Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 4
4 BENEDIKT VIGGÓSSOW SKRIFAR FYRIR UN6A FÓLKID Slá DÁTAR í gegn mei sinni fyrstu hifómplötu? Það hafði kvisazt út fyrir alllöngu, að í bígerð væri að gefa út plötu með Dátum og þessi hugmynd varð að óve- fengjanlegum veruleika þriðjudaginn 22. febrúar 1966, ná- kvæmlega 12 dögum eftir að frétt þess efnis, að umrædd upptaka hefði þegar farið fram birtist í Vikunni. Plata þessi er gefin út af S. G.-hljómplötum og ætti það eitt að vera nægileg trygging fyrir góðri framleiðslu. Klukkan 20,30 voru fjórmenningarnir mættir í stúdíó 2 á 6. hæð Fiskifélagshússins, þar sem Ríkisútvarpið er til húsa, og klukkan 21,05 voru fyrstu tónarnir af laginu Cadilac komnir inn á segulbandið hjá upptökumeistaranum, Pétri Steingríms- syni, en honum til aðstoðar var Jón Þór Hannesson, fyrrver- andi bassagítarleikari. Á þessari hljómplötu verða fjögur lög, en þau eru: Cadilac með hinum upprunalega enska texta, en lag þetta var geysi- lega vinsælt í Danmörku, sungið af þarlendri hljómsveit, sem nefnir sig Lollipops. Hin þrjú eru eftir Þóri Baldursson í Savanna, Leyndarmál og Kling Klang, en þriðji textinn var ekki ákveðinn, er þessi grein var rituð. Textarnir eru eftir Ólaf Gauk og Þorstein Eggertsson, en hann samdi einmitt textann við hið hugljúfa lag Þóris, Ást í meinum, sem Savanna- tríóið söng inn á hljómplötu. Útsetningu á íslenzku lögunum þrem annaðist Þórir sjálfur. Allar líkur eru til þess að umrædd plata komi út 1—2 vik- um eftir að þessi grein birtist. Þeir nefna sig DÁTA og til eru þeir, sem eru stórhneyksl- aðir á þessari nafngift, en hvað um það, þetta eru fjörugir og tápmiklir strákar, sem vita, hvað þeir vilja og stefna sigurvissir að föstu marki, allir sem einn; Hilmar, Rúnar, Jón Pétur og Stefán. Það er ekki lengra síðan en í fyrra- sumar, að hljómsveitin var stofnuð. Rúnar Gunnarsson aðal- söngvari og rythmagítarleikari og Hilmar Kristjánsson sóló- gítarleikari stóðu að því, en nú vantaði tvo í viðbót, og hófst þá skipuleg leit að liðtækum mönnum og eftir að búið var að reyna tvo eða þrjá bassaleikara var Jón Pétur ráðinn, svo að nú var aðeins eftir að uppgötva hæfan trommuleikara. Þá var hreinlega auglýst eftir einum slíkum og tilboðunum rigndi yfir. Þegar búið var að reyna 6 trommuleikara, gekk Stefán Jóhannsson í salinn og þar með var málið útrætt. Nú var hljómsveitin fullskipuð og næsta skref var að æfa baki brotnu, og til að láta þetta bera ríkulegan ávöxt hjá pilt- unum var Þórir Baldursson fenginn til að stjórna æfingum. í heilan mánuð, næstum því daglega, var æft og aftur æft. Þeir komu fram fyrst á Keflavíkurvelli við fádæma hylli áheyrenda. Síðan í Glaumbæ og núna eru þeir í LÍDÓ. Þeir komu, sáu, en þessi væntanlega hljómplata sker úr um það, hvort þeir sigra. -K ☆-K ☆-K ☆-K ☆-K ☆☆-K ☆-K ☆ -K -K ☆ 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.