Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 18
HIN DJARFA, NYJA FEGURÐARDIS NÝJASTI og skæðasti keppinauturinn um titil Alheimsástargyðjunnar kom alltof seint til hádegisverðar í Manhattan veitingastof- unni, íklædd drapplitum síð- buxum, drapplitum rúskinns skóm og drapplitri fleginni blússu, í appelsínugulri — já, appelsínugulri — regn- kápu og með regnhatt í sama lit. Ursula Andress er tuttugu og átta ára gömul, hefur ver- ið gift í átta og hálft ár (sama manninum, kvik- myndaleikaranum John De- rek) og segist aldrei hafa kært sig hætis hót um að verða kvikmyndaleikkona. Hún lítur út fyrir að vera tvítug, eyðir miklum hluta að viðtalstímanum í að lof- syngja hæfileika eiginmanns síns og er á góðri leið með að verða stórt nafn í kvik- myndaheiminum. Hún hefur verið kölluð fegursta kona heimsins. Þó minnir hún í eigin persónu meira á eðlilega skapað nátt- úrubarn, sem hefur flækt sig í trúðleikaneti kvik- myndaiðnaðarins. í stað þess að geisla frá sér kynþokka og glæsimennsku, eins og allar almennilegar ástar- gyðjur, er hún líkamlega smávaxin og lætur lítið yfir sér. Reyndar virðist enga dýrslegri eiginleika að finna í fari hennar, en óseðjandi matarlyst. — Ef ég er ekki svöng, þá hlýt ég að vera mjög veik, segir hún og sveiflar Ijósu faxinu frá andlitinu um leið og hún teygir sig eftir brauðkörfunni. — Brau-au-u-ð! Rú-úúgbrauð! hrópar hún himinlifandi. — Ég borða á við þrjá karl- menn. Matur er ástríða hjá mér. Eins og lífið. Ég elska lífið. Ég nýt þess að borða — fyllta tómata, steikt zucch ini, ost, hvað sem er. Ég hef 18 enga sjálfsögun. Ég borða og borða og get ekki hætt. Mig langar í svo margt. Og hvers vegna ætti ég að bæla löngunina niður? Ég var ekki alveg viss um hvort hún hefði ein- hverja sérstaka löngun í huga, en matur virðist vissu- lega ekki skaða Ursulu á nokkurn hátt. Hún er um 167 cm á hæð og vegur í mesta lagi 55 kg rennvot, en þannig hefur hún oft sézt á kvikmyndatjaldinu. Raun- ar hlaut hún eldskírn frægð- arinnar rennandi blaut og í bikini baðfötum í kvikmynd- inni „Dr. No.“ þar sem hún var ástarmótleikari James Bond. Eftir margra ára áhugaleysi um kvikmynda- tilboð, lét hún eiginmann sinn telja sig á að taka hlut- verkið í „Dr. No.“ — Mér þykir gaman að synda, og þegar ég vissi að mynda- takan átti að fara fram á Jamaica og að ég átti að leika kafara, þá ja, drottinn minn dýri, þá lét ég slag standa, Ég teiknaði bara bað- fötin sjálf. Eins og þú veizt, gerðu þeir eftirlíkingu af þeim um allt Frakkland. Viðtal okkar átti sér stað við hádegisverðinn, síðan í bíl á hraðri ferð milli ýmissa myndatökustaða og að lok- um í gistihúsíbúð hennar, þar sem hún leitaði í fata- skáp fullum af Fontana- módelkjólum að hæfilegum búningi til að sitja fyrir í, opnaði bréf með blómasend- ingum frá fjölda aðdáenda og bað aðstoðarfólk sitt með sterkum erlendum hreim, um að hætta að reka á eftir sér. Hér fara á eftir nokkrar spurningar, sem maður get- ur leyft sér að spyrja tilvon- andi ástargyðju, og svör hennar við