu 400 milljónirnar hafi komið að fullum notum. Hann skýrir svo frá, að flestir okkar andi létt 14 til 18 sinnum á mínútu. Sjálfur andar hann nú orðið mjög djúpt og aðeins fjórum sinnum á mínútu. Og ef fylgt er fyrirmælum hans, tækist flestum mjög fljótlega að komast niður í átta andardrætti á mín- útu hverri. „Opnið munninn og andið frá yður eins og þér getið,“ sagði hann við mig. Ég gerði svo. Þegar ég var að vei'ða uppgefinn, hélt hann áfram: „Setjið nú stút á munninn og blásið.“ Ég reyndi það og í Ijós kom, að heilmikið loft var eftir í lungunum. „Og það sem eftir var, er fúlt og kyrrstætt loft,“ mælti hann. „Gasefni fylla lungnablöðrurnar og svíkja líffærin um súrefni. Lungun rúma þrjá litra af lofti og þó andar venjulegur skrifstofumaður ekki að sér að jafnaði nema hálfum lítra í einu. Þetta þýðir það, að fimm sjöttu hlutar lungnaorku hans liggja ónotaðir.“ Knowles skýrir frá áhrifum þess að nota lungun út í yztu æsar. Okkur líð- ur betur, líkamsþrótturinn eykst, við þreytumst langtum seinna, sofum betur, eigum hægara með að vakna. Síðast en ekki sízt er svo þess að geta, að þeir sem hafa vanið sig á hina djúpu öndun, hætta í'eykingum að mestu eða öllu leyti. „Reykingar eru að vissu leyti eins konar öndunaraðfei'ð,“ sagði Knowles. „Einmitt þess vegna ná þær svo mikl- um tökum á mönnum. Með þeim önd- um við að okkur og frá. Því léttar sem reykingamaður andar því meira hneig- ist hann að reykingunum. Því dýpra sem hann andar þeim mun minna reyk- ir hann. Áttatíu hundraðshlutar skjól- stæðinga minna hætta annað hvort með FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.