Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 69

Fálkinn - 12.12.1962, Page 69
□TTD □□ HRINGUR RDBERTS LÁVARÐAR Nokkrum klukkustundum eftir að Ottó kom hafði komið til borgarinnar, kom þangað annar hópur manna. Gömul kona, illa til fara, haltraði á undan í gegnum hliðið. Á eftir henni voru þrir illmannlegir menn. Þessir náungar voru augsýnilega ókunnir i borginni, eins og Ottó. Milla gamla lagði fast að betlaranum að segja sér hvert ungi maðurinn hefði farið. Reyndar þurfti þess ekki, því að betlarinn lét þeim fúslega í té upplýsingar um hvert Ottó hafði farið. „Hann er i Daníels- kránni,“ sagði betlarinn. „Lata Daniels?" spurði Tóki og fuss- aði. „Einmitt," sagði Milla gamla. „Og nú skulum við taka hús á honum og gera rúmrusk.“ En Ottó hafði fallið í djúpan svefn. Milla gamla virtist vera öllum staðháttum vel kunn. Hún leiddi félaga sina án nokkurs hiks að húsagarði krárinnar. „Klifrið yfir vegginn og bíðið þar eftir mér,“ hvíslaði hún. „Tóki og Fóli skulu fara fyrst. Mennirnir tveir hlýddu þögulir, og nokkru síðar voru þeir komnir yfir. ,,Nú skalt þú fara yfir, Jörgen,“ skipaði Milla. „Svona, flýttu þér.“ „Já, ég geri það,“ sagði sköllótti maðurinn, en hann hafði augsýnilega ekki hugmynd um, hvernig hann átti að komast yfir múrinn. Loksins komst hann þó upp og horfði óstyrkur niður í garðinn. „Hvernig á Milla gamla leiddi þá þremenningana að kránni. „Og svo skul- uð þið vinna verk yðar í kyrrþey og láta ekki fuglinn fljúga. Hérna eru bakdyrnar. Þær eru opnar. Fljótur, Tóki, og stattu ekki þarna eins og þvara. Gangið inn. Sýndu, Tóki, að þú get- ir gert út af við hann í einu höggi. Og komið ekki aftur án þess að hafa hringinn.“ En Ottó var nú glaðvakandi. Hvaða ég að komast niður,“ vældi hann. „Ég er engin fjallageit." „Stökktu, asninn þinn,“ sagði Milla. „Bíddu samt,' ég skal halda í þig..“ Hún greip um fótlegg Jörgens, sem dinglaði út af veggnum hennar megin, og ýtti . honum hraustlega yfir. Árangurinn varð undraverður. Jörgen datt niður hinum megin í plankahrúgu og gerði þennan ógnar hávaða. En við þessi læti vaknaði Ottó. Hann bjóst við hinu versta. Nú heyrði hann ýlfur og hvísl .... hávaði var þetta? Hann leit út um gluggann, en sá engan. Hávaðinn kom frá stiganum. Hann leit í kringum sig, en sá enga undankomuleið. Stiginn var eina leiðin út. Nú heyrði hann fótatak þremenninganna, sem stormuðu upp stigann undir hvatningarvæli Millu gömlu .... FÁLKINN 65

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.