þeim: Sp.: Ef þú yrðir að skipta á fegurðinni og einhverju öðru, hvað myndi þér þá finnast sanngjörn skipti? U. A.: Þessu get ég ekki svarað vegna þess að ég óska mér alls! Það er alltaf hægt að óska sér alls, eða að reyna að fá allt. Mér finnst dapur- legt að reyna það ekki. Allir ættu að reyna að fá allt. Sp.: Læturðu þér vel lynda að vera kölluð alþjóð- leg ástargyðja? U. A.: Ég veit ekki. Ég hef engar seiðkonur leikið enn sem komið er, þrátt fyrir allt þetta tal um það. Það sem ég hef komizt næst því er gestaleikurinn í „What’s new Pussycat" og það var bara grín. Ég veit hvað ég er, svo að hver sem titillinn verður, sem þeir koma til með að hengja á mig, þá verð ég samt sem áður ég. Ég tek sífelldum stakka- skiptum. Sp.: Þú ert fædd í Bern í Svisslandi og ferð þangað oft í heimsóknir til fjöl- skyldu þinnar, en hvert finnst þér vera þitt raun- verulega heimili? U. A.: Það er hálf erfitt að átta sig á því síðan ég fór að ferðast svona mikið. Næst fer ég til írlands til þess að leika í The Blue Max, með George Peppard og James Mason. Sennilega kaupi ég mér hús í París og íbúð í Róm. Við John eigum hús í Californíu og mér þykir mjög vænt um bæði Cali- forníu og Evrópu. í Cali- forníu elda ég mat og ræsti húsið og tek til eftir mann- inn minn. Ég get ekki þolað óreiðu. Ég verð að hreiðra um mig hvar sem ég fer — koma blómum fyrir, finna dýrunum samastað. Sp.: Hvað áttu af gælu- dýrum? U. A.: Það er eins og þau leiti mig uppi. Ég á rang- eygan Siamskött og svo kan- ínurnar mínar. Marcello Mastroianni gaf mér kanínu í Róm, seinna fékk ég vin- konu fyrir hana, en þegar í ljós kom að hún var pilt- ur, fékk ég mér eina til. Nú á ég fjórar, Cleopatra, Schotzy, Orphea og Tururoo. Sp.: Hvað ætlastu fyrir eftir að The Blue Max er lokið? U. A.: Það er alveg óráðið. Margt hefur komið til mála. En ég veit ekki. Um jólin verð ég í Sviss svo leik ég í einni kvikmynd í Róm. Eftir það fer ég í tuttugu daga frí, eftir læknisráði. Af- dráttarlaust! Ég gæti aldrei skrifað undir samning til langs tíma. Sp.: Hvers vegna hótað- irðu að hætta kvikmynda- leik eftir myndina. „Hún?“ U. A.: Ja ... sástu hana? Þar var ég á einum stað mál- uð til að sýnast tvö þúsund ára gömul. Ég grét allan þann dag, — það var svo hryllilegt. Sp.: Hvað álítur þú að sé aðferðin til að öðlast ham- ingju? U. A.: Að lifa og njóta lífs- ins og vera óhræddur vegna þess að við erum hér ekki lengi og tíminn líður mjög fljótt. Að líta um öxl gerir mann hræddan. (í þessu fór þjónn fram hjá með sneið af osttertu. Ursula stöðvaði hann og sagði: „Ummmmm, ostterta. Hana vil ég fá,“ og hellti úr sér orðaflaumi á ítölsku. Hún talar auk þess frönsku og þýzku.) Sp.: Margar amerískar konur hafa af því stórar áhyggjur þessa dagana, að þær séu að glata kvenleika sínum. Hefur þú nokkuð að leggja til þeirra mála? U. A.: Ef ég hefði slíkar áhyggjur, þá myndi ég gera eitthvað í málinu. Ég myndi reyna að verða kvenlegri. Þegar maður veit hvar skór- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.