Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 23
ÞÓTT ÉG FARI UM DAUÐANS DAL Sá, sem tók hana af lífi varð sturlaður skömmu seinna og framdi sjálfsmorð. Aðeins eitt af hinum opinberu vitnum að aftökunni virtist ekki hljóta af því varanlegt mein — hin flýðu land og hurfu með öllu. Svipað átti sér stað, þegar Margaret Allen var tekin af lífi í Manchester árið 1949. Hún skildi eftir djúpstæð sálarör hjá því fólki, sem var viðstatt aftökuna og presturinn, sem dvaldi hjá henni síðustu stundirnar, dó skömmu síðar úr hjartaslagi. Böðullinn sjálfur sökk æ dýpra í eiturlyfja- nautn.. Fáir geta talað um aftökur af jafnmikilli þekkingu og ■ reynslu og Robert Elliott, síðasti böðullinn í Sing Sing. —- Af þeim fimm konum, sem ég hef tekið af lífi, sagði hann, i — var aðeins ein, sem virtist óhrædd. Hinar allar liðu ægi- ! legustu kvalir áður en þær komu í dauðaklefann. Eitt það versta, sem Elliott hafði lent í, var aftaka Borgia ■ okkar tima — Frances Creighton. Hún og „Dumbbell morð- inginn“ Ruth Snyder, voru báðar nærri meðvitundarlausar þegar dóminum yfir þeim var fullnægt. Hið grimmúðlegasta við réttarfar Ameríku — þegar undan er skilinn sjálfur líflátsdómurinn — er hinn óhugnanlega langi biðtími, oft svo árum skiptir. í Englandi er dauðadómi fullnægt þrjátíu dögum eftir að hann er upp kveðinn. Fyrstu mánuðina í dauðaganginum í Sing Sing var Frances Creighton sterk. Hún trúði því statt og stöðugt að hún yrði náðuð. En smám saman vann biðin bug á mótstöðu hennar og þegar síðustu náðunarbeiðni hennar var synjað, missti hún algjörlega vald á geðsmunum sínum. Hún fékk æðisleg reiði- köst, grét og bað til skiptis og í hvert skipti og einhver var leiddur framhjá klefa hennar á leið til rafmagnsstólsins, féll hún í djúpt dá. Þegar leið að lokum, var ástand hennar orðið þannig, að Lehmann fangelsisstjóri bað um úrskurð lækna um það, hvort hún væri orðin vitskert. En nóttina 16. júlí 1936 var fresturinn útrunninn. Elliott sagði síðar. að hann hefði orðið að beita sig hörðu til að framfylgja dómnum. Frances Creighton gat ekki gengið. Henni var lyft upp í hjólastól og ekið til aftökuklefans. Þá var hún aðeins með hálfri meðvitund. Hár hennar hékk í lufsum niður í andlitið og húðin var gulleit og skorpin og strengd á beinunum, svo hún líktist meir múmíu en manneskju. — Það var eins og hún væri þegar liðið lík, sagði Elliott síðar. Ruth Snyder var dæmd stuttu á eftir Frances Creighton. Hún og elskhugi hennar höfðu drepið eiginmanninn, Snyder, og enda þótt morðið sannaðist á þau, trúði hún því ekki, að hún myndi fá harðari dóm en tveggja ára fangelsi. Dauða- dómi bjóst hún sízt af öllu við. Allan biðtímann var Ruth Snyder sem óð. Hún grét og bað og skellti allri skuldinni á elskhugann, Henry Judd Gray. Þegar henni skildist, að hún átti að láta lífið, umhverfðist hún af skelfingu. Hún æpti og kveinaði dag og nótt og þegar hún 13. janúar 1938 var leidd til aftökunnar af tveim þrek- vöxnum gæzlukonum, var hún aðeins skuggi af sjálfri sér. Þegar hún var bundin niður í rafmagnsstólinn með svörtum leðurreimum var hún algjörlega magnþrota. Síðar kom í ljós, að Ijósmyndari nokkur frá Daily News í New York, sem við- staddur var aftökuna, hafði falið myndavél á fótlegg sínum og náð mynd af atburðinum, sem vakti geysilega athygli um heim allan. En sú kona, sem mestar þjáningar leið áður en hún átti að deyja, var hin fagra Anna Antonio. Hún var tekin af 1 9. ágúst 1934. Þá hafði hún beðið í fimmtán mánuði og á þeim tíma verið færð þrisvar sinnum til dauðaklefans en aftök- unni í hvert skipti frestað á síðustu stundu. 24 menn voru leiddir framhjá klefa hennar til rafmagns- stólsins, meðan hún beið dauða síns og eina nóttina voru þrír menn teknir af lífi. Þetta olli henni óbærilegum þjáningum og gerði sitt til þess, að menn héldu að hún myndi missa vitið. Hún missti ekki vitið. Hún missti ekki einu sinni meðvit- und og hún kom Robert Elliott og vitnunum á óvart með að bera höfuðið hátt og ganga óstudd að rafmagnsstólnum. Hún var ein hinna fáu kvenna, sem dóu óbugaðar og með fullri FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.