Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 16
ANDIÐ RÉTT— ENDIZT LENGUR öllu að reykja eða stórminnka það.“ Höfuðinntak allra æfinga Knowless felur í sér tilraun til að draga herða- blöðin sem allra bezt saman, — ekki hitt að þenja brjóstið sem mest út. Venjan er sú, að alltof mikill þuhgi af lungunum hvílir á þindinni, og fyrir þær sakir á hún sýnu erfiðara með að hefjast og lækka. Með því að draga herðablöðin saman, opnast brjóstkass- inn þegar i stað. Til þess að hægt 'sé að fylgjast með framförum sínum í öndunaræfingunum, stingur Knowles upp á að menn dragi andann djúpt að sér, lesi síðan upp- hátt kafla úr þessari grein eða annarri. Fyrsta daginn er fylgzt með því, hve langt er hægt að lesa í einu andartaki. Reynið svo aftur næsta dag og aukið smám saman línufjöldann sem unnt reynist að lesa án þess að draga að sér andann. Til þess á hinn bóginn að prófa orku sína við útöndun skal anda djúpt að sér, opna síðan munninn sem mest (ekki með stút á vörunum) og reyna að slökkva á eldspýtu sem haldið er fimm sentimetrum frá vörum. Reynist það ekki unnt, þarfnast maðurinn hjálp- ar. Knowles leggur áherzlu á, að djúp útöndun geri hvort tveggja í senn, losi lungun við óhreinindi, er safnazt hafi í þau og auðveldi djúpa innöndun til stórra muna. Ein af æfingum hans er í því fólgin, að byrjað er með að telja upp að fjórum meðan andað er að sér, en allt upp að tólf við útöndun. Síðan er talningin aukin, unz við getum talið til sjö við innöndun en 21 við útöndun. Skal hver æfing gerð þrisvar í röð. Ég stóð mig að því, að vera farinn að iðka þessar æfingar Knowless á gönguferðum mínum í Lundúnum. Þær hafa tilætluð áhrif. Dragið andann djúpt að yður, ef þér þurfið að lyfta þungum hlut, haldið honum niðri í yður 1 og takið eftir hve miklu léttara yður veitist átakið. Ef gengið er upp stiga, er gott að anda að sér við hver tvö þrep og frá sér við önnur tvö. Þá gætir minni mæði þegar upp er komið. Og ef maður verður móður, er gott að mása eins og rakki af ásettu ráði í nokkrar mínútur og munu þá öndunarfærin þegar komast í samt lag. Verði yður kalt, ættuð þér að gera hið sama og sjáið til hve skjótt yður hitnar. Þessi aðferð færir sönnur á orku- /indir öndunarinnar. Aflraunamenn kannast við aukaloftið, sem þeim bæt- ist við erfiðar æfingar. Það er í raun- inni ekkert annað en breytingin frá 16 FÁLKINN léttri öndun yfir í djúpa. Markmiðið með djúpri. háttbundinni öndun er að gera manninum þessa orku sífellt til- tæka. Það, sem Knowles kennir, er árang- ur hans eigin reynslu. Þegar hann hafði stundað sjómennsku um þriggja ára skeið á uppvaxtarárum sinum í Eng- landi, fékk hann þrálátt kvef. Læknir- inn í átthögum hans í Manchester gat ekkert annað en ráðlagt honum að flytjast í þurrara loftslag. Knowles gat ekki fengið af sér að hverfa til Suður- landa. heldur settist að hjá frænku sinni í Montreal. Hún kom honum til læknis nokkurs með því fáránlega nafni O. Z. Ha-nish. Komst doktor sá að þeirri niðurstöðu. að ekki væri allt með felldu um öndunarhætti síns unga sjúkl- ings. Knowles staðhæfði, að öndun hans væri jafneðlileg og hjartslátturinn. En þarna benti læknirinn á stórfelldan mun: Við getum enga stjórn haft á hjartslættinum, en lungunum getum við stjórnað sjálf. Og þau er hægt að misnota engu síður en nota þau á réttan hátt. Hinn ungi maður tók nú að fylgja ráðleggingum læknisins um að þjálfa með sér djúpa öndun — og kvefið hvarf Enda þótt Knowles sé ekki læknir að mennt, hefur hann komizt að raun um, að rétt öndunartækni getur linað hvers konar þrautir er stafa frá andfærasjúk- dómum. Renna margs konar læknis- fræðilegar sannanir stoðum undir þá skoðun hans. Sé um alvarlega andar- teppu að ræða, þurfa allar öndunaræf- ingar vitanlega að fara fram undir handleiðslu læknis og. öll fyrirmæli þar að lútandi að vera eftir læknisráði. Þá hefur Knowles sannað með reynslu skjólstæðinga sinna að djúp öndun læknar viðloðandi (króniskt) lungnakvef. Um lungnaþembu segir hann: „Mér er kunnugt um. að margir skjólstæðinga minna, þeirra meðal ýms- ir læknar. hafa hlotið merkilegan bata ■— margir sem voru alóvinnufærir náðu fullri starfsorku. Dr. Albert Haas við lyflækningadeild New York háskóla skýrði svo frá, að af sjúklingum hans með lungnaþembu á háu stigi, hefðu meir en tveir af hverjum þremur hlot- ið fullan bata. En öndunaræfingar eru einmitt mikilvægur þáttur í læknisað^ gerðum hans.“ Knowles leggur áherzlu á hina sí- vaxandi nauðsyn þess, að nota sér sem Framh. á bls. 36i AÐ var á öskudaginn. Blaðamenn Tímans voru að hefja störf er Guð- brandur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tímans og fyrrverandi forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins, kom skund- andi inn, hress í bragði eins og jafnan. Hann tyllti sér á borðrönd, söng lag- stúf og virti fyrir sér ný andlit. Svo var farið að ræða um ættingja ný- liðanna, og Guðbrandur var vel heima í ættfræðinni. Er hann heyrði nafnið Kjartan Thors (sonur Björns Thors blaðamanns og Helgu Valtýsdóttur leik- konu) tókst hann á loft og hélt þrum- andi ræðu um stjórnmálamanninn og kunningjann Ólaf Thors. Ólafur var engum líkur og Guðbrandur geymir ve) skeytið er hann fékk frá honum sjötugur. Og Kjarval er heldur engum líkur. Guðbrandur dáir hann, og það er stolt í röddinni, þegar hann minnist á, að hann hafi fyrstur manna séð hvað bjó 1 sjómanninum er gekk listagyðj- unni á hönd. — Það er með koníakið eins og menn- ina, hvort tveggja batnar með aldrin- um. Að svo mæltu sveiflaði Guðbrandur töskunni og hentist út. Hann var með öskupoka á bakinu. Hann stanzaði í dyrunum. — Ætla ég að semja ævisögu? Nei, aldrei! Ég ætla ekki að fara að skrökva neinu á gamals aldri!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.