Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.03.1966, Blaðsíða 6
Gaman er að gifta sig Frœnka Sorayu fyrrverandi keisaraynju í íran gekk á dögunum í heilagt hjónaband. Það var þó ckki eins einfalt og einhverjir halda, því brúðhjónin verða að láta vígja sig fjórum sinnum, áður en allt er klapp- að og klárt. Maðurinn heitir David Pelham og er leikhúsumboðsmaður í London og hann gekk með brúði sína þrisvar fyrir jafnmarga embættismenn. Fyrsta brúðkaupið var haldið á skrifstofu bæjarfóget- ans í London. Næsta var haldið með makt og miklu veldi í mosku þar í borg og hið þriðja í kirkju heil- agrar Maríu. ÖIIu þessu var lokið af á einum degi, og áður en þau fara í brúðkaupsreisuna, verða þau að ganga í það heilaga í fjórða skiptið og þá í íranska sendiráðinu í London. ERFUAKULJÐUR Brezki erfðaaðallinn verður nú að horfast í augu við vandamál, sem er vægast sagt mjög óvenju- lega. Þegar Sempill lávarður Iézt, rann góss hans allt sjálfkrafa til einkadóttur hans, en hún getur að sjálfsögðu ekki erft tignina og lávarðurinn lætur eftir sig einn bróður sem stendur næstur þeim erfðum. Sá er þó hængurinn á, að bróðirinn, dr. Ewan Forbes — Sempill, var kvenkyns við fæð- ingu en skipti um kyn og klæðn- að þegar hann var um fertugt. Þá skipti hann einnig um nafn. Hét áður Elísabet. Nú velta dóm- stólarnir því fyrir sér, hvort mögulegt sé að aðalstitill gangi að erfðum til manns, sem er fæddur kona! Myndin er af hin- um umdeilda erfingja, sem virð- ist þó ekki hafa lagt pilsin alger- lega á hilluna. Maðurinn hér á myndinni er þýzkur og á meira en 800 vindla af jafnmörgum tegund- um. Þeir eru að stærð allt frá 1,3 sentímetr- ' um upp í rúmlega hálfan metra. Maðurinn safnar nefnilega vindlum og því helzt hon- um svo vel á þeim, að hann getur ekki reykt þá. Þegar hann langar í reyk, tekur hann undantekningarlaust sígarettuna framyfir. Hann heitir Bernhard Metzen og er frá Ober- hausen í V-Þýzkalandi. Guðlirædd sinfómuliljómsveit Myndirnar þrjár eru af jafnmörgum meðlimum óvenju- legustu sinfóníuhljómsveitar Bandaríkjanna. Hún er skipuð 60 nunnum og hefur getið sér mjög gott orð á hljómleika- ferðum um Bandaríkin. Stjórnendur, sem hafa komizt í tæri við þessa hljómsveit eru yfir sig hrifnir og segjast ekki hafa orðið varir við jafnmikinn aga og auðmýkt hjá nokkurri annarri hljómsveit. Spá þeir henni miklum frama. Hljómsveitin er upprunnin í klaustri í Gwyned Valley í Pennsylvaníuríki og það var príorinnan, sem kom systrunum fyrst á framfæri. Þær höfðu um árabil leikið saman sér til ánægju og uppbyggingar. 5 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.