Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 72

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 72
Nýju bækurnar KRISTJÁN ELDJÁRN: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Fögur bók, prýdd 100 heilsíðumynd- um af gripum úr safninu, þar á með- al nokkrum litmyndum. Verð í bandi kr. 375.00. IVAR ORGLAND: Stefán frá Hvítadal. Ævisaga góðs listamanns og sérstæðs persónuleika. Fyrra bindi. Verð í bandi kr. 240.00. Játningar, Ágústínusar kirkjuföður, einhver frægasta sjálfsævisaga heimsbók- menntanna. Sigurbjörn Einarsson, biskup, hefur þýtt verkið úr frum- málinu, latínu. Biskup ritar og stór- fróðlegan inngang um Ágústínus og samtíð hans. Verð í bandi kr. 250.00. Rig-Veda. Fimmtíu ljóð úr hinu mikla helgi- riti Indverja, ljóða-eddu þeirra. Sören Sörensson þýddi. Hann ritar og langan og greinargóðan inngang um indverska fornmenningu. Verð í bandi kr. 190.00. Sófmánuður. Ný ljóðabók eftir Þórodd Guðmunds- son frá Sandi. Verð í bandi kr. 180.00. Næturheimsókn. Sögur eftir Jökul Jakobsson. Verð í bandi kr. 120.00. Maður í hulstri. Úrval smásagna eftir rússneska skáldið Anton Tsékoff. Geir Krist- jánsson þýddi úr frummálinu. Verð kr. 120.00. Spói. Ný barnabók eftir Ólaf Jóh. Sigurðs- son. Prýdd einkar skemmtilegum myndum eftir Helgu Sveinbjöms- dóttur. Verð í bandi kr. 60.00. í lofti og læk. Ný barnabók eftir Líneyju Jóhann- esdóttur. Barbara Árnason hefur myndskreytt bókina á fagran og list- rænan hátt. Verð í bandi kr. 75.00. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 68 FÁLKINN Jwlin í mínu . . . Framh. af bls. 67. aftur sýnt á gamalmennaskemmtuninni, sem var dásamlegasta skemmtun ársins og var alltaf í janúar. Ég yar í Bolungarvík í 31 ár og um flest jól var maður viðriðinn uppfærslu á sjónleikjum. Oft var tíminn til æfinga naumur og stundum æfðum við á jóla- dag, en sýning var á annan. Við vorum bæði í þessu hjónin allan tímann í Bol- ungarvík. — Hvenær lékst þú þitt fyrsta hlut- verk? — Ég var kominn eitthvað yfir ferm- ingu, hef líklega verið sextán ára. í Garðinum var öflugt stúkulíf og þar var iðulega leikið. Ég var settur í að leika eitt af minniháttar hlutverkunum í Öskudeginum eftir Þorstein Egilsson. Síðan hefur maður aldrei losnað við þetta, þó alltaf segi maður við sjálfan sig, að nú verði þetta síðasta hlutverkið. Eftir veruna í Bolungarvík fluttum við suður í Garð. Það var árið 1943. Þar settum við upp þónokkur leikrit. Eftir að við fluttum í Kópavog hef ég verið i leikfélaginu hérna. En mikill er nú munurinn á öllum aðbúnaði við leik- sýningar miðað við það sem var. En nú er líka allt orðið dýrara og það er þessi eilífa spurning um það hvort sýningarnar beri sig. Við þær áhyggjur var maður laus í gamla daga. Sv. S. Yngstu ics . . . Framh. af bls. 38. grís sem ekki gat einu sinni staðið? Nú var ekki um annað að gera en að skera af grísnum hinar lappirnar þrjár og láta eins og hann hefði verið svona skapaður! Ég framkvæmdi þetta þung- bæra skylduverk og át lappirnar þrjár, en síðan vafði ég limlest dýrið inn í bréfið aftur og lagði það ofan á eirket- ilinn. Svo sem tveimur klukkustund- um seinna þegar ég fór aftur að líta eftir grísnum, varð mér fyrst fyllilega ljóst hve aumingjalegur grísinn var orðinn. Hann hafði alveg misst fallega gljáann á skrokknum, svipurinn var raunalegur og eyrun lafandi, og svo andaði hann frá sér sterkri fægilögs- lykt, sem hann hafði fengið að láni úr katlinum og var alveg gjörólík lyktinni sem verið hafði af honum í bakaríinu. Nei, þá var betra að afmá öll einkenni þess að þetta hefði nokkru sinni verið grís. Ég gerði það með því að bíta af honum trýnið og eyrun og þá var ekki annað eftir en búkurinn, og af því að rautt silkiband var sitt á hvorum enda, mátti gera sér í hugarlund, að þetta væri bjúga. En ekki gat ég sagt, að ég væri hreykinn af gjöfinni þegar átti að fara að færa mömmu hana um kvöldið. Ég hafði ætlað mér þetta hlut- verk, en var svo hæverskur að láta bróður mínum það eftir. Ég man ennþá grunsemdasvipinn á mömmu þegar hún vafði velkta bréfið, sem einu sinni hafði verið bleikrautt, utan af bögglinum og tók fram skít- gráan marsípanmola, sem meira að segja hafði minnkað um helming, síð- an ég hafði farið síðast höndum um hann. Mamma leit fyrst á mig og svo á bróður minn og fór svo að skelli- hlæja, en varla hefur hún þó verið sem bezt ánægð með okkur, og ég verð að segja, að hann bróðir minn hafði valdið mér vonbrigðum. Verst þótti mér að ég hafði ekki verið hótinu betri sjálfur, annars hefði ég svei mér tekið í lurg- inn á honum fyrir. Við vorum oft minnt- ir á þessa jólagjöf, og árið eftir þegar við spurðum mömmu hvers hún óskaði sér mest í jólagjöf þá svaraði hún að sig langaði ekki til að eignast neitt eins mikið og eitt pund af grænsápu! ★ Jólaþraut Eiríks litla. 1) Talan, sem þú átt að draga einn frá er 6. 2) Grísinn er með þrjár klauf- ir á hægri framlöpp, 3 nasir og loðna rófu. 3) írland er sett fyrir austan Eng- land en ekki fyrir vestan. 4) G-lykillinn og C-lykillinn snúa öfugt, og einu striki of margt er á nótnapappírnum (6 strik í stað 5). 5) í franska flagginu eru reitirnir lóðréttir en ekki láréttir. í svissneska flagginu nær krossinn ekki niður í brún. í ameríska flagginu eru stjörnurnar í efri reit inn við stöngina, en ekki út í jaðri. Og talan á stjörnunum er heldur ekki rétt. Eplaskífumar; Jólasveinapabbi 18, jólasveina- mamma 12, drengurinn 8, stúlkan 8 og kötturinn 4. Hringt til jólasveinsins: Stúlkan í efra horninu til hægri. RÁÐNINGAR AF BLS. 43 8 8 8 88 888 100Ö , (c /(T 0-p (Í2V@ Æ W2X 2>- ~XZ) e

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.