Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 11
enn búnir að jafna sig að fullu. Fyrir þeim er þessi stóri gimsteinn blátt áfram „demant- Urinn“, sem minnzt er á með lotningu og nánast álitinn hornsteinn að álitlegum dem- antnámu-iðnaði þessa litla sam- félags. Elztu íbúar bæjarins, sem enn búa í fyrsta húsinu, sem þar var byggt, heita Eve- line og Mary McHardy. Þær muna þá tíð, er Cullinan var aðeins tjaldborg á víðáttu- mikilli auðn. Sem börn fylgd- ust þær af áhuga með námu- greftrinum og þær horfðu á borgina vaxa með árunum. Hin aldraða fröken Eveline, sem nú er áttræð, hljóp með föður sínum til námunnar, er hinn stórkostlegi fundur átti sér stað og hún minnist þess að hafa fengið að halda á demantshnullungnum í hönd- um sér. — Demanturinn var lítið gegnsær að utan en inni í honum var eitthvað, sem log- aði eins og eldur. Ég gleymi aldrei deginum, þegar ég sá demantinn fyrst. Maðurinn, sem hefði getað tryggt sér fjárhagslegt öryggi um alla framtíð, seldi jarðar- skikann, er demanturinn síðan fannst í, fyrir mjög hóflegt verð. Hann hét Joachim Prins- loo og var hæglætismaður, sem ekki hafði áhuga á öðru en að fá að stunda landbúnað i ró og friði. Hann bar hvorki skyn á, né hafði tíma til að leita eftir gulli og demöntum. En honum virtust búin sömu ör- lög og Midas konungi í þeim skilningi, að hann lenti sífellt á meira og minna gullauðug- um jarðarskikum. Fyrsta jörð hans varð síðar hin þekkta East Rand gull- náma, og þá næstu keypti Kaalfontein demantnámufélag- ið. Nú var hann orðinn hund- leiður á þessum sífelldu flutn- ingum, og þegar hann keypti þriðju jörð sína og byrjaði að rækta hana, var hann svo fast- ákveðinn í að halda gull- og demantleitarmönnum í hæfi- legri fjarlægð, að hann fór allra sinna ferða með riffil um öxl. En ekki fékk hann að njóta friðarins lengi. Thomas Cullin- an, sem bærinn er nefndur eftir, skýrði hinum vesalings, hundelta Prinsloo frá því, að nýi jarðarparturinn hans hefði að geyma aragrúa af demönt- um. Til þess að losna við allt þetta demantaraus, afréð hinn ágæti bóndi að selja einu sinni enn. Hann fékk lúsarleg 55.000 pund fyrir jörðina. Þetta var árið 1903. Með þessu var grundvöllur- inn lagður að Premier Trans- vaal Diamond Mining Compa- ny. Tveim árum síðar varð félagið heimsfrægt, er Freddy Wells rak augun í glampandi risagimsteininn í námuveggn- um. Nú iðar bærinn af lífi og annríki, eins og býflugnabú. Meir en fimm þúsund tonnum af grjóti er daglega lyft upp úr hinum tröllaukna gíg. Og úr þessari grjóthrúgu eru dem- antarnir unnir, — að jafnaði 7000 karöt á dag. Um 85% demantanna úr þessari námu eru notaðir til iðnaðar. DEMANTURINN fékk ekki að vera lengi um kyrrt á þeim stað, sem hann hafði fært slíkan álitsauka og velmegun. Stjórnin í Transvaal keypti hann skömmu síðar fyr- ir 150.000 pund, sem var tölu- vert álitleg fjárhæð í þá daga, og stjórnin sendi hann hreykin til Edwards VII, konungs Stóra Bretlands á afmælisdegi hans 9. nóvember 1907. Sennilega mun þetta vera dýrasta af- mælisgjöf veraldarsögunnar. Frá Buckingham Palace var demanturinn sendur hollenzk- um demantskurðarmönnum, bræðrunum Asscher. Ætlunin var, að skurðarsnillingurinn Joseph Asscher skipti honum í níu stóra steina og 96 smærri. Asscher varð öldungis agndofa, þegar hann leit hinn risastóra stein og var í heilt misseri að virða fyrir sér fleti hans. Því er haldið fram, að þegar stund- in rann upp er skera skyldi steininn, hafi hann verið svo örmagnaður af spenningi og andvökum, að hann hné í ómegin. Hann hefði orðið hreykinn ef hann hefði getað lifað þann dag, þegar Eliza- beth II drottning kom í opin- bera heimsókn til Hollands fyr- ir tólf, þrettán árum og bar þá brjóstnál, sem gerð var af hlutum úr Cullinan-demant- inum. Drottningin sýndi brjóst- nálina afkomendum hinna gömlu og frægu demantskurð- armanna Asscher. Skornir og slipaðir hlutar Cullinan-demantsins voru send- ir aftur til London, þar sem hið konunglega gimsteinafyrir- tæki Garrard greypti stærstu steinana í skartgripi krúnunn- ar og felldi hina inn í einka- gimsteinasafn konungsfjölskyld unnar. Stærsta hluta steinsins, sem vegur 530 karöt, hefur hlotn- azt sérstakur heiður. Hann var greyptur efst í hinn konung- lega veldissprota, sem Hátignin heldur í hægri hendi og aðeins er notaður við krýningar og hina árlegu setningu þingsins. Næststærsti hlutinn, sem vegur 317 karöt, var felldur inn í Imperie ríkiskórónuna, eina af þrem kórónum, sem gerðar voru handa Viktoríu drottningu árið 1838. Hún er álitin vera dýrmætasta og alla- vega fegursta kóróna í heim- inum. Meðal annarra skart- gripa, sem í henni eru, er „Rúbin svarta prinsins", sem Hinrik V bar við Agincourt og stóri safírinn úr kórónu Karls II, sem nú gengur und- ir nafninu „Stuart-safírinn“. Tveir aðrir af hinum stærri hlutum Cullinan-demantsins voru felldir í ríkiskórónu Maríu drottningar ásamt hin- um fræga Koh-i-noor demanti. Hinir steinarnir voru notað- ir í forkunnarfagra brjóstnál og hálsfesti handa hinni dansk- ættuðu Alexöndru drottningu, konu Edwards VII. Þeir til- heyra ekki ríkisskartgripunum sem eru til sýnis í Tower of v Framh. á bls. 37. HINN konunglegi veld- issproti Stóra-Bret- lands, með „Stjömu Afríku" greypta í topp- inn. ÞETTA er stœrsti gíg- ur, gerður af mcmna- völdum, og þarna fannst stœrsti demant- ur veraldar fyrir rúm- um 60 árum. HLUTI af demantsupp- skeru eins dags. Að jafnaði eru unnin7000 karöt daglega. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.